Snúið að afgreiða fulla flugvél á skömmum tíma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. maí 2020 16:07 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir alla sammála um að fara þessa leið. Það hafi verið ákveðið eftir djúpa umræðu þar sem málið var skoðað frá mörgum hliðum. Hér er Víðir með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur á blaðamannafundinum í dag. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir það stórt verkefni þegar boðið verður upp á skimun við kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Prófin séu aðeins hluti af öryggisventlinum við komu ferðamanna til landsins. Allir séu sammála um að fara þessa leið. Forsætisráðherra kynnti á blaðamannafundi í Safnahúsinu í dag afléttingu ferðatakmarkana sem taka gildi þann 15. júní. Þá geta þeir sem koma til Íslands sloppið við tveggja vikna sóttkví fari þeir í skimun. Víðir segir í samtali við fréttastofu að verkefnið sé stórt, flókiðog kalli á aðkomu margra til að tryggja að það gangi örugglega fyrir sig. Kallar á fjölmarga starfsmenn „Það er snúið að afgreiða eina flugvéla á stuttum tíma,“ segir Víðir og bendir á að vinnan þurfi að falla vel að skipulaginu á Keflavíkurflugvelli. Þetta kalli á mikla samvinnu. Ljóst er að verkefnið kallar á tugi fólks í vinnu á vellinum, allan sólarhringinn þegar fram í sækir. Nú er á dagskrá að leggjast yfir það og greina kostnaðinn. Fólk hafi ákveðna hugmynd um hvað þetta muni kosta en það þurfi að skoða. Vonir standa til að ferðamönnum fjölgi upp úr 15. júní þótt ekki sé reiknað með neinum fjölda í líkingu við það sem verið hefur undanfarin ár.Vísir/Vilhelm Víðir segir hluta ástæðunnar að grípa eigi til þessara aðgerða fyrr en síðar vera þá að geta keyrt alla verkferla með tiltölulega fáum ferðamönnum, eins og vænta má að staðan verði til að byrja með. „Þá getum við rekið okkur á hornin í þessum verkefnum áður en við fáum yfir okkur einhvern fjölda.“ Prófa í tvær vikur Önnur landamæri verði skoðuð í framhaldinu, þ.e. sjóleiðina á Seyðisfirði og svo flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum. Talað sé um að prófa aðgerðirnar í tvær vikur í Keflavík og meta svo stöðuna. Staðan á landamærunum í Seyðisfirði, Akureyri og Egilsstöðum verður líkast til skoðuð tveimur vikum eftir aðgerðirnar á Keflavíkurflugvelli 15. júní.Vísir/JóiK Víðir segir ljóst að mikill kostnaður sé fólginn í því að skima alla við komuna til landsins. Kostnaðargreining muni skera úr hvort það sé hagkvæmt en þó sé talið að það verði yfirstíganlegt. Ekki sé talið vitrænt að halda landinu lokuðu áfram. Prófin sem notast verður við á Keflavíkurflugvelli séu ekki pottþétt. Fylgjast með hverju skrefi ferðamannsins „Það er ekkert 100% í þessu, frekar en annað í þessum heimi. Þarna er tekin punktstaða sem segir hvort þú sért með veiruna á þeim tíma sem prófið er tekið,“ segir Víðir. Alltaf sé erfitt að greina einkennalaust fólk en prófið sé bara hluti aðgerðanna. Fylgjast á með ferðamanninum áður en hann fer af stað að heiman. Hann þurfi að veita upplýsingar, hlaða niður smitrakningarappinu og jafnvel fleirum og svo er fylgst með honum við komuna til landsins. Gengið sé úr skugga um að hann hafi þær upplýsingar sem hann þurfi að hafa til að láta vita ef hann finnur fyrir einkennum. Víðir segir þessa útfærslu eina af mörgum sem hafi verið skoðaðar. Allir séu sammála um að fara þessa leið en umræðan sem tekin hafi verið hafi verið djúp og skoðuð frá mörgum hliðum. Því ætti vonandi ekkert að koma á óvart. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir það stórt verkefni þegar boðið verður upp á skimun við kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Prófin séu aðeins hluti af öryggisventlinum við komu ferðamanna til landsins. Allir séu sammála um að fara þessa leið. Forsætisráðherra kynnti á blaðamannafundi í Safnahúsinu í dag afléttingu ferðatakmarkana sem taka gildi þann 15. júní. Þá geta þeir sem koma til Íslands sloppið við tveggja vikna sóttkví fari þeir í skimun. Víðir segir í samtali við fréttastofu að verkefnið sé stórt, flókiðog kalli á aðkomu margra til að tryggja að það gangi örugglega fyrir sig. Kallar á fjölmarga starfsmenn „Það er snúið að afgreiða eina flugvéla á stuttum tíma,“ segir Víðir og bendir á að vinnan þurfi að falla vel að skipulaginu á Keflavíkurflugvelli. Þetta kalli á mikla samvinnu. Ljóst er að verkefnið kallar á tugi fólks í vinnu á vellinum, allan sólarhringinn þegar fram í sækir. Nú er á dagskrá að leggjast yfir það og greina kostnaðinn. Fólk hafi ákveðna hugmynd um hvað þetta muni kosta en það þurfi að skoða. Vonir standa til að ferðamönnum fjölgi upp úr 15. júní þótt ekki sé reiknað með neinum fjölda í líkingu við það sem verið hefur undanfarin ár.Vísir/Vilhelm Víðir segir hluta ástæðunnar að grípa eigi til þessara aðgerða fyrr en síðar vera þá að geta keyrt alla verkferla með tiltölulega fáum ferðamönnum, eins og vænta má að staðan verði til að byrja með. „Þá getum við rekið okkur á hornin í þessum verkefnum áður en við fáum yfir okkur einhvern fjölda.“ Prófa í tvær vikur Önnur landamæri verði skoðuð í framhaldinu, þ.e. sjóleiðina á Seyðisfirði og svo flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum. Talað sé um að prófa aðgerðirnar í tvær vikur í Keflavík og meta svo stöðuna. Staðan á landamærunum í Seyðisfirði, Akureyri og Egilsstöðum verður líkast til skoðuð tveimur vikum eftir aðgerðirnar á Keflavíkurflugvelli 15. júní.Vísir/JóiK Víðir segir ljóst að mikill kostnaður sé fólginn í því að skima alla við komuna til landsins. Kostnaðargreining muni skera úr hvort það sé hagkvæmt en þó sé talið að það verði yfirstíganlegt. Ekki sé talið vitrænt að halda landinu lokuðu áfram. Prófin sem notast verður við á Keflavíkurflugvelli séu ekki pottþétt. Fylgjast með hverju skrefi ferðamannsins „Það er ekkert 100% í þessu, frekar en annað í þessum heimi. Þarna er tekin punktstaða sem segir hvort þú sért með veiruna á þeim tíma sem prófið er tekið,“ segir Víðir. Alltaf sé erfitt að greina einkennalaust fólk en prófið sé bara hluti aðgerðanna. Fylgjast á með ferðamanninum áður en hann fer af stað að heiman. Hann þurfi að veita upplýsingar, hlaða niður smitrakningarappinu og jafnvel fleirum og svo er fylgst með honum við komuna til landsins. Gengið sé úr skugga um að hann hafi þær upplýsingar sem hann þurfi að hafa til að láta vita ef hann finnur fyrir einkennum. Víðir segir þessa útfærslu eina af mörgum sem hafi verið skoðaðar. Allir séu sammála um að fara þessa leið en umræðan sem tekin hafi verið hafi verið djúp og skoðuð frá mörgum hliðum. Því ætti vonandi ekkert að koma á óvart.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira