Palli hefði getað valið úr flugvélum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. maí 2020 15:00 Keflavíkurflugvöllur er tómlegur þessa dagana svo vægt sé til orða tekið. Icelandair heldur úti flugi til Stokkhólms, Boston og London en annars er lítið annað en fraktflutningar sem ratar hingað til lands. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, skellti sér suður með sjó í morgun og nýtti fallega birtu til að mynda flugvöllinn úr lofti. Ekki var sálu að sjá þegar Vilhelm myndaði drónann sinn og vantaði bara Palla úr bókinni Palli var einn í heiminum til að mæta á flugvöllinn og velja sér flugvél til að fljúga eins og í sögunni. Flugvélarnar taka sig vel út úr lofti, þar sem þær kunna líka best við sig.Vísir/Vilhelm Þríburar í Icelandair fjölskyldunni.Vísir/Vilhelm Aðeins nokkrir tugir flugmanna og flugþjóna eru fastráðin hjá Icelandair þessa stundina eftir hópuppsögn í síðasta mánuði.Vísir/Vilhelm Hámarksspan er 52 metrar.Vísir/Vilhelm Blái liturinn á vélinni passar vel við litinn á sjónum í fjarska.Vísir/Vilhelm Það er ekki oft sem drónar fá að fljúga yfir Keflavíkurflugvöll en Isavia veitti ljósmyndara Vísis leyfis til að mynda úr lofti í dag.Vísir/Vilhelm Listaverkið Þotuhreiðrið eftir Magnús Tómasson er aðeins öðruvísi séð úr lofti. Þotuhreyðrið sýnir stórt egg úr ryðfríu stáli sem trjóna þotu brýst út úr líkt og fuglsungi. Stáleggið stendur á hrúgu af íslensku grjóti. Þotuhreiðrið stendur norðanmegin við flugstöðvarbygginguna í upplýstri tjörn. Verkið allt er um 9 m á hæð. Eggið er 5,6 m hátt og 4,2 m á breidd og vegur á sjötta tonn. Steinhrúgan er um 14 m í þvermál og tjörnin um 1.800 m2.Vísir/Vilhelm Þessar tryllur eru vanalega notaðar til að ferja farangur. Þær fá kærkomna hvíld eftir álagið undanfarin ár.Vísir/Vilhelm Enginn þarf að leggja á minnið hvar hann lagði bílnum þessa dagana á bílastæðinu við Keflavíkurflugvöll.Vísir/Vilhelm Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Reykjanesbær Ljósmyndun Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Keflavíkurflugvöllur er tómlegur þessa dagana svo vægt sé til orða tekið. Icelandair heldur úti flugi til Stokkhólms, Boston og London en annars er lítið annað en fraktflutningar sem ratar hingað til lands. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, skellti sér suður með sjó í morgun og nýtti fallega birtu til að mynda flugvöllinn úr lofti. Ekki var sálu að sjá þegar Vilhelm myndaði drónann sinn og vantaði bara Palla úr bókinni Palli var einn í heiminum til að mæta á flugvöllinn og velja sér flugvél til að fljúga eins og í sögunni. Flugvélarnar taka sig vel út úr lofti, þar sem þær kunna líka best við sig.Vísir/Vilhelm Þríburar í Icelandair fjölskyldunni.Vísir/Vilhelm Aðeins nokkrir tugir flugmanna og flugþjóna eru fastráðin hjá Icelandair þessa stundina eftir hópuppsögn í síðasta mánuði.Vísir/Vilhelm Hámarksspan er 52 metrar.Vísir/Vilhelm Blái liturinn á vélinni passar vel við litinn á sjónum í fjarska.Vísir/Vilhelm Það er ekki oft sem drónar fá að fljúga yfir Keflavíkurflugvöll en Isavia veitti ljósmyndara Vísis leyfis til að mynda úr lofti í dag.Vísir/Vilhelm Listaverkið Þotuhreiðrið eftir Magnús Tómasson er aðeins öðruvísi séð úr lofti. Þotuhreyðrið sýnir stórt egg úr ryðfríu stáli sem trjóna þotu brýst út úr líkt og fuglsungi. Stáleggið stendur á hrúgu af íslensku grjóti. Þotuhreiðrið stendur norðanmegin við flugstöðvarbygginguna í upplýstri tjörn. Verkið allt er um 9 m á hæð. Eggið er 5,6 m hátt og 4,2 m á breidd og vegur á sjötta tonn. Steinhrúgan er um 14 m í þvermál og tjörnin um 1.800 m2.Vísir/Vilhelm Þessar tryllur eru vanalega notaðar til að ferja farangur. Þær fá kærkomna hvíld eftir álagið undanfarin ár.Vísir/Vilhelm Enginn þarf að leggja á minnið hvar hann lagði bílnum þessa dagana á bílastæðinu við Keflavíkurflugvöll.Vísir/Vilhelm
Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Reykjanesbær Ljósmyndun Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira