Aðlögun að nýjum veruleika! Ómar H Kristmundsson skrifar 8. apríl 2020 16:30 Í áhugaverðri skýrslu frá sérfræðingahópi á vegum Imperial College um áhrif aðgerða gegn COVID 19 kemur fram mikilvægi þess að nota „aðgerðapakka“ til að halda niðri veirunni og tryggja að heilbrigðiskerfi ráði við þann heilsufarsvanda sem af faraldrinum hlýst á hverjum tíma. Á Íslandi hefur verið farið eftir þeirri aðferðafræði sem þar er mælt með og hafa aðgerðir yfirvalda hér skilað góðum árangri. En nú er spurt, hvað tekur við þegar við erum komin yfir versta hjallann, þegar við erum komin vel niður brekkuna á kúrfunni? Í skýrslunni er bent á hversu vandasamt verður að halda niðri veirunni þann tíma sem tekur að finna bóluefni og/eða lyf. Þar er rætt um að gera megi ráð fyrir 18 mánuðum þar til bóluefni er tiltækt. Ef slakað er of mikið á þangað til kemur einfaldlega annar toppur eða toppar með þeim hörmungum sem heimurinn er að upplifa í dag. Þannig þarf að viðhalda öflugum sóttvörnum sem þó gefa svigrúm til samfélagslegrar virkni. Efnahagslegar aðgerðir eru samofnar því hvernig til tekst í aðgerðum gegn faraldrinum. Því virðist óhjákvæmilegt að taka eitt skref í einu, aðlaga aðgerðir að ástandinu á hverjum tíma, í hvora áttina sem stefnir, þar til hjarðónæmi hefur náðst með almennri bólusetningu eða lækning fundist. Því fyrr sem „hjól atvinnulífsins“ fara aftur að snúast því betra. En til að aðlaga það að þessum sérstöku aðstæðum þarf að leggja meiri áherslu á nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi á samfélagslegum vettvangi. Við höfum undanfarið orðið vitni að þeim samhug og frumkvöðlakrafti sem býr í samfélaginu og leiðir af sér frumlegar og sjálfsprottnar leiðir til lausna. Aldrei hefur verið meiri þörf á að skoða nýjar leiðir til að efla íslenskt atvinnulíf, auka sjálfbærni og virkja jafnframt samstöðumátt og kraft þjóðarinnar. Sem efnivið í hugmyndavinnu set ég fram eftirfarandi spurningar valdar af handahófi: Hvernig getum við eflt íslenska grænmetisframleiðslu og með því skapað ný störf um leið og við aukum matvælaöryggi? Er unnt að koma á móts við grænmetisbændur með lægra raforkuverði eða með stuðningi við stækkun á framleiðslueiningum? Augljóst er að skellur ferðaþjónustunnar er gríðarlegur en spurningin er hvernig má bregðast við - til viðbótar við þær aðgerðir sem stjórnvald hafa nú þegar gripið til? Hvernig aukum við innlenda eftirspurn þrátt fyrir COVID takmarkanir? Hvernig er hægt að efla menningarstarf sem að hluta er miðlað með streymi í áskrift. Ég nefni sem dæmi þá aðferð sem sinfóníuhljómsveitir og óperuhús hafa farið í auknum mæli. Þekkt er hvernig Metropolitan óperan bætti fjárhag sinn með því að hefja óperuflutning í streymi. Hvaða leiðir geta veitingastaðir farið til að opna aftur fyrir gesti en taka jafnframt mið af þeim reglum sem COVID aðgerðirnar setja? Í megindráttum virðast hinar einföldu reglur stórmarkaða hafa gengið upp. Hvernig má yfirfæra þær á veitingastaði? Hvernig geta háskólar, stjórnvöld og atvinnulíf unnið saman að nýjum lausnum á sviði velferðarmála? Til dæmis, hvernig má taka enn fleiri skref við þróun fjarlækninga sem m.a. geta boðið upp á aukna sérfræðiþjónustu óháð búsetu. Án efa er unnið markvisst að aðgerðum innan þeirra atvinnugreina sem þessar spurningar beinast að. Mikilvægast er þó að brugðist sé hratt og vel við núverandi aðstæðum og ekki sé beðið eftir að COVID hverfi. Því miður eru litlar líkar á að það gerist á næstunni ef tekið er mið af skýrslunni sem vísað er í hér í upphafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ómar