Ferðafélag Íslands: Mikill áhugi á skipulögðum ferðum en hrun í skálagistingum Atli Ísleifsson skrifar 7. maí 2020 06:25 Páll Guðmundsson er framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. Ferðafélag Íslands Mikill áhugi virðist vera meðal Íslendinga á skipulögðum gönguferðum í sumar. Ferðafélag Íslands sér hins vegar fram á hrun í gistingum í skálum félagsins víðs vegar um land. Þetta segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, í samtali við Vísi. Hann segir árið í ár vera frábært tækifæri fyrir Íslendinga til að ganga Laugaveginn, gönguleiðina milli Landmannalauga og Þórsmerkur, en þar hafa erlendir ferðamenn verið fyrirferðamiklir síðustu árin. „Eins og staðan er í dag þá er þetta tvískipt hjá okkur. Við erum með mikið af ferðum um allt land. Það var mikill áhugi og skráning þegar ferðir sumarsins voru kynntar, áður en faraldurinn skall á. En síðan gerðist það, í faraldrinum sjálfum, þá var fólk engu að síður að halda áfram að bóka sig í ferðir og greiða, ganga frá bókunum og sömuleiðis skrá sig í félagið. Við höfum skynjað mikinn áhuga á ferðum innanlands og höfum verið að bæta í ferðir – fjölgað þeim sem voru þegar uppseldar. Þetta eru ferðir eins og á Laugaveginn, Hornstrandir, Víknaslóðir, Lónsöræfi og fleiri þekktar gönguleiðir. Það er áfram að bókast vel í þær og er að fyllast í þær ferðir sem við bættum við,“ segir Páll. Gríðarleg fækkun erlendra ferðamanna Páll segir að hins vegar sé aðra sögu að segja af skálagistingu og tjaldsvæðunum á skálasvæðum. „Þar blasir við mikið hrun á Laugaveginum. Við sjáum fram á 90 prósent samdrátt í skálagistingu á Laugaveginum eins og staðan er í dag. Það skýrist af því ferðaskrifstofur sem eru með erlenda ferðamenn, þeir eru ekki að koma eins og til stóð. Það er því hrun í bókunum á Laugaveginum, en um leið losna pláss og við erum að höfða til landsmanna og hvetja fólk til að koma og ganga Laugaveginn. Það er sannarlega frábært tækifæri að koma nú á þessa fjölsóttu staði þar sem erlendir ferðamenn hafa verið fyrirferðamiklir á síðustu árin.“ Göngugarpar.Ferðafélag Íslands. Íþyngjandi reglur Landlæknisembættið kynnti um helgina leiðbeiningar um tjaldsvæði, hjólhýsasvæði, skála ferðafélaga, lítil gistihús, skipulagðar ferðir og afþreyingu utandyra vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þar segir í skálum þurfi að tryggja að hægt sé að virða tveggja metra regluna og ýmislegt fleira. Páll segir reglurnar varðandi skálasvæðin og tjaldsvæðin vera mjög íþyngjandi fyrir Ferðafélagið. Sjá einnig: Framkvæmdastjóri Hamra: „Lítið gagn í því að hvetja fólk til að ferðast innanlands ef það getur hvergi verið“ „Það blasir við að við þurfum að skera niður pláss í skálum um helming. Það verði bara helmingur gistiplássa í boði til að geta farið eftir þessum viðmiðum. Við höfum reiknað út að tjónið vegna hruns í bókunum á skálagistingu vegna brottfarar erlendra ferðamanna nemur hátt í 300 milljóna króna. Á móti erum við bæði vongóð og bjartsýn að það komi fólk að hluta upp í það skálapláss. En það verður aldrei nema bara að hluta.“ Einhver tjaldsvæðin hólfuð niður Páll segir að Ferðafélagið þurfi einnig að huga að þeim reglum sem gilda um tjaldsvæði. „Nú eru reglur um fimmtíu manns að hámarki þar, nema þá að við náum að hólfa þau eitthvað niður. Það er hugsanlegt á ákveðnum stöðum, en ekki öllum. Það er því augljóst að það verða miklu færri í skálunum á Laugaveginum í sumar en verið hefur. Við eru vongóð að það verði mikil umferð landsmanna, en í dag er það ekkert í hendi.“ Reglum verður fylgt Ferðafélagið rekur alls sex skála á Laugaveginum – í Landmannalaugum, Hrafntinnuskeri, Álftavatni, Hvanngili, Emstrum og svo í Langadal í Þórsmörk. Páll segir að síðustu sumur hafi verið sextíu til áttatíu að gista í hverjum skála, en að í sumar verði ekki mikið meira en þrjátíu þó að óvíst sé hvernig muni bókast í öll þau pláss. „Við munum að sjálfsögðu fylgja öllum reglum og leiðbeiningum, en við vonum að það verði létt á þessum reglum eftir því sem líður fram í maí og svo í júní. Að staðan verði það góð að það verði hægt, því reglurnar eins og þær eru í dag eru mjög íþyngjandi.“ Páll segir ofsalega gaman að finna þennan mikla áhuga á að ferðast innanlands. „Hlutverk og tilgangur Ferðafélags Íslands er í raun að hvetja fólk til að ferðast hér heima. Bjóða upp á þessa aðstöðu og ódýrar ferðir. Við höfum því skyldum að gegna, sérstaklega við þessar aðstæður núna.“ Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Hamra: „Lítið gagn í því að hvetja fólk til að ferðast innanlands ef það getur hvergi verið“ Tryggvi Marinósson, framkvæmdastjóri Hamra á Akureyri, segist binda vonir við að rýmkað verði á reglum um hámarksfjölda á tjaldsvæðum um næstu mánaðamót. 6. maí 2020 06:30 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Mikill áhugi virðist vera meðal Íslendinga á skipulögðum gönguferðum í sumar. Ferðafélag Íslands sér hins vegar fram á hrun í gistingum í skálum félagsins víðs vegar um land. Þetta segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, í samtali við Vísi. Hann segir árið í ár vera frábært tækifæri fyrir Íslendinga til að ganga Laugaveginn, gönguleiðina milli Landmannalauga og Þórsmerkur, en þar hafa erlendir ferðamenn verið fyrirferðamiklir síðustu árin. „Eins og staðan er í dag þá er þetta tvískipt hjá okkur. Við erum með mikið af ferðum um allt land. Það var mikill áhugi og skráning þegar ferðir sumarsins voru kynntar, áður en faraldurinn skall á. En síðan gerðist það, í faraldrinum sjálfum, þá var fólk engu að síður að halda áfram að bóka sig í ferðir og greiða, ganga frá bókunum og sömuleiðis skrá sig í félagið. Við höfum skynjað mikinn áhuga á ferðum innanlands og höfum verið að bæta í ferðir – fjölgað þeim sem voru þegar uppseldar. Þetta eru ferðir eins og á Laugaveginn, Hornstrandir, Víknaslóðir, Lónsöræfi og fleiri þekktar gönguleiðir. Það er áfram að bókast vel í þær og er að fyllast í þær ferðir sem við bættum við,“ segir Páll. Gríðarleg fækkun erlendra ferðamanna Páll segir að hins vegar sé aðra sögu að segja af skálagistingu og tjaldsvæðunum á skálasvæðum. „Þar blasir við mikið hrun á Laugaveginum. Við sjáum fram á 90 prósent samdrátt í skálagistingu á Laugaveginum eins og staðan er í dag. Það skýrist af því ferðaskrifstofur sem eru með erlenda ferðamenn, þeir eru ekki að koma eins og til stóð. Það er því hrun í bókunum á Laugaveginum, en um leið losna pláss og við erum að höfða til landsmanna og hvetja fólk til að koma og ganga Laugaveginn. Það er sannarlega frábært tækifæri að koma nú á þessa fjölsóttu staði þar sem erlendir ferðamenn hafa verið fyrirferðamiklir á síðustu árin.