M&C Saatchi stolt af því að hafa orðið fyrir valinu Andri Eysteinsson skrifar 13. maí 2020 21:51 Teymi auglýsingastofunnar í New York skálaði fyrir því að hafa orðið fyrir valinu í útboði vegna nýrrar herferðar. M&C Saatchi Auglýsingastofan M&C Saatchi er stolt að hafa orðið fyrir valinu í útboði vegna nýrrar markaðsherferðar fyrir íslenska ferðaþjónustu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stofunni. Íslenskar auglýsingastofur hafa gagnrýnt þá ákvörðun að eitt stærsta verkefni á íslenskum markaði falli í skaut breskrar auglýsingastofu. Íslandsstofa mun verja 300 milljónum króna í auglýsingaherferðina sem M&C Saatchi og íslenska auglýsingastofan Peel munu vinna. Ríkið mun alls verja einum og hálfum milljarði í verkefnið sem ber heitið Ísland – saman í sókn. „M&C Saatchi lýsir yfir mikilli ánægju með að fá að vinna að þessari herferð til að markaðssetja það dásamlega land sem Ísland er. Við undirbúninginn söfnuðum við saman okkar besta fólki frá fjölmörgum löndum, sérfræðinga á ólíkum sviðum. Því meira sem við unnum að tillögu okkar að herferðinni þeim mun sannfærðari urðum við um eftirfarandi: Í fyrsta lagi hversu einstakt og magnað landið sem þið eigið er og í öðru lagi hversu mikil forréttindi það eru að fá að taka þátt í að koma ferðaþjónustunni aftur á réttan kjöl til að styðja við alla Íslendinga,“ segir í tilkynningunni. Þá svarar stofan einnig frétt Morgunblaðsins sem greindi í morgun frá rannsókn á fjárhagslegum málefnum eignarhaldsfélagsins sem stofan tilheyrir. Ríkið mun verja einum og hálfum milljarði í verkefnið sem ber heitið Ísland – saman í sókn. „Það var aldrei ætlan okkar að leyna neinu hvað þetta varðar. Fjallað hefur verið um þetta mál nokkuð ítarlega í breskum og alþjóðlegum fjölmiðlum. Um er að ræða gamalt mál sem tengist eingöngu málefnum eignarhaldsfélagsins og ferlum þess við upplýsingagjöf sem skráð félag. Mikilvægt er að fram komi að félagið upplýsti um það að eigin frumkvæði. Í kjölfarið hefur umrætt vinnulag verið endurskoðað og nýr fjármálastjóri og algjörlega nýtt fjármálateymi hafa tekið við hjá eignarhaldsfélaginu. Enginn þeirra sem ábyrgð báru starfa þar lengur. Málið hefur jafnframt engin áhrif haft á þau dótturfélög M&C Saatchi Group sem unnu að sigurtillögunni að komandi markaðsherferð íslenskrar ferðaþjónustu. Ekkert þessara dótturfyrirtækja og eða einstaklingar innan þeirra tengdust málinu sem fjallað er um í umræddri frétt Morgunblaðsins,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningunni segir að stofan hafi áður unnið að sambærilegum verkefnum með stjórnvöldum annarra landa, til dæmis Nýja Sjálandi, Bretlandi, Ástralíu og Bandaríkjunum. Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Sjá meira
Auglýsingastofan M&C Saatchi er stolt að hafa orðið fyrir valinu í útboði vegna nýrrar markaðsherferðar fyrir íslenska ferðaþjónustu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stofunni. Íslenskar auglýsingastofur hafa gagnrýnt þá ákvörðun að eitt stærsta verkefni á íslenskum markaði falli í skaut breskrar auglýsingastofu. Íslandsstofa mun verja 300 milljónum króna í auglýsingaherferðina sem M&C Saatchi og íslenska auglýsingastofan Peel munu vinna. Ríkið mun alls verja einum og hálfum milljarði í verkefnið sem ber heitið Ísland – saman í sókn. „M&C Saatchi lýsir yfir mikilli ánægju með að fá að vinna að þessari herferð til að markaðssetja það dásamlega land sem Ísland er. Við undirbúninginn söfnuðum við saman okkar besta fólki frá fjölmörgum löndum, sérfræðinga á ólíkum sviðum. Því meira sem við unnum að tillögu okkar að herferðinni þeim mun sannfærðari urðum við um eftirfarandi: Í fyrsta lagi hversu einstakt og magnað landið sem þið eigið er og í öðru lagi hversu mikil forréttindi það eru að fá að taka þátt í að koma ferðaþjónustunni aftur á réttan kjöl til að styðja við alla Íslendinga,“ segir í tilkynningunni. Þá svarar stofan einnig frétt Morgunblaðsins sem greindi í morgun frá rannsókn á fjárhagslegum málefnum eignarhaldsfélagsins sem stofan tilheyrir. Ríkið mun verja einum og hálfum milljarði í verkefnið sem ber heitið Ísland – saman í sókn. „Það var aldrei ætlan okkar að leyna neinu hvað þetta varðar. Fjallað hefur verið um þetta mál nokkuð ítarlega í breskum og alþjóðlegum fjölmiðlum. Um er að ræða gamalt mál sem tengist eingöngu málefnum eignarhaldsfélagsins og ferlum þess við upplýsingagjöf sem skráð félag. Mikilvægt er að fram komi að félagið upplýsti um það að eigin frumkvæði. Í kjölfarið hefur umrætt vinnulag verið endurskoðað og nýr fjármálastjóri og algjörlega nýtt fjármálateymi hafa tekið við hjá eignarhaldsfélaginu. Enginn þeirra sem ábyrgð báru starfa þar lengur. Málið hefur jafnframt engin áhrif haft á þau dótturfélög M&C Saatchi Group sem unnu að sigurtillögunni að komandi markaðsherferð íslenskrar ferðaþjónustu. Ekkert þessara dótturfyrirtækja og eða einstaklingar innan þeirra tengdust málinu sem fjallað er um í umræddri frétt Morgunblaðsins,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningunni segir að stofan hafi áður unnið að sambærilegum verkefnum með stjórnvöldum annarra landa, til dæmis Nýja Sjálandi, Bretlandi, Ástralíu og Bandaríkjunum.
Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Sjá meira