Snúið að afgreiða fulla flugvél á skömmum tíma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. maí 2020 16:07 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir alla sammála um að fara þessa leið. Það hafi verið ákveðið eftir djúpa umræðu þar sem málið var skoðað frá mörgum hliðum. Hér er Víðir með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur á blaðamannafundinum í dag. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir það stórt verkefni þegar boðið verður upp á skimun við kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Prófin séu aðeins hluti af öryggisventlinum við komu ferðamanna til landsins. Allir séu sammála um að fara þessa leið. Forsætisráðherra kynnti á blaðamannafundi í Safnahúsinu í dag afléttingu ferðatakmarkana sem taka gildi þann 15. júní. Þá geta þeir sem koma til Íslands sloppið við tveggja vikna sóttkví fari þeir í skimun. Víðir segir í samtali við fréttastofu að verkefnið sé stórt, flókiðog kalli á aðkomu margra til að tryggja að það gangi örugglega fyrir sig. Kallar á fjölmarga starfsmenn „Það er snúið að afgreiða eina flugvéla á stuttum tíma,“ segir Víðir og bendir á að vinnan þurfi að falla vel að skipulaginu á Keflavíkurflugvelli. Þetta kalli á mikla samvinnu. Ljóst er að verkefnið kallar á tugi fólks í vinnu á vellinum, allan sólarhringinn þegar fram í sækir. Nú er á dagskrá að leggjast yfir það og greina kostnaðinn. Fólk hafi ákveðna hugmynd um hvað þetta muni kosta en það þurfi að skoða. Vonir standa til að ferðamönnum fjölgi upp úr 15. júní þótt ekki sé reiknað með neinum fjölda í líkingu við það sem verið hefur undanfarin ár.Vísir/Vilhelm Víðir segir hluta ástæðunnar að grípa eigi til þessara aðgerða fyrr en síðar vera þá að geta keyrt alla verkferla með tiltölulega fáum ferðamönnum, eins og vænta má að staðan verði til að byrja með. „Þá getum við rekið okkur á hornin í þessum verkefnum áður en við fáum yfir okkur einhvern fjölda.“ Prófa í tvær vikur Önnur landamæri verði skoðuð í framhaldinu, þ.e. sjóleiðina á Seyðisfirði og svo flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum. Talað sé um að prófa aðgerðirnar í tvær vikur í Keflavík og meta svo stöðuna. Staðan á landamærunum í Seyðisfirði, Akureyri og Egilsstöðum verður líkast til skoðuð tveimur vikum eftir aðgerðirnar á Keflavíkurflugvelli 15. júní.Vísir/JóiK Víðir segir ljóst að mikill kostnaður sé fólginn í því að skima alla við komuna til landsins. Kostnaðargreining muni skera úr hvort það sé hagkvæmt en þó sé talið að það verði yfirstíganlegt. Ekki sé talið vitrænt að halda landinu lokuðu áfram. Prófin sem notast verður við á Keflavíkurflugvelli séu ekki pottþétt. Fylgjast með hverju skrefi ferðamannsins „Það er ekkert 100% í þessu, frekar en annað í þessum heimi. Þarna er tekin punktstaða sem segir hvort þú sért með veiruna á þeim tíma sem prófið er tekið,“ segir Víðir. Alltaf sé erfitt að greina einkennalaust fólk en prófið sé bara hluti aðgerðanna. Fylgjast á með ferðamanninum áður en hann fer af stað að heiman. Hann þurfi að veita upplýsingar, hlaða niður smitrakningarappinu og jafnvel fleirum og svo er fylgst með honum við komuna til landsins. Gengið sé úr skugga um að hann hafi þær upplýsingar sem hann þurfi að hafa til að láta vita ef hann finnur fyrir einkennum. Víðir segir þessa útfærslu eina af mörgum sem hafi verið skoðaðar. Allir séu sammála um að fara þessa leið en umræðan sem tekin hafi verið hafi verið djúp og skoðuð frá mörgum hliðum. Því ætti vonandi ekkert að koma á óvart. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir það stórt verkefni þegar boðið verður upp á skimun við kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Prófin séu aðeins hluti af öryggisventlinum við komu ferðamanna til landsins. Allir séu sammála um að fara þessa leið. Forsætisráðherra kynnti á blaðamannafundi í Safnahúsinu í dag afléttingu ferðatakmarkana sem taka gildi þann 15. júní. Þá geta þeir sem koma til Íslands sloppið við tveggja vikna sóttkví fari þeir í skimun. Víðir segir í samtali við fréttastofu að verkefnið sé stórt, flókiðog kalli á aðkomu margra til að tryggja að það gangi örugglega fyrir sig. Kallar á fjölmarga starfsmenn „Það er snúið að afgreiða eina flugvéla á stuttum tíma,“ segir Víðir og bendir á að vinnan þurfi að falla vel að skipulaginu á Keflavíkurflugvelli. Þetta kalli á mikla samvinnu. Ljóst er að verkefnið kallar á tugi fólks í vinnu á vellinum, allan sólarhringinn þegar fram í sækir. Nú er á dagskrá að leggjast yfir það og greina kostnaðinn. Fólk hafi ákveðna hugmynd um hvað þetta muni kosta en það þurfi að skoða. Vonir standa til að ferðamönnum fjölgi upp úr 15. júní þótt ekki sé reiknað með neinum fjölda í líkingu við það sem verið hefur undanfarin ár.Vísir/Vilhelm Víðir segir hluta ástæðunnar að grípa eigi til þessara aðgerða fyrr en síðar vera þá að geta keyrt alla verkferla með tiltölulega fáum ferðamönnum, eins og vænta má að staðan verði til að byrja með. „Þá getum við rekið okkur á hornin í þessum verkefnum áður en við fáum yfir okkur einhvern fjölda.“ Prófa í tvær vikur Önnur landamæri verði skoðuð í framhaldinu, þ.e. sjóleiðina á Seyðisfirði og svo flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum. Talað sé um að prófa aðgerðirnar í tvær vikur í Keflavík og meta svo stöðuna. Staðan á landamærunum í Seyðisfirði, Akureyri og Egilsstöðum verður líkast til skoðuð tveimur vikum eftir aðgerðirnar á Keflavíkurflugvelli 15. júní.Vísir/JóiK Víðir segir ljóst að mikill kostnaður sé fólginn í því að skima alla við komuna til landsins. Kostnaðargreining muni skera úr hvort það sé hagkvæmt en þó sé talið að það verði yfirstíganlegt. Ekki sé talið vitrænt að halda landinu lokuðu áfram. Prófin sem notast verður við á Keflavíkurflugvelli séu ekki pottþétt. Fylgjast með hverju skrefi ferðamannsins „Það er ekkert 100% í þessu, frekar en annað í þessum heimi. Þarna er tekin punktstaða sem segir hvort þú sért með veiruna á þeim tíma sem prófið er tekið,“ segir Víðir. Alltaf sé erfitt að greina einkennalaust fólk en prófið sé bara hluti aðgerðanna. Fylgjast á með ferðamanninum áður en hann fer af stað að heiman. Hann þurfi að veita upplýsingar, hlaða niður smitrakningarappinu og jafnvel fleirum og svo er fylgst með honum við komuna til landsins. Gengið sé úr skugga um að hann hafi þær upplýsingar sem hann þurfi að hafa til að láta vita ef hann finnur fyrir einkennum. Víðir segir þessa útfærslu eina af mörgum sem hafi verið skoðaðar. Allir séu sammála um að fara þessa leið en umræðan sem tekin hafi verið hafi verið djúp og skoðuð frá mörgum hliðum. Því ætti vonandi ekkert að koma á óvart.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira