Warren sögð ætla að draga framboð sitt til baka Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2020 15:58 Warren varð lítt ágegnt í forvalinu og lenti aðeins í þriðja sæti í heimaríki sínu Massachusetts á þriðjudag. AP/Patrick Semansky Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, ætlar að tilkynna stuðningsmönnum sínum að hún ætli að draga framboð sitt í forvali Demókrataflokksins til baka í dag. Bandarískir fjölmiðlar hafa þetta eftir heimildum sínum. Á tímabili í fyrra mældist Warren með næstmestan stuðning frambjóðenda í forvalinu á landsvísu. Henni varð þó aldrei sérstaklega ágengt eftir að forvalið hófst í febrúar og endaði hún aldrei hærra en í þriðja sæti í neinu ríki. Warren lenti meðal annars í þriðja sæti í heimaríki sínu Massachusetts, á eftir Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, og Bernie Sanders, óháða öldungadeildarþingmanninum frá Vermont. Bæði Sanders og Biden hafa rætt við Warren eftir forvölin sem fóru fram í fjórtán ríkjum á þriðjudag. Talið er að eftir miklu sé að slægjast fyrir þá báða að tryggja sér stuðningsyfirlýsingu Warren. Hún er þó sögð ætla að bíða með slíkt og leggjast undir feld til að ákveða hvort hún taki afstöðu til frambjóðendanna sem eftir eru. New York Times segir að þó að Warren hafi aldrei náð að setja mark sitt á forvalið eins og hún vonaðist til hafi hún nær upp á eigin spýtur kippt fótunum undan framboði milljarðamæringsins Michaels Bloomberg með beittri gagnrýni á hann í sjónvarpskappræðum. Á þriðja tug frambjóðenda hófu kosningabaráttu fyrir forval Demókrataflokksins og var hópnum lýst sem þeim fjölbreyttasta frá upphafi. Eftir brotthvarf Warren stendur valið nú hins vegar í reynd á milli tveggja hvítra karlmanna á áttræðisaldri. Auk þeirra Biden og Sanders hangir þó Tulsi Gabbard, fulltrúadeildarþingmaður frá Havaí, enn inni í keppninni. Pete Buttigieg, sem vann sigur í fyrsta forvalinu í Iowa, dró framboð sitt til baka og lýsti stuðningi við Biden eftir forvalið í Suður-Karólínu um síðustu helgi. Amy Klobuchar, öldungadeildarþingmaður frá Minnesota, fylgdi í fótspor Buttigieg og lagði lóð sitt á vogarskálar fyrrverandi varaforsetans. Bloomberg lagði árar í bát eftir ofurþriðjudaginn svonefnda þar sem hann náði aðeins að landa sigri á Bandarísku Samóaeyjum. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Biden snýr við taflinu Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur snúið gengi sínu í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar algerlega við. 4. mars 2020 10:46 Klobuchar dregur framboð sitt til baka og styður Biden Öldungadeildarþingmaðurinn Amy Klobuchar hefur ákveðið að draga framboð sitt í forvali Demókrata vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum til baka. 2. mars 2020 18:00 Pete Buttigieg dregur framboð sitt til baka Pete Buttigieg, sem sóst hefur eftir því að verða forsetaefni Demókrataflokksins, hefur misst dampinn að undanförnu. 1. mars 2020 22:21 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Sjá meira
Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, ætlar að tilkynna stuðningsmönnum sínum að hún ætli að draga framboð sitt í forvali Demókrataflokksins til baka í dag. Bandarískir fjölmiðlar hafa þetta eftir heimildum sínum. Á tímabili í fyrra mældist Warren með næstmestan stuðning frambjóðenda í forvalinu á landsvísu. Henni varð þó aldrei sérstaklega ágengt eftir að forvalið hófst í febrúar og endaði hún aldrei hærra en í þriðja sæti í neinu ríki. Warren lenti meðal annars í þriðja sæti í heimaríki sínu Massachusetts, á eftir Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, og Bernie Sanders, óháða öldungadeildarþingmanninum frá Vermont. Bæði Sanders og Biden hafa rætt við Warren eftir forvölin sem fóru fram í fjórtán ríkjum á þriðjudag. Talið er að eftir miklu sé að slægjast fyrir þá báða að tryggja sér stuðningsyfirlýsingu Warren. Hún er þó sögð ætla að bíða með slíkt og leggjast undir feld til að ákveða hvort hún taki afstöðu til frambjóðendanna sem eftir eru. New York Times segir að þó að Warren hafi aldrei náð að setja mark sitt á forvalið eins og hún vonaðist til hafi hún nær upp á eigin spýtur kippt fótunum undan framboði milljarðamæringsins Michaels Bloomberg með beittri gagnrýni á hann í sjónvarpskappræðum. Á þriðja tug frambjóðenda hófu kosningabaráttu fyrir forval Demókrataflokksins og var hópnum lýst sem þeim fjölbreyttasta frá upphafi. Eftir brotthvarf Warren stendur valið nú hins vegar í reynd á milli tveggja hvítra karlmanna á áttræðisaldri. Auk þeirra Biden og Sanders hangir þó Tulsi Gabbard, fulltrúadeildarþingmaður frá Havaí, enn inni í keppninni. Pete Buttigieg, sem vann sigur í fyrsta forvalinu í Iowa, dró framboð sitt til baka og lýsti stuðningi við Biden eftir forvalið í Suður-Karólínu um síðustu helgi. Amy Klobuchar, öldungadeildarþingmaður frá Minnesota, fylgdi í fótspor Buttigieg og lagði lóð sitt á vogarskálar fyrrverandi varaforsetans. Bloomberg lagði árar í bát eftir ofurþriðjudaginn svonefnda þar sem hann náði aðeins að landa sigri á Bandarísku Samóaeyjum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Biden snýr við taflinu Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur snúið gengi sínu í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar algerlega við. 4. mars 2020 10:46 Klobuchar dregur framboð sitt til baka og styður Biden Öldungadeildarþingmaðurinn Amy Klobuchar hefur ákveðið að draga framboð sitt í forvali Demókrata vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum til baka. 2. mars 2020 18:00 Pete Buttigieg dregur framboð sitt til baka Pete Buttigieg, sem sóst hefur eftir því að verða forsetaefni Demókrataflokksins, hefur misst dampinn að undanförnu. 1. mars 2020 22:21 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Sjá meira
Biden snýr við taflinu Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur snúið gengi sínu í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar algerlega við. 4. mars 2020 10:46
Klobuchar dregur framboð sitt til baka og styður Biden Öldungadeildarþingmaðurinn Amy Klobuchar hefur ákveðið að draga framboð sitt í forvali Demókrata vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum til baka. 2. mars 2020 18:00
Pete Buttigieg dregur framboð sitt til baka Pete Buttigieg, sem sóst hefur eftir því að verða forsetaefni Demókrataflokksins, hefur misst dampinn að undanförnu. 1. mars 2020 22:21