Sjö hundruð smit á dag í fyrirmyndarríkinu Singapúr Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. maí 2020 08:45 Flest kórónuveirusmit í Singapúr greinast meðal farandverkamanna sem margir hverjir hafast við í fjölmennum vistarverum. Getty/Ore Huiying Stjórnvöld í Singapúr hafa greint um 700 kórónuveirusmit á dag í vikunni. Alls hafa greinst næstum 22 þúsund smit í landinu frá upphafi faraldursins, langflest meðal farandverkafólks, en Singapúr hefur sérstaklega verið hrósað fyrir að hafa tekið útbreiðsluna föstum tökum. Þarlend stjórnvöld greindu þannig frá því í morgun að 768 ný smit hafi greinst á milli daga. Nú eru næstum 1400 smitaðra á spítala í Singapúr, þar sem fjórir heilbrigðisstarfsmenn hafa smitast, en 20 hafa látið lífið það sem af er faraldri. Tíu af þeim sem greindust á síðasta sólarhring eru innfæddir Singapúrar en 725 smit greindust meðal farandverkafólks sem hefst jafnan við í mannmörgum vistarverum. Rúmlega 200 þúsund farandverkamenn frá Bangladess, Indlandi og öðrum Asíuríkjum búa nú í Singapúr, þar sem heildarfjöldi íbúa er um 6 milljónir. Tugþúsundir þeirra hafa verið skikkaðir í sóttkví og þurfa því að hafast við í mannmörgum svefnsölunum, en aðrir hafa verið fluttir á aðra staði til að draga úr þrengslum. Mikil fjögun frá aprílbyrjun Dagleg smit í Singapúr voru innan við 100 á dag í aprílbyrjun og horfðu margar þjóðir til árangurs ríkisins í baráttunni við veiruna, sem styðst við smitrakningu og einangrun smitaðra. Síðan þá hefur smitum farið ört fjölgandi og voru t.a.m. staðfest rúmlega 1400 tilfelli þann 20. apríl. Síðan þá hafa smitin verið að jafnaði á bilinu 600 til 1100 á dag. Þarlend heilbrigðisyfirvöld segja að flest hinna smituðu hafi fengið væg einkenni en að um 30 prósent þurfi aðhlynningu vegna aldurs eða undirliggjandi sjúkdóma. Stefnt er að því að yfirstandandi samkomubanni í Singapúr verði aflétt um næstu mánaðamót. Þrátt fyrir að ýmsar verslanir séu farnar að opna aftur var þorra þeirra lokað, Singapúrum gert að halda sig heima og takmarka búðarferðir sínar við kaup á nauðsynjavörum. Singapúr Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óttast meiriháttar faraldur í búðum farandverkamanna Farandverkamenn sem yfirvöld í Singapúr hafa í reynd lokað inni í tveimur stórum svefnsölum óttast að þeir verði að gróðrarstíu fyrir kórónuveirusmit. Verkamennirnir hafast við í sölunum við þröngan og illan kost. 6. apríl 2020 16:38 Mikil fjölgun skráðra smita í Singapúr Síðustu daga hefur orðið mikil fjölgun í skráðum kórónuveirusmitum í Singapúr – landi sem var sérstaklega hrósað framan af fyrir að hafa tekist að halda faraldrinum í skefjum. 19. apríl 2020 12:12 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Stjórnvöld í Singapúr hafa greint um 700 kórónuveirusmit á dag í vikunni. Alls hafa greinst næstum 22 þúsund smit í landinu frá upphafi faraldursins, langflest meðal farandverkafólks, en Singapúr hefur sérstaklega verið hrósað fyrir að hafa tekið útbreiðsluna föstum tökum. Þarlend stjórnvöld greindu þannig frá því í morgun að 768 ný smit hafi greinst á milli daga. Nú eru næstum 1400 smitaðra á spítala í Singapúr, þar sem fjórir heilbrigðisstarfsmenn hafa smitast, en 20 hafa látið lífið það sem af er faraldri. Tíu af þeim sem greindust á síðasta sólarhring eru innfæddir Singapúrar en 725 smit greindust meðal farandverkafólks sem hefst jafnan við í mannmörgum vistarverum. Rúmlega 200 þúsund farandverkamenn frá Bangladess, Indlandi og öðrum Asíuríkjum búa nú í Singapúr, þar sem heildarfjöldi íbúa er um 6 milljónir. Tugþúsundir þeirra hafa verið skikkaðir í sóttkví og þurfa því að hafast við í mannmörgum svefnsölunum, en aðrir hafa verið fluttir á aðra staði til að draga úr þrengslum. Mikil fjögun frá aprílbyrjun Dagleg smit í Singapúr voru innan við 100 á dag í aprílbyrjun og horfðu margar þjóðir til árangurs ríkisins í baráttunni við veiruna, sem styðst við smitrakningu og einangrun smitaðra. Síðan þá hefur smitum farið ört fjölgandi og voru t.a.m. staðfest rúmlega 1400 tilfelli þann 20. apríl. Síðan þá hafa smitin verið að jafnaði á bilinu 600 til 1100 á dag. Þarlend heilbrigðisyfirvöld segja að flest hinna smituðu hafi fengið væg einkenni en að um 30 prósent þurfi aðhlynningu vegna aldurs eða undirliggjandi sjúkdóma. Stefnt er að því að yfirstandandi samkomubanni í Singapúr verði aflétt um næstu mánaðamót. Þrátt fyrir að ýmsar verslanir séu farnar að opna aftur var þorra þeirra lokað, Singapúrum gert að halda sig heima og takmarka búðarferðir sínar við kaup á nauðsynjavörum.
Singapúr Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óttast meiriháttar faraldur í búðum farandverkamanna Farandverkamenn sem yfirvöld í Singapúr hafa í reynd lokað inni í tveimur stórum svefnsölum óttast að þeir verði að gróðrarstíu fyrir kórónuveirusmit. Verkamennirnir hafast við í sölunum við þröngan og illan kost. 6. apríl 2020 16:38 Mikil fjölgun skráðra smita í Singapúr Síðustu daga hefur orðið mikil fjölgun í skráðum kórónuveirusmitum í Singapúr – landi sem var sérstaklega hrósað framan af fyrir að hafa tekist að halda faraldrinum í skefjum. 19. apríl 2020 12:12 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Óttast meiriháttar faraldur í búðum farandverkamanna Farandverkamenn sem yfirvöld í Singapúr hafa í reynd lokað inni í tveimur stórum svefnsölum óttast að þeir verði að gróðrarstíu fyrir kórónuveirusmit. Verkamennirnir hafast við í sölunum við þröngan og illan kost. 6. apríl 2020 16:38
Mikil fjölgun skráðra smita í Singapúr Síðustu daga hefur orðið mikil fjölgun í skráðum kórónuveirusmitum í Singapúr – landi sem var sérstaklega hrósað framan af fyrir að hafa tekist að halda faraldrinum í skefjum. 19. apríl 2020 12:12