Metantillaga Flokks fólksins sem lögð var fram í borgarstjórn í júní skilar árangri Kolbrún Baldursdóttir skrifar 27. desember 2019 13:30 Strætó bs. skoðar nú fýsileika þess að metanvæða hluta af bílaflota fyrirtækisins. Markmiðið er að nýta mikla umframframleiðslu Sorpu bs. á gastegundinni. Nýlega festi Strætó kaup á tveimur metanvögnum. Annar þeirra var tekinn í notkun í byrjun september og hefur reynslan af akstrinum verið góð. Til skoðunar er að fjölga metanvögnum upp í allt að tuttugu. Þetta er fagnaðarefni. Það má nefna í þessu sambandi að þetta er einmitt tillaga Flokks fólksins sem lögð var fram í borgarstjórn 18. júní 2019 og var vísað til stjórnar Strætó bs. Hún hljóðar þannig að borgarstjórn samþykki að álykta um að Sorpa hætti brennslu á metani og að það verði þess í stað nýtt sem eldsneyti t.d. með því að fjölga metanvögnum Strætó bs. Ég vil trúa því að þessi tillaga hafi haft þessi jákvæðu áhrif og að hér sé dæmi um að mál okkar í Flokki fólksins séu að skila einhverju góðu til borgarbúa. Ég hef fylgt eftir þessari tillögu með fjölmörgum bókunum í málum sem tengjast umræðunni um orkuskipti. Ég hef jafnframt notað öll tækifæri sem hafa gefist í borgarstjórn til að minnast á metan sem framleitt er mikið af og sem væri hægt að nýta á strætisvagna í stað þess að brenna það á báli þar sem ekki er forsvaranlegt að hleypa því út í andrúmsloftið. Fyrr á árinu höfðu þær upplýsingar borist frá Strætó bs. að óskað hafði verið eftir tilboðum í vetnisvagna. Það var sérkennilegt því framleiðsla á vetni með rafgreiningu er dýr, en það er eina leiðin til að búa það til hér á landi. Þess vegna yrði vetnið flutt inn. Vetni myndar vissulega ekki mengunarefni í borginni. Í ljósi þess að metan er til og ekki nýtt þótti mér og okkur í Flokki fólksins eðlilegt að borgarstjórn fari fram á að þessi tvö fyrirtæki, Sorpa og Strætó bs. hafi samráð um að annað nýti efni sem hitt framleiðir. Hér er verið að tala um hagræðingu og sparnað. Við þessa tilhögun minnkar sú sóun sem felst í því að brenna metani og á móti er dregið úr innflutningi á eldsneyti. Skynsamlegt væri því að Strætó bs. eignaðist fleiri metanvagna eins og segir í greinargerðinni með tillögunni og nú er það að verða að veruleika. Rökrétt er að reyna að nýta metangasið á stóra bíla almennt séð. Illa hefur gengið að koma því á almenna bílaflotann enda lítið reynt. Að nota gasið á strætisvagnana er því sjálfsagt mál. Það er sóun að brenna gasinu til einskis nema í þeim tilgangi að minnka gróðurhúsaáhrifin að sjálfsögðu. Metangassöfnun í Álfsnesi árið 2014 samsvaraði 2,2 milljónum bensínlítra og mun tvöfaldast með nýrri stöð. Þarna er nægt gas til að nýta á fjölmarga strætisvagna og aðra stóra bíla sé vilji til.Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Kolbrún Baldursdóttir Strætó Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Strætó bs. skoðar nú fýsileika þess að metanvæða hluta af bílaflota fyrirtækisins. Markmiðið er að nýta mikla umframframleiðslu Sorpu bs. á gastegundinni. Nýlega festi Strætó kaup á tveimur metanvögnum. Annar þeirra var tekinn í notkun í byrjun september og hefur reynslan af akstrinum verið góð. Til skoðunar er að fjölga metanvögnum upp í allt að tuttugu. Þetta er fagnaðarefni. Það má nefna í þessu sambandi að þetta er einmitt tillaga Flokks fólksins sem lögð var fram í borgarstjórn 18. júní 2019 og var vísað til stjórnar Strætó bs. Hún hljóðar þannig að borgarstjórn samþykki að álykta um að Sorpa hætti brennslu á metani og að það verði þess í stað nýtt sem eldsneyti t.d. með því að fjölga metanvögnum Strætó bs. Ég vil trúa því að þessi tillaga hafi haft þessi jákvæðu áhrif og að hér sé dæmi um að mál okkar í Flokki fólksins séu að skila einhverju góðu til borgarbúa. Ég hef fylgt eftir þessari tillögu með fjölmörgum bókunum í málum sem tengjast umræðunni um orkuskipti. Ég hef jafnframt notað öll tækifæri sem hafa gefist í borgarstjórn til að minnast á metan sem framleitt er mikið af og sem væri hægt að nýta á strætisvagna í stað þess að brenna það á báli þar sem ekki er forsvaranlegt að hleypa því út í andrúmsloftið. Fyrr á árinu höfðu þær upplýsingar borist frá Strætó bs. að óskað hafði verið eftir tilboðum í vetnisvagna. Það var sérkennilegt því framleiðsla á vetni með rafgreiningu er dýr, en það er eina leiðin til að búa það til hér á landi. Þess vegna yrði vetnið flutt inn. Vetni myndar vissulega ekki mengunarefni í borginni. Í ljósi þess að metan er til og ekki nýtt þótti mér og okkur í Flokki fólksins eðlilegt að borgarstjórn fari fram á að þessi tvö fyrirtæki, Sorpa og Strætó bs. hafi samráð um að annað nýti efni sem hitt framleiðir. Hér er verið að tala um hagræðingu og sparnað. Við þessa tilhögun minnkar sú sóun sem felst í því að brenna metani og á móti er dregið úr innflutningi á eldsneyti. Skynsamlegt væri því að Strætó bs. eignaðist fleiri metanvagna eins og segir í greinargerðinni með tillögunni og nú er það að verða að veruleika. Rökrétt er að reyna að nýta metangasið á stóra bíla almennt séð. Illa hefur gengið að koma því á almenna bílaflotann enda lítið reynt. Að nota gasið á strætisvagnana er því sjálfsagt mál. Það er sóun að brenna gasinu til einskis nema í þeim tilgangi að minnka gróðurhúsaáhrifin að sjálfsögðu. Metangassöfnun í Álfsnesi árið 2014 samsvaraði 2,2 milljónum bensínlítra og mun tvöfaldast með nýrri stöð. Þarna er nægt gas til að nýta á fjölmarga strætisvagna og aðra stóra bíla sé vilji til.Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun