Landsframleiðsla gæti dregist saman um 13% vegna veirunnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. maí 2020 13:26 Konráð S. Guðjónsson hagfræðingur Viðskiptaráðs Landsframleiðsla gæti dregist saman um 13 prósent á árinu vegna kórónuveirunnar samkvæmt sviðsmyndagreiningu Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs Íslands. Það kæmi Konráði S. Guðjónssyni, aðalhagfræðingi Viðskiptaráðs Íslands, á óvart ef Seðlabankinn lækkar ekki vexti í næstu viku þegar peningastefnunefnd tilkynnir um ákvörðun bankans. „Þetta er það sem er að gerast núna með fækkun ferðamanna og allra þessa beinu og óbeinu áhrifa sem hljótast vegna heimsfaraldursins. Við horfum fram á verulegan samdrátt í landsframleiðslu í ár. Það er mikil óvissa uppi en eins og við teiknum upp í þessari greiningu þá gerum við ráð fyrir átta til átján prósenta samdrætti í landsframleiðslu. Þrettán prósenta samdrætti samkvæmt grunnsviðsmynd. Hvar nákvæmlega á þessu bili samdrátturinn verður er erfitt að segja til um en við teljum þessar sviðsmyndir raunhæfar. Það kallar á að þeim sé tekið alvarlega að hagstjórn og öll viðbrögð miði við að þetta verði mikið högg.“ Konráð væntir þess að Seðlabankinn lækki stýrivexti í næstu viku þegar peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnir um næstu ákvörðun bankans. „Aðstæðurnar hafa mikið breyst og myndin hefur aðeins skýrst frá því í mars þegar það heyrðist síðast frá Seðlabankanum og myndin er dekkri frekar en hitt síðan þá þannig að það kæmi mjög á óvart ef ekki yrðu stigin myndarleg skref í næstu viku.“ Hann segir Seðlabanka í löndunum sem við berum okkur saman við hafa gengið mun lengra en hinum íslenska í að lækka vexti. Sumir séu jafnvel komnir með neikvæða stýrivexti til að smyrja hjól efnahagslífsins. „Það eru önnur rök fyrir því að Seðlabankinn hefur mikið svigrúm til að hjálpa. Hann er náttúrulega með hærri vexti en í flestum okkar viðskiptalöndum. Hann hefur ekki beitt skuldabréfakaupum eins og seðlabankar erlendis hafa gert í gríð og erg þannig að hann hefur fullt af vopnum í vopnabúrinu sem hann getur nýtt, og hefur forsendur til að nýta, vegna stöðunnar sem er að teiknast upp.“ Sviðsmyndagreining Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs Íslands var unninn áður en stjórnvöld tilkynntu um tilslakanir á ferðatakmörkunum. „Þær sannarlega gætu fært okkur að mildari sviðsmyndum en ég held það sé fullsnemmt að fara að fullyrða um það því það eru enn ferðatakmarkanir í öðrum löndum og miðað við könnun frá bandaríkjunum þá er ferðavilji og vilji til að ferðast með flugvélum takmarkaður að því er virðist. Við verðum bara að bíða og sjá hvernig þetta þróast. Þetta er þó vissulega gott skref og vonandi hjálpar það okkur að færast nær mildari sviðsmyndum en þeim dekkri.“ Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sjá fram á lengri kórónuveirukreppu Forsvarsmenn fyrirtækja innan vébanda Samtaka atvinnulífsins áætla að frekari uppsagnir séu væntanlegar og að kórónuveirukreppan verði lengri en þeir töldu. 12. maí 2020 09:38 Töluverður tekjusamdráttur hjá stærstu drykkjarvöruframleiðendum landsins vegna Covid-19 Bæði Ölgerðin og Coca-Cola á Íslandi hafa þurft að nýta sér úrræði ríkisstjórnar sem snýr að hlutabótum en hjá Ölgerðinni hafa alls 115 starfsmenn farið á hlutabætur og hjá Coca-Cola 60 starfsmenn þegar mest var. Hvorugt fyrirtækið hefur sagt upp starfsfólki. 8. maí 2020 07:00 9% samdráttur á árinu samkvæmt sviðsmyndagreiningu stjórnvalda Hagkerfið gæti aftur á móti vaxið um fimm prósent strax á næsta ári. Atvinnuleysi á ársgrundvelli gæti farið yfir 10%. 7. maí 2020 19:24 Mest lesið „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Sjá meira
