Erdogan og Pútín funda í Moskvu Samúel Karl Ólason skrifar 5. mars 2020 13:00 Recep Tayyip Erdogan og Vladimir Pútín í Moskvu. AP/Pavel Golovkin Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er staddur í Moskvu þar sem hann fór á fund Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Þar ræða leiðtogarnir í dag átökin í Idlibhéraði í Sýrlandi og hvernig binda megi enda á þau. Þó ekki nema bara um tíma. Tyrkir og Rússar skrifuðu árið 2018 undir samkomulag um að gera nokkurs konar friðarsvæði í Idlib. Báðar fylkingar settu upp eftirlitsstöðvar í héraðinu. Það samkomulag er nú alfarið farið út um þúfur en Erdogan vill þó reyna að endurbyggja það. Tyrkir segja Rússa hafa brotið gegn gamla samkomulaginu með árás stjórnarhersins á héraðið og Rússar segja Tyrki hafa brotið gegn samkomulaginu með því að leyfa hryðjuverkahópum að starfa í héraðinu. Undanfarin ár hafa vígamenn hliðhollir al-Qaeda nýtt sér óreiðuna í Idlib og stjórna þeir nú héraðinu. Að einhverju leyti hafa þeir gert það með stuðningi Tyrkja. Í byrjun desember hóf stjórnarher Sýrlands áhlaup á héraðið, með stuðningi Rússa, og hefur sú sókn leitt til gífurlegra fólksflutninga að landamærum Tyrklands. Fyrir eru um 3,7 milljónir sýrlenskra flóttamanna í Tyrklandi og Tyrkir segjast ekki geta tekið á móti fleirum. Áætlað er að rúm milljón manna sé á flótta í Idlib og flestir þeirra í búðum sem fara sífellt stækkandi við landamæri Tyrklands. Tyrkir hafa sent hermenn og aðrar sveitir sem þeir styðja inn í héraðið og hafa minnst 58 tyrkneskir hermenn fallið í átökum síðasta mánuðinn. Þar af 33 í einni loftárás í síðustu viku. Í kjölfar þeirrar árásar hafa Tyrkir herjað harkalega á stjórnarher Sýrlands og sveitir sem studdar eru af Íran og eru hliðhollar Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Sjá einnig: Skutu niður þriðju orrustuþotuna yfir Sýrlandi Við upphaf fundarins í dag sagði Pútín að stjórnarher Assad hefði orðið fyrir gífurlegu mannfalli vegna loftárása Tyrkja. Rússar héldu sig í fyrstu til hliðar en það virðist hafa breyst í vikunni. Rússar eru byrjaðir að styðja Assad-liða með loftárásum á nýjan leik og rússneskir hermenn hafa komið sér fyrir á víglínunni, til að koma í veg fyrir loftárásir Tyrkja. Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja ólíklegt að Pútín muni samþykkja að endurbyggja samkomulagið frá 2018. Það myndi þýða að sókn Assad-liða yrði stöðvuð og stjórnarherinn þyrfti að hörfa úr Idlib. Aðrir sérfræðingar sögðu í samtali við AFP fréttaveituna að mögulegt yrði að vopnahlé yrði tilkynnt eftir fund Pútín og Erdogan. Það yrði þó ekki raunverulegt vopnahlé Átökin muni hefjast á nýjan leik. Rússland Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13 Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. 29. febrúar 2020 09:21 Átökin koma sérstaklega niður á börnum Um milljón manna hafa flúið undan sókn stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í Idlib-héraði. Sóknin nýtur stuðnings Rússa, sem hafa verið sakaðir af mannréttindasamtökum um loftárásir á sjúkrahús og skóla. 26. febrúar 2020 22:45 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Fleiri fréttir Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er staddur í Moskvu þar sem hann fór á fund Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Þar ræða leiðtogarnir í dag átökin í Idlibhéraði í Sýrlandi og hvernig binda megi enda á þau. Þó ekki nema bara um tíma. Tyrkir og Rússar skrifuðu árið 2018 undir samkomulag um að gera nokkurs konar friðarsvæði í Idlib. Báðar fylkingar settu upp eftirlitsstöðvar í héraðinu. Það samkomulag er nú alfarið farið út um þúfur en Erdogan vill þó reyna að endurbyggja það. Tyrkir segja Rússa hafa brotið gegn gamla samkomulaginu með árás stjórnarhersins á héraðið og Rússar segja Tyrki hafa brotið gegn samkomulaginu með því að leyfa hryðjuverkahópum að starfa í héraðinu. Undanfarin ár hafa vígamenn hliðhollir al-Qaeda nýtt sér óreiðuna í Idlib og stjórna þeir nú héraðinu. Að einhverju leyti hafa þeir gert það með stuðningi Tyrkja. Í byrjun desember hóf stjórnarher Sýrlands áhlaup á héraðið, með stuðningi Rússa, og hefur sú sókn leitt til gífurlegra fólksflutninga að landamærum Tyrklands. Fyrir eru um 3,7 milljónir sýrlenskra flóttamanna í Tyrklandi og Tyrkir segjast ekki geta tekið á móti fleirum. Áætlað er að rúm milljón manna sé á flótta í Idlib og flestir þeirra í búðum sem fara sífellt stækkandi við landamæri Tyrklands. Tyrkir hafa sent hermenn og aðrar sveitir sem þeir styðja inn í héraðið og hafa minnst 58 tyrkneskir hermenn fallið í átökum síðasta mánuðinn. Þar af 33 í einni loftárás í síðustu viku. Í kjölfar þeirrar árásar hafa Tyrkir herjað harkalega á stjórnarher Sýrlands og sveitir sem studdar eru af Íran og eru hliðhollar Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Sjá einnig: Skutu niður þriðju orrustuþotuna yfir Sýrlandi Við upphaf fundarins í dag sagði Pútín að stjórnarher Assad hefði orðið fyrir gífurlegu mannfalli vegna loftárása Tyrkja. Rússar héldu sig í fyrstu til hliðar en það virðist hafa breyst í vikunni. Rússar eru byrjaðir að styðja Assad-liða með loftárásum á nýjan leik og rússneskir hermenn hafa komið sér fyrir á víglínunni, til að koma í veg fyrir loftárásir Tyrkja. Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja ólíklegt að Pútín muni samþykkja að endurbyggja samkomulagið frá 2018. Það myndi þýða að sókn Assad-liða yrði stöðvuð og stjórnarherinn þyrfti að hörfa úr Idlib. Aðrir sérfræðingar sögðu í samtali við AFP fréttaveituna að mögulegt yrði að vopnahlé yrði tilkynnt eftir fund Pútín og Erdogan. Það yrði þó ekki raunverulegt vopnahlé Átökin muni hefjast á nýjan leik.
Rússland Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13 Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. 29. febrúar 2020 09:21 Átökin koma sérstaklega niður á börnum Um milljón manna hafa flúið undan sókn stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í Idlib-héraði. Sóknin nýtur stuðnings Rússa, sem hafa verið sakaðir af mannréttindasamtökum um loftárásir á sjúkrahús og skóla. 26. febrúar 2020 22:45 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Fleiri fréttir Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Sjá meira
Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13
Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. 29. febrúar 2020 09:21
Átökin koma sérstaklega niður á börnum Um milljón manna hafa flúið undan sókn stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í Idlib-héraði. Sóknin nýtur stuðnings Rússa, sem hafa verið sakaðir af mannréttindasamtökum um loftárásir á sjúkrahús og skóla. 26. febrúar 2020 22:45