Guðni hefur kosningabaráttu sína Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. maí 2020 12:31 Frá afhendingu Íslensku bókmenntaverðlaunanna á Bessastöðum. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur hafið kosningabaráttu sína. Guðni tilkynnir í dag framboð sitt til endurkjörs en fjögurra ára kjörtímabili hans lýkur í ár. Guðni tilkynnir þetta á Faceook þar sem hann rifjar upp framboðið fyrir fjórum árum. „Vordagarnir 2016 líða okkur Elizu seint úr minni. Einstakt var að finna stuðning og samstöðu þeirra þúsunda sem studdu framboðið á svo marga vegu. Allan þann hlýhug munum við ætíð meta mikils,“ segir Guðni. „Í kosningastarfinu einsettum við okkur öll að sýna heilindi og háttvísi, vera bjartsýn og eljusöm. Það er óbreytt. Senn er kjörtímabilið á enda og sú sjálfsagða skylda fram undan að safna meðmælum fyrir framboð mitt á nýjan leik. Sú söfnun hlýtur hins vegar að verða með öðrum hætti en síðast. Því miður gefst ekki sama færi nú og þá að hitta fólk sem víðast og oftast. Í staðinn reiðum við okkur á samfélagsmiðla og rafrænar undirskriftir.“ Guðni ræðir í tilkynningu sinni um kórónuveiruna. Þau Eliza Reid forsetafrú voru á meðal þeirra fyrstu sem fóru í skimun hjá Íslenskri erfðagreiningu.Vísir/Vilhelm Þessu valdi nauðsynlegar varnir gegn veirunni skæðu. „Þótt vel hafi gengið hingað til er baráttu okkar gegn þeim vágesti ekki lokið. En það mun birta til! Það býr kraftur í þessari þjóð. Stefnum að því saman að vinna bug á farsóttinni. Og stefnum svo að því saman að skapahér enn betra samfélag en áður. Með það í huga ákvað ég að bjóða mig fram til endurkjörs. Með það í huga vil ég þjóna landi og þjóð.“ Hann setur hlekki á undirskriftarsöfnunina í færslu sína sem sjá má hér að neðan og sömuleiðis vegna meðmæla. Guðmundur Franklín hefur tilkynnt forsetaframboð og var í Kringlunni í gær að safna undirskriftum. Þá eru Arngrímur Friðrik Pálmason og Axel Pétur Axelsson sömuleiðis að safna rafrænum undirskriftum.Vísir/Vilhelm „Vakni einhverjar spurningar bið ég ykkur að hafa samband með því að senda skilaboð á þessa síðu. Ég hvet ykkur sömuleiðis til að vekja athygli þeirra, sem þið teljið að kunni að hafa áhuga á að mæla með framboðinu, á þessari síðu,“ segir Guðni. „Við höfum þurft að þola erfiða og mæðusama daga. Flest eða öll þekkjum við fólk sem á um sárt að binda vegna veirunnar, fólk sem hefur misst ástvin, veikst illa eða misst sína atvinnu. Farsóttin hefur sett sitt mark á samfélag okkar og veröldina alla. Hér heima stöndum við í þakkarskuld við heilbrigðisstarfsfólk, forystusveit í almanna- og veiruvörnum og fjölmarga aðra sem hafa sinnt því að vernda líf og heilsu fólks. Fyrir hönd okkar Elizu óska ég ykkur öllum velfarnaðar. Við höfum séð það svartara, við munum sjá það bjartara.“ Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur hafið kosningabaráttu sína. Guðni tilkynnir í dag framboð sitt til endurkjörs en fjögurra ára kjörtímabili hans lýkur í ár. Guðni tilkynnir þetta á Faceook þar sem hann rifjar upp framboðið fyrir fjórum árum. „Vordagarnir 2016 líða okkur Elizu seint úr minni. Einstakt var að finna stuðning og samstöðu þeirra þúsunda sem studdu framboðið á svo marga vegu. Allan þann hlýhug munum við ætíð meta mikils,“ segir Guðni. „Í kosningastarfinu einsettum við okkur öll að sýna heilindi og háttvísi, vera bjartsýn og eljusöm. Það er óbreytt. Senn er kjörtímabilið á enda og sú sjálfsagða skylda fram undan að safna meðmælum fyrir framboð mitt á nýjan leik. Sú söfnun hlýtur hins vegar að verða með öðrum hætti en síðast. Því miður gefst ekki sama færi nú og þá að hitta fólk sem víðast og oftast. Í staðinn reiðum við okkur á samfélagsmiðla og rafrænar undirskriftir.“ Guðni ræðir í tilkynningu sinni um kórónuveiruna. Þau Eliza Reid forsetafrú voru á meðal þeirra fyrstu sem fóru í skimun hjá Íslenskri erfðagreiningu.Vísir/Vilhelm Þessu valdi nauðsynlegar varnir gegn veirunni skæðu. „Þótt vel hafi gengið hingað til er baráttu okkar gegn þeim vágesti ekki lokið. En það mun birta til! Það býr kraftur í þessari þjóð. Stefnum að því saman að vinna bug á farsóttinni. Og stefnum svo að því saman að skapahér enn betra samfélag en áður. Með það í huga ákvað ég að bjóða mig fram til endurkjörs. Með það í huga vil ég þjóna landi og þjóð.“ Hann setur hlekki á undirskriftarsöfnunina í færslu sína sem sjá má hér að neðan og sömuleiðis vegna meðmæla. Guðmundur Franklín hefur tilkynnt forsetaframboð og var í Kringlunni í gær að safna undirskriftum. Þá eru Arngrímur Friðrik Pálmason og Axel Pétur Axelsson sömuleiðis að safna rafrænum undirskriftum.Vísir/Vilhelm „Vakni einhverjar spurningar bið ég ykkur að hafa samband með því að senda skilaboð á þessa síðu. Ég hvet ykkur sömuleiðis til að vekja athygli þeirra, sem þið teljið að kunni að hafa áhuga á að mæla með framboðinu, á þessari síðu,“ segir Guðni. „Við höfum þurft að þola erfiða og mæðusama daga. Flest eða öll þekkjum við fólk sem á um sárt að binda vegna veirunnar, fólk sem hefur misst ástvin, veikst illa eða misst sína atvinnu. Farsóttin hefur sett sitt mark á samfélag okkar og veröldina alla. Hér heima stöndum við í þakkarskuld við heilbrigðisstarfsfólk, forystusveit í almanna- og veiruvörnum og fjölmarga aðra sem hafa sinnt því að vernda líf og heilsu fólks. Fyrir hönd okkar Elizu óska ég ykkur öllum velfarnaðar. Við höfum séð það svartara, við munum sjá það bjartara.“
Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira