Leyft að opna allar verslanir í Þýskalandi Kjartan Kjartansson skrifar 6. maí 2020 15:43 Merkel kanslari á blaðamannafundi eftir fjarfund hennar með leiðtogum sextán sambandslanda Þýskalands í dag. Sambandslandsstjórarnir samþykktu að taka ábyrgð á hvenær slakað yrði á takmörkunum vegna faraldursins. Vísir/EPA Öllum takmörkunum á verslanir sem hafa verið í gildi í kórónuveirufaraldrinum verður aflétt með samkomulagi sem þýska ríkisstjórnin hefur gert við sambandslandsstjórnirnar sextán. Félagsforðun verður áfram í gildi í annan mánuð en slakað verður á ýmsum þáttum hennar. Þýskir fjölmiðlar hafa greint frá samkomulaginu í dag. Það er sagt fela í sér að sambandsstjórnirnar stýri því hvenær slakað verður á takmörkunum vegna faraldursins. Takmörkunum verður komið fljótt á aftur leiði tilslakanirnar til fjölgunar í greindum smitum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þegar var byrjað að slaka á takmörkunum vegna faraldursins í Þýskalandi með opnun skóla fyrir eldri börn og sumra verslana. Nú verður hins vegar leyft að opna allar verslanir en viðskiptavinir verða þó að ganga með grímur og virða tveggja metra fjarlægðarreglu. Fólki frá tveimur heimilum verður nú leyft að hittast og snæða saman. Eldri borgarar og fatlaðir sem búa á hjúkrunarheimilum geta nú fengið eina manneskju í heimsókn. Þá verða knattspyrnuleikir leyfðir á ný. Búist er við að lið í efstu deild á Þýsklandi gætu byrjað að spila án áhorfenda þegar í næstu eða þarnæstu viku. Þýska deildin yrði þá sú fyrsta til að byrja að rúlla aftur eftir faraldurinn. Kórónuveirufaraldurinn hefur ekki leikið Þýskaland eins grátt og sum önnur ríki Vestur-Evrópu eins og Bretland, Ítalíu, Frakkland og Spán. Innan við 7.000 manns hafa látist þar og tiltölulega fá ný smit hafa greinst í landinu undanfarið. Angela Merkel, kanslari, sagði í dag að óhætt væri að fullyrða að fyrsta stigi faraldursins væri nú lokið. „En við verðum að vera mjög meðvituð að við erum inn snemma í faraldrinum og við stöndum í þessu til lengri tíma,“ sagði Merkel. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Tengdar fréttir Þjóðverjar hefja aftur leik í þessum mánuði Þýska úrvalsdeildin verðr sú fyrsta af þeim fimm stærstu í Evrópu til að fara aftur af stað eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. 6. maí 2020 13:53 Þjóðverjar byrja að aflétta höftum í skrefum Angela Merkel, kanslari Þýskalands, kynnti áform um að aflétta hægt og rólega aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins í dag. Opna má ákveðnar verslanir aftur strax í næstu viku og þá verður leyft að opna skóla í byrjun maí. 15. apríl 2020 19:23 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Öllum takmörkunum á verslanir sem hafa verið í gildi í kórónuveirufaraldrinum verður aflétt með samkomulagi sem þýska ríkisstjórnin hefur gert við sambandslandsstjórnirnar sextán. Félagsforðun verður áfram í gildi í annan mánuð en slakað verður á ýmsum þáttum hennar. Þýskir fjölmiðlar hafa greint frá samkomulaginu í dag. Það er sagt fela í sér að sambandsstjórnirnar stýri því hvenær slakað verður á takmörkunum vegna faraldursins. Takmörkunum verður komið fljótt á aftur leiði tilslakanirnar til fjölgunar í greindum smitum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þegar var byrjað að slaka á takmörkunum vegna faraldursins í Þýskalandi með opnun skóla fyrir eldri börn og sumra verslana. Nú verður hins vegar leyft að opna allar verslanir en viðskiptavinir verða þó að ganga með grímur og virða tveggja metra fjarlægðarreglu. Fólki frá tveimur heimilum verður nú leyft að hittast og snæða saman. Eldri borgarar og fatlaðir sem búa á hjúkrunarheimilum geta nú fengið eina manneskju í heimsókn. Þá verða knattspyrnuleikir leyfðir á ný. Búist er við að lið í efstu deild á Þýsklandi gætu byrjað að spila án áhorfenda þegar í næstu eða þarnæstu viku. Þýska deildin yrði þá sú fyrsta til að byrja að rúlla aftur eftir faraldurinn. Kórónuveirufaraldurinn hefur ekki leikið Þýskaland eins grátt og sum önnur ríki Vestur-Evrópu eins og Bretland, Ítalíu, Frakkland og Spán. Innan við 7.000 manns hafa látist þar og tiltölulega fá ný smit hafa greinst í landinu undanfarið. Angela Merkel, kanslari, sagði í dag að óhætt væri að fullyrða að fyrsta stigi faraldursins væri nú lokið. „En við verðum að vera mjög meðvituð að við erum inn snemma í faraldrinum og við stöndum í þessu til lengri tíma,“ sagði Merkel.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Tengdar fréttir Þjóðverjar hefja aftur leik í þessum mánuði Þýska úrvalsdeildin verðr sú fyrsta af þeim fimm stærstu í Evrópu til að fara aftur af stað eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. 6. maí 2020 13:53 Þjóðverjar byrja að aflétta höftum í skrefum Angela Merkel, kanslari Þýskalands, kynnti áform um að aflétta hægt og rólega aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins í dag. Opna má ákveðnar verslanir aftur strax í næstu viku og þá verður leyft að opna skóla í byrjun maí. 15. apríl 2020 19:23 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Þjóðverjar hefja aftur leik í þessum mánuði Þýska úrvalsdeildin verðr sú fyrsta af þeim fimm stærstu í Evrópu til að fara aftur af stað eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. 6. maí 2020 13:53
Þjóðverjar byrja að aflétta höftum í skrefum Angela Merkel, kanslari Þýskalands, kynnti áform um að aflétta hægt og rólega aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins í dag. Opna má ákveðnar verslanir aftur strax í næstu viku og þá verður leyft að opna skóla í byrjun maí. 15. apríl 2020 19:23