Fjölmiðlasirkus þegar Ronaldinho fór úr fangelsinu inn á lúxus hótel Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. apríl 2020 14:00 Ronaldinho mætir á lúxushótelið í Asuncion umkringdur fjölmiðlafólki. AP/Jorge Saenz Brasilíski knattspyrnumaðurinn Ronaldinho er sloppinn úr fangelsi eftir að hafa aðeins verið inn í 32 daga af sex mánaða dóm. Hann má samt ekki yfirgefa Paragvæ. Ronaldinho er laus úr fangelsinu í Paragvæ en hann er um leið kominn í annars konar fangelsi. Fjórum klukkutímum eftir að dómari í Paragvæ leyfði Ronaldinho og bróður hans að fá leyfi til að fara í stofufangelsi, í stað þess að vera í alvöru fangelsi, þá mættu þeir bræður og innrituðu sig inn á lúxushótel í Asuncion, höfuðborg Paragvæ. Ronaldinho og bróðir hans Roberto de Assis höfðu borgað samtals 1,3 milljónir punda í tryggingu sem gera 230 milljónir íslenskra króna. Það var mikill fjölmiðlasirkus fyrir framan hótelið þegar Ronaldinho mætti eins og sjá má í þessari frétt hér fyrir neðan. Klippa: Ronaldinho laus úr fangelsi Í fréttinni má sjá dómarann tala við Ronaldinho og bróður hans í gegnum síma og fullvissa sig um að þeir skildu hvað væri í gangi. Að því loknu voru bræðurnir fljótir að drífa sig út úr fangelsinu. Ronaldinho og bróðir hans fengu sex mánaða dóm fyrir að reyna að komast inn í landsliðið á fölsku vegabréfi en brasilísk stjórnvöld höfðu tekið vegabréfið af Ronaldinho fyrir að brjóta umhverfislög heima fyrir. Ronaldinho gæti fengið fimm ára dóm í heimalandinu fyrir að nota falsað vegabréf en Ronaldinho sagði hafa fengið það af gjöf frá brasilíska viðskiptamanninum Wilmondes Sousa Liria sem endaði líka í fangelsi. Ronaldinho fór til Paragvæ til að kynna nýja sjálfsævisögu sína en í hana vantar náttúrulega þetta ævintýri hans. Ronaldinho vakti heimsathygli þegar hann fór á kostum í fótboltaleik innan veggja fangelsisins en í því voru 150 aðrir hættulegir glæpamenn sem höfðu gerst sekir um skelfilega glæpi. Ronaldinho var kosinn besti knattspyrnumaður heims hjá FIFA árin 2004 og 2005 en hann spilaði með Barcelona frá 2003 til 2008. Lítið varð úr ferli Ronaldinho eftir það enda þekktari fyrir ljúfa lífið utan vallar en það sem hann skilaði til sinna liða inn á vellinum. Það efast samt enginn knattspyrnuáhugamaður um það að Ronaldinho var algjör listamaður inn á fótboltavellinum þegar hann var á hápunkti ferils síns. Fótbolti Paragvæ Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Sjá meira
Brasilíski knattspyrnumaðurinn Ronaldinho er sloppinn úr fangelsi eftir að hafa aðeins verið inn í 32 daga af sex mánaða dóm. Hann má samt ekki yfirgefa Paragvæ. Ronaldinho er laus úr fangelsinu í Paragvæ en hann er um leið kominn í annars konar fangelsi. Fjórum klukkutímum eftir að dómari í Paragvæ leyfði Ronaldinho og bróður hans að fá leyfi til að fara í stofufangelsi, í stað þess að vera í alvöru fangelsi, þá mættu þeir bræður og innrituðu sig inn á lúxushótel í Asuncion, höfuðborg Paragvæ. Ronaldinho og bróðir hans Roberto de Assis höfðu borgað samtals 1,3 milljónir punda í tryggingu sem gera 230 milljónir íslenskra króna. Það var mikill fjölmiðlasirkus fyrir framan hótelið þegar Ronaldinho mætti eins og sjá má í þessari frétt hér fyrir neðan. Klippa: Ronaldinho laus úr fangelsi Í fréttinni má sjá dómarann tala við Ronaldinho og bróður hans í gegnum síma og fullvissa sig um að þeir skildu hvað væri í gangi. Að því loknu voru bræðurnir fljótir að drífa sig út úr fangelsinu. Ronaldinho og bróðir hans fengu sex mánaða dóm fyrir að reyna að komast inn í landsliðið á fölsku vegabréfi en brasilísk stjórnvöld höfðu tekið vegabréfið af Ronaldinho fyrir að brjóta umhverfislög heima fyrir. Ronaldinho gæti fengið fimm ára dóm í heimalandinu fyrir að nota falsað vegabréf en Ronaldinho sagði hafa fengið það af gjöf frá brasilíska viðskiptamanninum Wilmondes Sousa Liria sem endaði líka í fangelsi. Ronaldinho fór til Paragvæ til að kynna nýja sjálfsævisögu sína en í hana vantar náttúrulega þetta ævintýri hans. Ronaldinho vakti heimsathygli þegar hann fór á kostum í fótboltaleik innan veggja fangelsisins en í því voru 150 aðrir hættulegir glæpamenn sem höfðu gerst sekir um skelfilega glæpi. Ronaldinho var kosinn besti knattspyrnumaður heims hjá FIFA árin 2004 og 2005 en hann spilaði með Barcelona frá 2003 til 2008. Lítið varð úr ferli Ronaldinho eftir það enda þekktari fyrir ljúfa lífið utan vallar en það sem hann skilaði til sinna liða inn á vellinum. Það efast samt enginn knattspyrnuáhugamaður um það að Ronaldinho var algjör listamaður inn á fótboltavellinum þegar hann var á hápunkti ferils síns.
Fótbolti Paragvæ Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Sjá meira