Rétti dómaranum tönnina sína og hélt svo áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2020 10:30 Brasilíumaðurinn Glover Teixeira fagnar sigrinum á Anthony Smith í nótt. Getty/Douglas P. DeFelice Glover Texeira er kannski orðinn fertugur en hann gefur ekkert í búrinu og sýndi það heldur betur í sigri sínum á Anthony „Ljónshjarta“ Smith í UFC bardaga í nótt. Glover Texeira og Anthony Smith mættust þá í Jacksonville í Flórída fylki í Bandaríkjunum þar sem UFC hefur fundið sér samastað í kórónuveirufaraldrinum. Brasilíumaðurinn Glover Texeira er á miklu skriði og nálgast nú titilbardaga eftir fjórða sigurinn í röð. Það þurfti að stoppa bardaganna í fimmtu lotu en þá hafði Glover Texeira farið ansi illa með Anthony Smith. Hér fyrir neðan má sjá upptalningu á meiðslum Smith í þessum bardaga. Anthony Smith confirmed losing permanent teeth, among other injuries suffered at #UFCJax(via @arielhelwani) pic.twitter.com/c4V5wjFhrx— ESPN MMA (@espnmma) May 14, 2020 Hann nefbrotnaði, augntóftarbeinið brotnaði og hann missti tvær tennur. Önnur þeirra var framtönn en hin var baka til. Anthony Smith er níu árum yngri og byrjaði bardagann betur en Glover Texeira en bardaginn snerist í lok annarrar lotu eftir stórsókn frá Texeira. Anthony hefur gælunafnið „Ljónshjarta“ og hann stóð undir nafni í nótt með því að gefast aldrei upp í bardaganum þrátt fyrir að það væri farið að sjá verulega á honum. "My teeth are falling out." #UFCJAX pic.twitter.com/FPeJ9181j0— UFC (@ufc) May 14, 2020 Anthony „Ljónshjarta“ hætti ekki einu sinni þegar hann missti tvær tennur í bardaganum. Hann meira að segja rétti dómaranum aðra tönnina á meðan það var verið að lumbra á honum. Hér fyrir neðan er Smith nýbúinn að láta dómarann fá tönnina og Texeira biður hann afsökunar á barsmíðunum. Þeir eru greinilega ágætir vinir þrátt fyrir allt saman. Part of the job You'll never hear a more honest fight exchange. #UFCJAX pic.twitter.com/EBJgVJmRcx— UFC (@ufc) May 14, 2020 „Ég náði ekki að halda munnstykkinu inni af því að það vantaði tönnina. Ég horfði þá niður og sá að tönnin mín var á dúknum. Ég tók hana upp og rétti dómaranum hans,“ sagði Anthony Smith í smáskilaboðum til Ariel Helwani, hins heimsþekkta MMA blaðamanns. „Þetta snýst ekki um hvernig þú slærð heldur hversu fast þú slærð og að þú sækir alltaf fram. Það er það sem þetta snýst um,“ sagði Glover Teixeira eftir bardagann. MMA Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Dagskráin í dag: Man. Utd gegn Úlfunum og bikardráttur Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt „Byrjaði þegar Ingi fór með okkur í keilu í vikunni“ Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Tryggvi reif til sín flest fráköst Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Ísland lauk keppni á EM Sjá meira
Glover Texeira er kannski orðinn fertugur en hann gefur ekkert í búrinu og sýndi það heldur betur í sigri sínum á Anthony „Ljónshjarta“ Smith í UFC bardaga í nótt. Glover Texeira og Anthony Smith mættust þá í Jacksonville í Flórída fylki í Bandaríkjunum þar sem UFC hefur fundið sér samastað í kórónuveirufaraldrinum. Brasilíumaðurinn Glover Texeira er á miklu skriði og nálgast nú titilbardaga eftir fjórða sigurinn í röð. Það þurfti að stoppa bardaganna í fimmtu lotu en þá hafði Glover Texeira farið ansi illa með Anthony Smith. Hér fyrir neðan má sjá upptalningu á meiðslum Smith í þessum bardaga. Anthony Smith confirmed losing permanent teeth, among other injuries suffered at #UFCJax(via @arielhelwani) pic.twitter.com/c4V5wjFhrx— ESPN MMA (@espnmma) May 14, 2020 Hann nefbrotnaði, augntóftarbeinið brotnaði og hann missti tvær tennur. Önnur þeirra var framtönn en hin var baka til. Anthony Smith er níu árum yngri og byrjaði bardagann betur en Glover Texeira en bardaginn snerist í lok annarrar lotu eftir stórsókn frá Texeira. Anthony hefur gælunafnið „Ljónshjarta“ og hann stóð undir nafni í nótt með því að gefast aldrei upp í bardaganum þrátt fyrir að það væri farið að sjá verulega á honum. "My teeth are falling out." #UFCJAX pic.twitter.com/FPeJ9181j0— UFC (@ufc) May 14, 2020 Anthony „Ljónshjarta“ hætti ekki einu sinni þegar hann missti tvær tennur í bardaganum. Hann meira að segja rétti dómaranum aðra tönnina á meðan það var verið að lumbra á honum. Hér fyrir neðan er Smith nýbúinn að láta dómarann fá tönnina og Texeira biður hann afsökunar á barsmíðunum. Þeir eru greinilega ágætir vinir þrátt fyrir allt saman. Part of the job You'll never hear a more honest fight exchange. #UFCJAX pic.twitter.com/EBJgVJmRcx— UFC (@ufc) May 14, 2020 „Ég náði ekki að halda munnstykkinu inni af því að það vantaði tönnina. Ég horfði þá niður og sá að tönnin mín var á dúknum. Ég tók hana upp og rétti dómaranum hans,“ sagði Anthony Smith í smáskilaboðum til Ariel Helwani, hins heimsþekkta MMA blaðamanns. „Þetta snýst ekki um hvernig þú slærð heldur hversu fast þú slærð og að þú sækir alltaf fram. Það er það sem þetta snýst um,“ sagði Glover Teixeira eftir bardagann.
MMA Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Dagskráin í dag: Man. Utd gegn Úlfunum og bikardráttur Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt „Byrjaði þegar Ingi fór með okkur í keilu í vikunni“ Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Tryggvi reif til sín flest fráköst Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Ísland lauk keppni á EM Sjá meira