“ Göngugarpar.Ferðafélag Íslands. Íþyngjandi reglur Landlæknisembættið kynnti um helgina leiðbeiningar um tjaldsvæði, hjólhýsasvæði, skála ferðafélaga, lítil gistihús, skipulagðar ferðir og afþreyingu utandyra vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þar segir í skálum þurfi að tryggja að hægt sé að virða tveggja metra regluna og ýmislegt fleira. Páll segir reglurnar varðandi skálasvæðin og tjaldsvæðin vera mjög íþyngjandi fyrir Ferðafélagið. Sjá einnig: Framkvæmdastjóri Hamra: „Lítið gagn í því að hvetja fólk til að ferðast innanlands ef það getur hvergi verið“ „Það blasir við að við þurfum að skera niður pláss í skálum um helming. Það verði bara helmingur gistiplássa í boði til að geta farið eftir þessum viðmiðum. Við höfum reiknað út að tjónið vegna hruns í bókunum á skálagistingu vegna brottfarar erlendra ferðamanna nemur hátt í 300 milljóna króna. Á móti erum við bæði vongóð og bjartsýn að það komi fólk að hluta upp í það skálapláss. En það verður aldrei nema bara að hluta.“ Einhver tjaldsvæðin hólfuð niður Páll segir að Ferðafélagið þurfi einnig að huga að þeim reglum sem gilda um tjaldsvæði. „Nú eru reglur um fimmtíu manns að hámarki þar, nema þá að við náum að hólfa þau eitthvað niður. Það er hugsanlegt á ákveðnum stöðum, en ekki öllum. Það er því augljóst að það verða miklu færri í skálunum á Laugaveginum í sumar en verið hefur. Við eru vongóð að það verði mikil umferð landsmanna, en í dag er það ekkert í hendi.“ Reglum verður fylgt Ferðafélagið rekur alls sex skála á Laugaveginum – í Landmannalaugum, Hrafntinnuskeri, Álftavatni, Hvanngili, Emstrum og svo í Langadal í Þórsmörk. Páll segir að síðustu sumur hafi verið sextíu til áttatíu að gista í hverjum skála, en að í sumar verði ekki mikið meira en þrjátíu þó að óvíst sé hvernig muni bókast í öll þau pláss. „Við munum að sjálfsögðu fylgja öllum reglum og leiðbeiningum, en við vonum að það verði létt á þessum reglum eftir því sem líður fram í maí og svo í júní. Að staðan verði það góð að það verði hægt, því reglurnar eins og þær eru í dag eru mjög íþyngjandi.“ Páll segir ofsalega gaman að finna þennan mikla áhuga á að ferðast innanlands. „Hlutverk og tilgangur Ferðafélags Íslands er í raun að hvetja fólk til að ferðast hér heima. Bjóða upp á þessa aðstöðu og ódýrar ferðir. Við höfum því skyldum að gegna, sérstaklega við þessar aðstæður núna.“
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Hamra: „Lítið gagn í því að hvetja fólk til að ferðast innanlands ef það getur hvergi verið“ Tryggvi Marinósson, framkvæmdastjóri Hamra á Akureyri, segist binda vonir við að rýmkað verði á reglum um hámarksfjölda á tjaldsvæðum um næstu mánaðamót. 6. maí 2020 06:30 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Framkvæmdastjóri Hamra: „Lítið gagn í því að hvetja fólk til að ferðast innanlands ef það getur hvergi verið“ Tryggvi Marinósson, framkvæmdastjóri Hamra á Akureyri, segist binda vonir við að rýmkað verði á reglum um hámarksfjölda á tjaldsvæðum um næstu mánaðamót. 6. maí 2020 06:30