Landsframleiðsla gæti dregist saman um 13 prósent á árinu vegna kórónuveirunnar samkvæmt sviðsmyndagreiningu Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs Íslands. Það kæmi Konráði S. Guðjónssyni, aðalhagfræðingi Viðskiptaráðs Íslands, á óvart ef Seðlabankinn lækkar ekki vexti í næstu viku þegar peningastefnunefnd tilkynnir um ákvörðun bankans. „Þetta er það sem er að gerast núna með fækkun ferðamanna og allra þessa beinu og óbeinu áhrifa sem hljótast vegna heimsfaraldursins. Við horfum fram á verulegan samdrátt í landsframleiðslu í ár. Það er mikil óvissa uppi en eins og við teiknum upp í þessari greiningu þá gerum við ráð fyrir átta til átján prósenta samdrætti í landsframleiðslu. Þrettán prósenta samdrætti samkvæmt grunnsviðsmynd. Hvar nákvæmlega á þessu bili samdrátturinn verður er erfitt að segja til um en við teljum þessar sviðsmyndir raunhæfar. Það kallar á að þeim sé tekið alvarlega að hagstjórn og öll viðbrögð miði við að þetta verði mikið högg.“ Konráð væntir þess að Seðlabankinn lækki stýrivexti í næstu viku þegar peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnir um næstu ákvörðun bankans. „Aðstæðurnar hafa mikið breyst og myndin hefur aðeins skýrst frá því í mars þegar það heyrðist síðast frá Seðlabankanum og myndin er dekkri frekar en hitt síðan þá þannig að það kæmi mjög á óvart ef ekki yrðu stigin myndarleg skref í næstu viku.“ Hann segir Seðlabanka í löndunum sem við berum okkur saman við hafa gengið mun lengra en hinum íslenska í að lækka vexti. Sumir séu jafnvel komnir með neikvæða stýrivexti til að smyrja hjól efnahagslífsins. „Það eru önnur rök fyrir því að Seðlabankinn hefur mikið svigrúm til að hjálpa. Hann er náttúrulega með hærri vexti en í flestum okkar viðskiptalöndum. Hann hefur ekki beitt skuldabréfakaupum eins og seðlabankar erlendis hafa gert í gríð og erg þannig að hann hefur fullt af vopnum í vopnabúrinu sem hann getur nýtt, og hefur forsendur til að nýta, vegna stöðunnar sem er að teiknast upp.“ Sviðsmyndagreining Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs Íslands var unninn áður en stjórnvöld tilkynntu um tilslakanir á ferðatakmörkunum. „Þær sannarlega gætu fært okkur að mildari sviðsmyndum en ég held það sé fullsnemmt að fara að fullyrða um það því það eru enn ferðatakmarkanir í öðrum löndum og miðað við könnun frá bandaríkjunum þá er ferðavilji og vilji til að ferðast með flugvélum takmarkaður að því er virðist. Við verðum bara að bíða og sjá hvernig þetta þróast. Þetta er þó vissulega gott skref og vonandi hjálpar það okkur að færast nær mildari sviðsmyndum en þeim dekkri.“
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sjá fram á lengri kórónuveirukreppu Forsvarsmenn fyrirtækja innan vébanda Samtaka atvinnulífsins áætla að frekari uppsagnir séu væntanlegar og að kórónuveirukreppan verði lengri en þeir töldu. 12. maí 2020 09:38 Töluverður tekjusamdráttur hjá stærstu drykkjarvöruframleiðendum landsins vegna Covid-19 Bæði Ölgerðin og Coca-Cola á Íslandi hafa þurft að nýta sér úrræði ríkisstjórnar sem snýr að hlutabótum en hjá Ölgerðinni hafa alls 115 starfsmenn farið á hlutabætur og hjá Coca-Cola 60 starfsmenn þegar mest var. Hvorugt fyrirtækið hefur sagt upp starfsfólki. 8. maí 2020 07:00 9% samdráttur á árinu samkvæmt sviðsmyndagreiningu stjórnvalda Hagkerfið gæti aftur á móti vaxið um fimm prósent strax á næsta ári. Atvinnuleysi á ársgrundvelli gæti farið yfir 10%. 7. maí 2020 19:24 Mest lesið „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Sjá meira
Sjá fram á lengri kórónuveirukreppu Forsvarsmenn fyrirtækja innan vébanda Samtaka atvinnulífsins áætla að frekari uppsagnir séu væntanlegar og að kórónuveirukreppan verði lengri en þeir töldu. 12. maí 2020 09:38
Töluverður tekjusamdráttur hjá stærstu drykkjarvöruframleiðendum landsins vegna Covid-19 Bæði Ölgerðin og Coca-Cola á Íslandi hafa þurft að nýta sér úrræði ríkisstjórnar sem snýr að hlutabótum en hjá Ölgerðinni hafa alls 115 starfsmenn farið á hlutabætur og hjá Coca-Cola 60 starfsmenn þegar mest var. Hvorugt fyrirtækið hefur sagt upp starfsfólki. 8. maí 2020 07:00
9% samdráttur á árinu samkvæmt sviðsmyndagreiningu stjórnvalda Hagkerfið gæti aftur á móti vaxið um fimm prósent strax á næsta ári. Atvinnuleysi á ársgrundvelli gæti farið yfir 10%. 7. maí 2020 19:24