H. Kristmundsson Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Í áhugaverðri skýrslu frá sérfræðingahópi á vegum Imperial College um áhrif aðgerða gegn COVID 19 kemur fram mikilvægi þess að nota „aðgerðapakka“ til að halda niðri veirunni og tryggja að heilbrigðiskerfi ráði við þann heilsufarsvanda sem af faraldrinum hlýst á hverjum tíma. Á Íslandi hefur verið farið eftir þeirri aðferðafræði sem þar er mælt með og hafa aðgerðir yfirvalda hér skilað góðum árangri. En nú er spurt, hvað tekur við þegar við erum komin yfir versta hjallann, þegar við erum komin vel niður brekkuna á kúrfunni? Í skýrslunni er bent á hversu vandasamt verður að halda niðri veirunni þann tíma sem tekur að finna bóluefni og/eða lyf. Þar er rætt um að gera megi ráð fyrir 18 mánuðum þar til bóluefni er tiltækt. Ef slakað er of mikið á þangað til kemur einfaldlega annar toppur eða toppar með þeim hörmungum sem heimurinn er að upplifa í dag. Þannig þarf að viðhalda öflugum sóttvörnum sem þó gefa svigrúm til samfélagslegrar virkni. Efnahagslegar aðgerðir eru samofnar því hvernig til tekst í aðgerðum gegn faraldrinum. Því virðist óhjákvæmilegt að taka eitt skref í einu, aðlaga aðgerðir að ástandinu á hverjum tíma, í hvora áttina sem stefnir, þar til hjarðónæmi hefur náðst með almennri bólusetningu eða lækning fundist. Því fyrr sem „hjól atvinnulífsins“ fara aftur að snúast því betra. En til að aðlaga það að þessum sérstöku aðstæðum þarf að leggja meiri áherslu á nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi á samfélagslegum vettvangi. Við höfum undanfarið orðið vitni að þeim samhug og frumkvöðlakrafti sem býr í samfélaginu og leiðir af sér frumlegar og sjálfsprottnar leiðir til lausna. Aldrei hefur verið meiri þörf á að skoða nýjar leiðir til að efla íslenskt atvinnulíf, auka sjálfbærni og virkja jafnframt samstöðumátt og kraft þjóðarinnar. Sem efnivið í hugmyndavinnu set ég fram eftirfarandi spurningar valdar af handahófi: Hvernig getum við eflt íslenska grænmetisframleiðslu og með því skapað ný störf um leið og við aukum matvælaöryggi? Er unnt að koma á móts við grænmetisbændur með lægra raforkuverði eða með stuðningi við stækkun á framleiðslueiningum? Augljóst er að skellur ferðaþjónustunnar er gríðarlegur en spurningin er hvernig má bregðast við - til viðbótar við þær aðgerðir sem stjórnvald hafa nú þegar gripið til? Hvernig aukum við innlenda eftirspurn þrátt fyrir COVID takmarkanir? Hvernig er hægt að efla menningarstarf sem að hluta er miðlað með streymi í áskrift. Ég nefni sem dæmi þá aðferð sem sinfóníuhljómsveitir og óperuhús hafa farið í auknum mæli. Þekkt er hvernig Metropolitan óperan bætti fjárhag sinn með því að hefja óperuflutning í streymi. Hvaða leiðir geta veitingastaðir farið til að opna aftur fyrir gesti en taka jafnframt mið af þeim reglum sem COVID aðgerðirnar setja? Í megindráttum virðast hinar einföldu reglur stórmarkaða hafa gengið upp. Hvernig má yfirfæra þær á veitingastaði? Hvernig geta háskólar, stjórnvöld og atvinnulíf unnið saman að nýjum lausnum á sviði velferðarmála? Til dæmis, hvernig má taka enn fleiri skref við þróun fjarlækninga sem m.a. geta boðið upp á aukna sérfræðiþjónustu óháð búsetu. Án efa er unnið markvisst að aðgerðum innan þeirra atvinnugreina sem þessar spurningar beinast að. Mikilvægast er þó að brugðist sé hratt og vel við núverandi aðstæðum og ekki sé beðið eftir að COVID hverfi. Því miður eru litlar líkar á að það gerist á næstunni ef tekið er mið af skýrslunni sem vísað er í hér í upphafi.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun