„Algjörlega óþolandi“ að sjá fyrirtæki misnota aðstoð stjórnvalda Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 7. maí 2020 15:23 Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra í viðtali vegna málsins í dag. Vísir Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra er verulega ósáttur yfir þeim tíðindum að stöndug fyrirtæki í landinu noti hlutabótaleið stjórnvalda. Skilyrði verði sett á leiðina til að koma í veg fyrir svona misnotkun. „Það var lögð rík áhersla á það að koma til móts við fyrirtæki sem eru í vanda í tengslum við Covid og ég held að það sé almennur samfélagslegur vilji til þess. Þess vegna er algjörlega óþolandi að sjá fyrirtæki sem eru að ganga á þennan vilja almennings mjög freklega eins og við erum að sjá í fréttum sem hafa verið að berast undanfarna daga,“ segir Ásmundur Einar. Greint hefur verið frá því að fyrirtækin Össur, Hagar og Skeljungur hafi öll nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda á meðan þau greiddu eigendum sínum út arð eða keyptu eigin bréf. ASÍ sendi frá sér harðorða yfirlýsingu í gær eftir að tíðindi bárust af arðgreiðslu til handa eigendum Össurar á sama tíma og 165 starfsmenn fyrirtækisins eru á hlutabótaleiðinni. Sagði í ályktun miðstjórnar ASÍ að þetta væri „ósiðlegt og ætti með réttu að vera ólöglegt.“ Ráðherra segir að þótt hlutabótaleiðin hafi verið nokkuð opin í upphafi þá hafi alltaf legið fyrir að leiðin yrði ekki án skilyrða. „Við ákváðum að hafa þetta opið í upphafi vegna þess að þetta væri tímabundið ástand og við vildum verja ráðningarsamband fólksins. En að í framhaldinu yrði lögð rík áhersla á að það yrðu sett stífari skilyrði á þessa misnotkun eða siðferðilegu nálgun sem ég kann vægast sagt ekki vel að meta,“ segir Ásmundur Einar. „Við viljum ekki að farið sé svona með almannafé,“ segir Ásmundur Einar. Hann á von á að vinnu við framhald hlutabótaleiðarinnar og frumvarp um stuðning við fyrirtæki sem standa í uppsögnum ljúki í næstu viku. Viðtalið við Ásmund Einar má sjá í heild hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Alþingi Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Ætla að breyta lögum um hlutabótaleið til að hindra misnotkun Lögum varðandi svokallaða hlutabótaleið stjórnvalda verður breytt til þess að koma í veg fyrir að stöndug fyrirtæki nýti sér hana til að greiða niður laun starfsmanna. 7. maí 2020 14:49 Settu starfsmenn á hlutabætur, keyptu eigin bréf og greiddu arð Tvö félög sem skráð eru á aðallista Kauphallarinnar nýttu sér hlutabótaleið stjórnvalda samhliða því að kaupa eigin bréf. 7. maí 2020 06:08 Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra er verulega ósáttur yfir þeim tíðindum að stöndug fyrirtæki í landinu noti hlutabótaleið stjórnvalda. Skilyrði verði sett á leiðina til að koma í veg fyrir svona misnotkun. „Það var lögð rík áhersla á það að koma til móts við fyrirtæki sem eru í vanda í tengslum við Covid og ég held að það sé almennur samfélagslegur vilji til þess. Þess vegna er algjörlega óþolandi að sjá fyrirtæki sem eru að ganga á þennan vilja almennings mjög freklega eins og við erum að sjá í fréttum sem hafa verið að berast undanfarna daga,“ segir Ásmundur Einar. Greint hefur verið frá því að fyrirtækin Össur, Hagar og Skeljungur hafi öll nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda á meðan þau greiddu eigendum sínum út arð eða keyptu eigin bréf. ASÍ sendi frá sér harðorða yfirlýsingu í gær eftir að tíðindi bárust af arðgreiðslu til handa eigendum Össurar á sama tíma og 165 starfsmenn fyrirtækisins eru á hlutabótaleiðinni. Sagði í ályktun miðstjórnar ASÍ að þetta væri „ósiðlegt og ætti með réttu að vera ólöglegt.“ Ráðherra segir að þótt hlutabótaleiðin hafi verið nokkuð opin í upphafi þá hafi alltaf legið fyrir að leiðin yrði ekki án skilyrða. „Við ákváðum að hafa þetta opið í upphafi vegna þess að þetta væri tímabundið ástand og við vildum verja ráðningarsamband fólksins. En að í framhaldinu yrði lögð rík áhersla á að það yrðu sett stífari skilyrði á þessa misnotkun eða siðferðilegu nálgun sem ég kann vægast sagt ekki vel að meta,“ segir Ásmundur Einar. „Við viljum ekki að farið sé svona með almannafé,“ segir Ásmundur Einar. Hann á von á að vinnu við framhald hlutabótaleiðarinnar og frumvarp um stuðning við fyrirtæki sem standa í uppsögnum ljúki í næstu viku. Viðtalið við Ásmund Einar má sjá í heild hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Alþingi Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Ætla að breyta lögum um hlutabótaleið til að hindra misnotkun Lögum varðandi svokallaða hlutabótaleið stjórnvalda verður breytt til þess að koma í veg fyrir að stöndug fyrirtæki nýti sér hana til að greiða niður laun starfsmanna. 7. maí 2020 14:49 Settu starfsmenn á hlutabætur, keyptu eigin bréf og greiddu arð Tvö félög sem skráð eru á aðallista Kauphallarinnar nýttu sér hlutabótaleið stjórnvalda samhliða því að kaupa eigin bréf. 7. maí 2020 06:08 Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Ætla að breyta lögum um hlutabótaleið til að hindra misnotkun Lögum varðandi svokallaða hlutabótaleið stjórnvalda verður breytt til þess að koma í veg fyrir að stöndug fyrirtæki nýti sér hana til að greiða niður laun starfsmanna. 7. maí 2020 14:49
Settu starfsmenn á hlutabætur, keyptu eigin bréf og greiddu arð Tvö félög sem skráð eru á aðallista Kauphallarinnar nýttu sér hlutabótaleið stjórnvalda samhliða því að kaupa eigin bréf. 7. maí 2020 06:08