Iceweb-ráðstefnunni frestað en Íslensku vefverðlaunin standa Tinni Sveinsson skrifar 5. mars 2020 15:44 Steindi og Auddi tilkynna tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna 2020 á Vísi í hádeginu á morgun. Ákveðið hefur verið að fresta Iceweb-ráðstefnunni sem fara átti fram föstudaginn 13. mars. Ráðstefnan átti að vera í tengslum við Íslensku vefverðlaunin, sem verða haldin um kvöldið. Ákvörðunin er tekin í framhaldi af því að annar aðalfyrirlesari ráðstefnunnar, Pablo Stanley, ákvað að ferðast ekki til Íslands vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Einnig hafa aðrir erlendir fyrirlesarar verið að endurskoða afstöðu sína til ferðalaga. Unnið er að því að finna ráðstefnunni nýja dagsetningu í lok september eða byrjun október. Ekki stendur til að breyta neinu um dagskrá Íslensku vefverðlaunanna sem fara fram sama kvöld, föstudaginn 13. mars. Í tilkynningu frá SVEF, Samtökum vefiðnaðarins, kemur fram að fylgst verði með þróun mála í samfélaginu og brugðist við í takt við það. Tilnefningar til vefverðlaunanna verða formlega kynntar hér á Vísi klukkan tólf í hádeginu á morgun. Auðunn Blöndal og Steindi Jr. tóku það verkefni að sér en þeir verða einnig kynnar á verðlaunahátíðinni sjálfri. Hægt er að kynna sér verðlaunin nánar á Facebook og nálgast miða hjá Tix. Mörg verkefni berjast um hituna en á morgun verða tilnefnd þau fimm bestu í eftirfarandi flokkum: Fyrirtækjavefur ársins (fyrir lítil, meðalstór og stór fyrirtæki), Markaðsvefur ársins, Söluvefur ársins, Opinberi vefur ársins, Vefkerfi ársins, Samfélagsvefur ársins, Gæluverkefni ársins, Tæknilausn ársins, App ársins og Stafræn lausn ársins. Wuhan-veiran Tækni Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Ákveðið hefur verið að fresta Iceweb-ráðstefnunni sem fara átti fram föstudaginn 13. mars. Ráðstefnan átti að vera í tengslum við Íslensku vefverðlaunin, sem verða haldin um kvöldið. Ákvörðunin er tekin í framhaldi af því að annar aðalfyrirlesari ráðstefnunnar, Pablo Stanley, ákvað að ferðast ekki til Íslands vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Einnig hafa aðrir erlendir fyrirlesarar verið að endurskoða afstöðu sína til ferðalaga. Unnið er að því að finna ráðstefnunni nýja dagsetningu í lok september eða byrjun október. Ekki stendur til að breyta neinu um dagskrá Íslensku vefverðlaunanna sem fara fram sama kvöld, föstudaginn 13. mars. Í tilkynningu frá SVEF, Samtökum vefiðnaðarins, kemur fram að fylgst verði með þróun mála í samfélaginu og brugðist við í takt við það. Tilnefningar til vefverðlaunanna verða formlega kynntar hér á Vísi klukkan tólf í hádeginu á morgun. Auðunn Blöndal og Steindi Jr. tóku það verkefni að sér en þeir verða einnig kynnar á verðlaunahátíðinni sjálfri. Hægt er að kynna sér verðlaunin nánar á Facebook og nálgast miða hjá Tix. Mörg verkefni berjast um hituna en á morgun verða tilnefnd þau fimm bestu í eftirfarandi flokkum: Fyrirtækjavefur ársins (fyrir lítil, meðalstór og stór fyrirtæki), Markaðsvefur ársins, Söluvefur ársins, Opinberi vefur ársins, Vefkerfi ársins, Samfélagsvefur ársins, Gæluverkefni ársins, Tæknilausn ársins, App ársins og Stafræn lausn ársins.
Wuhan-veiran Tækni Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira