Fréttir á tímum veirunnar Hjálmar Jónsson skrifar 6. apríl 2020 18:00 Aldrei er mikilvægi upplýsingakerfis samfélagsins og ritstýrðra fjölmiðla, sem bera það uppi, augljósara en á tímum eins og þessum þegar öllu skiptir að almenningur fái áreiðanlegar og greinargóðar upplýsingar um aðstæður í samfélaginu og ástæður aðgerða sem allur almenningur þarf að taka þátt í til þess að þær nái tilætluðum árangri. Skilningi á þessum veruleika er ekki síst að þakka það hversu vel hefur tekist til við að virkja allan almenning í baráttu við þann vágest sem veiran COVID-19 sannarlega er. Daglegir upplýsingafundir þríeykisins frá upphafi faraldursins eru til fyrirmyndar og forsenda þess trúverðugleika sem aðgerðir til þess að berjast við hann hafa í huga almennings. Gagnsæi og gagnrýnin umfjöllun er það sem fólk horfir til á tímum eins og þessum og mikilvægi hefðbundinna fjölmiðla er meira en ella vegna útbreiddrar notkunar samfélagsmiðla og viðhorfa sem þar koma fram sem oft og tíðum eiga sér ekki stoð í veruleikanum. Almenningur þarf sannreyndar upplýsingar og þær fær hann í hefðbundnum ritstýrðum fjölmiðlum. Nú þarf ekki að fjölyrða um erfiðar rekstraraðstæður einkarekinna fjölmiðla hér á landi og annars staðar í heiminum. Fáar ef nokkrar starfsgreinar hafa mátt þola jafn stórfelldar breytingar og fölmiðlar hafa mátt upplifa á síðustu 30 árum. Margvíslega tækifæri eru vissulega fólgin í þeirri þróun, að mínu mati, en það breytir ekki þeirri staðreynd að tekjumódel fjölmiðla er í uppnámi og hefur verið síðustu 15-20 árin. Það er augljóst öllum sem til þekkja að komið er að sársaukamörkum í þeim efnum. Almenningur þarf að fjármagna upplýsingakerfi samfélagsins með einum eða öðrum hætti nú um stundir, eins og hann gerði forðum með áskrfitum sínum, sem jafnframt voru lengst af undirstaða auglýsingatekna hefðbundinna fjölmiðla. Almenningur fjármagnar auðvitað fjölmiðla í samfélagseigu, eins og hefð er fyrir, en við þurfum að horfa til þess hvernig hægt er að tryggja rekstrargrunn einkrekinna fjölmiðla einnig. Stærstur hluti frétta sem birtast daglega og eiga erindi við almenning er birtur í þeim. Menntamálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um stuðningt við fjölmiðla. Það er góðra gjalda vert, þó mun lengra þurfi að ganga að mínu viti. Aðstæður nú kalla hins vegar á aðgerðir strax. Það er augljóst að fjölmiðlar eru að verða fyrir tekjutapi vegna þeirra hremminga sem efnahagslífið er í vegna faraldursins. Það er jafn augljóst að fjölmiðlar geta ekki nýtt sér úrræði um skert starfshlutfall, þar sem að aldrei er meiri þörf fyrir upplýsta og vandaða umfjöllun en einmitt nú. Nágrannar okkar í Danmörku og Svíþjóð hafa þegar brugðist við með sértækum aðgerðum til styrktar fjölmiðlum og ég vil hér með skora á íslensk stjórnvöld að bregðast við með sambærilegum hætti. Stjórnvöld hafa hingað til sýnt að þau geta brugðist við hratt og markvisst og ég hef fulla trú á að þau geti einnig gert það í þessum efnum. Höfundur er formaður BÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjálmar Jónsson Mest lesið Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Aldrei er mikilvægi upplýsingakerfis samfélagsins og ritstýrðra fjölmiðla, sem bera það uppi, augljósara en á tímum eins og þessum þegar öllu skiptir að almenningur fái áreiðanlegar og greinargóðar upplýsingar um aðstæður í samfélaginu og ástæður aðgerða sem allur almenningur þarf að taka þátt í til þess að þær nái tilætluðum árangri. Skilningi á þessum veruleika er ekki síst að þakka það hversu vel hefur tekist til við að virkja allan almenning í baráttu við þann vágest sem veiran COVID-19 sannarlega er. Daglegir upplýsingafundir þríeykisins frá upphafi faraldursins eru til fyrirmyndar og forsenda þess trúverðugleika sem aðgerðir til þess að berjast við hann hafa í huga almennings. Gagnsæi og gagnrýnin umfjöllun er það sem fólk horfir til á tímum eins og þessum og mikilvægi hefðbundinna fjölmiðla er meira en ella vegna útbreiddrar notkunar samfélagsmiðla og viðhorfa sem þar koma fram sem oft og tíðum eiga sér ekki stoð í veruleikanum. Almenningur þarf sannreyndar upplýsingar og þær fær hann í hefðbundnum ritstýrðum fjölmiðlum. Nú þarf ekki að fjölyrða um erfiðar rekstraraðstæður einkarekinna fjölmiðla hér á landi og annars staðar í heiminum. Fáar ef nokkrar starfsgreinar hafa mátt þola jafn stórfelldar breytingar og fölmiðlar hafa mátt upplifa á síðustu 30 árum. Margvíslega tækifæri eru vissulega fólgin í þeirri þróun, að mínu mati, en það breytir ekki þeirri staðreynd að tekjumódel fjölmiðla er í uppnámi og hefur verið síðustu 15-20 árin. Það er augljóst öllum sem til þekkja að komið er að sársaukamörkum í þeim efnum. Almenningur þarf að fjármagna upplýsingakerfi samfélagsins með einum eða öðrum hætti nú um stundir, eins og hann gerði forðum með áskrfitum sínum, sem jafnframt voru lengst af undirstaða auglýsingatekna hefðbundinna fjölmiðla. Almenningur fjármagnar auðvitað fjölmiðla í samfélagseigu, eins og hefð er fyrir, en við þurfum að horfa til þess hvernig hægt er að tryggja rekstrargrunn einkrekinna fjölmiðla einnig. Stærstur hluti frétta sem birtast daglega og eiga erindi við almenning er birtur í þeim. Menntamálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um stuðningt við fjölmiðla. Það er góðra gjalda vert, þó mun lengra þurfi að ganga að mínu viti. Aðstæður nú kalla hins vegar á aðgerðir strax. Það er augljóst að fjölmiðlar eru að verða fyrir tekjutapi vegna þeirra hremminga sem efnahagslífið er í vegna faraldursins. Það er jafn augljóst að fjölmiðlar geta ekki nýtt sér úrræði um skert starfshlutfall, þar sem að aldrei er meiri þörf fyrir upplýsta og vandaða umfjöllun en einmitt nú. Nágrannar okkar í Danmörku og Svíþjóð hafa þegar brugðist við með sértækum aðgerðum til styrktar fjölmiðlum og ég vil hér með skora á íslensk stjórnvöld að bregðast við með sambærilegum hætti. Stjórnvöld hafa hingað til sýnt að þau geta brugðist við hratt og markvisst og ég hef fulla trú á að þau geti einnig gert það í þessum efnum. Höfundur er formaður BÍ
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun