Sérsveitarmenn freista þess að sækja líkin Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2019 09:57 Aðstæður á eyjunni eru erfiðar en sjóðandi heit gufa og leðja gýs úr gígnum og jarðfræðingar segja jarðhræringar hafa aukist. EPA/ARHT Átta meðlimir sérsveita herafla Nýja-Sjálands munu freista þess að fara í land á eldfjallaeyjunni Whakaari við fyrstu birtu á morgun, föstudag. Þar munu þeir reyna að finna og ná líkum þeirra átta sem enn er saknað. Minnst sex lík hafa fundist úr lofti. Aðstæður á eyjunni eru erfiðar en sjóðandi heit gufa og leðja gýs úr gígnum og jarðfræðingar segja jarðhræringar hafa aukist. Herskipið HMNZS Wellington verður notað til að flytja sérsveitarmennina en á blaðamannafundi í nótt sagi Mike Clement, yfirmaður hjá lögreglunni, að aðgerðin væri alls ekki hættulaus. Allt yrði þó reynt til að ná líkunum af eyjunni.Auk þeirra átta sem taldir eru vera enn á eyjunni eru átta látnir. Þar að auki er eins til viðbótar saknað. Margir eru alvarlega slasaðir og mjög illa brunnir.Sjá einnig: Blöðrur og brunasár þökktu líkama allraÚtlit er fyrir rigningu á næstu dögum. Talið er að þegar rignir á öskuna sem þekur eyjuna og líkin, muni hún harðna verulega og gera það mun erfiðara að ná líkunum. Fjölskyldumeðlimir og ættingjar þeirra sem saknað er hafa síðustu daga þrýst á yfirvöld Nýja-Sjálands og beðið um að fá að fara til Whakaari og sækja lík þeirra. New Zealand Herald segir einn ættingja Tipene Maangi, sem dó á eyjunni, hafa skrifað á samfélagsmiðlum um það hve hræðilegt það væri að þeim væri ekki hleypt á land á Whakaari til að sækja hann.Þá sendi Mark Inman, bróðir annars sem dó, bréf til Jacinda Ardern, forsætisráðherra landsins, þar sem hann bað um leyfi til að fara á land á eyjunni. Aðstæður á eyjunni væru þannig að fjölskyldan hefði líklegast ekki lengur möguleika á því að halda jarðarför með opinni kistu. Nú væri útlit fyrir að fjölskyldan gæti ekki einu sinni jarðað lík bróður hans yfir höfuð. Það væri allt vegna hægagangs yfirvalda. Ástandið á eyjunni er þó langt frá því að vera öruggt, samkvæmt sérfræðingum og hafa líkurnar á öðru eldgosi aukist. Sérsveitarmennirnir sem munu reyna að fara á land munu til dæmis þurfa að klæðast sérstökum verndarbúnaði. Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Blöðrur og brunasár þökktu líkama allra Hin 22 ára gamla Lillani Hopkins slapp naumlega undan eldgosinu á Whakaari og hlúði að slösuðu fólki á leiðinni til byggða. 11. desember 2019 10:30 Átta saknað og aðstandendur segja óvissuna versta Átta er enn saknað eftir eldgosið á Nýja-Sjálandi. Faðir eins, sem ekkert hefur heyrst frá, segir óvissuna það versta. 10. desember 2019 19:00 Sex lík hafa fundist úr lofti Sex eru látnir eftir eldgos á eyju við Nýja-Sjáland í gærnótt og átta er enn saknað. 10. desember 2019 13:33 Jarðhæringar á Hvítu eyju Jarðhræringar eru að aukast að nýju á Hvítueyju á Nýja Sjálandi og hafa þær hægt á aðgerðum viðbragðsaðila á eyjunni. 11. desember 2019 03:44 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Átta meðlimir sérsveita herafla Nýja-Sjálands munu freista þess að fara í land á eldfjallaeyjunni Whakaari við fyrstu birtu á morgun, föstudag. Þar munu þeir reyna að finna og ná líkum þeirra átta sem enn er saknað. Minnst sex lík hafa fundist úr lofti. Aðstæður á eyjunni eru erfiðar en sjóðandi heit gufa og leðja gýs úr gígnum og jarðfræðingar segja jarðhræringar hafa aukist. Herskipið HMNZS Wellington verður notað til að flytja sérsveitarmennina en á blaðamannafundi í nótt sagi Mike Clement, yfirmaður hjá lögreglunni, að aðgerðin væri alls ekki hættulaus. Allt yrði þó reynt til að ná líkunum af eyjunni.Auk þeirra átta sem taldir eru vera enn á eyjunni eru átta látnir. Þar að auki er eins til viðbótar saknað. Margir eru alvarlega slasaðir og mjög illa brunnir.Sjá einnig: Blöðrur og brunasár þökktu líkama allraÚtlit er fyrir rigningu á næstu dögum. Talið er að þegar rignir á öskuna sem þekur eyjuna og líkin, muni hún harðna verulega og gera það mun erfiðara að ná líkunum. Fjölskyldumeðlimir og ættingjar þeirra sem saknað er hafa síðustu daga þrýst á yfirvöld Nýja-Sjálands og beðið um að fá að fara til Whakaari og sækja lík þeirra. New Zealand Herald segir einn ættingja Tipene Maangi, sem dó á eyjunni, hafa skrifað á samfélagsmiðlum um það hve hræðilegt það væri að þeim væri ekki hleypt á land á Whakaari til að sækja hann.Þá sendi Mark Inman, bróðir annars sem dó, bréf til Jacinda Ardern, forsætisráðherra landsins, þar sem hann bað um leyfi til að fara á land á eyjunni. Aðstæður á eyjunni væru þannig að fjölskyldan hefði líklegast ekki lengur möguleika á því að halda jarðarför með opinni kistu. Nú væri útlit fyrir að fjölskyldan gæti ekki einu sinni jarðað lík bróður hans yfir höfuð. Það væri allt vegna hægagangs yfirvalda. Ástandið á eyjunni er þó langt frá því að vera öruggt, samkvæmt sérfræðingum og hafa líkurnar á öðru eldgosi aukist. Sérsveitarmennirnir sem munu reyna að fara á land munu til dæmis þurfa að klæðast sérstökum verndarbúnaði.
Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Blöðrur og brunasár þökktu líkama allra Hin 22 ára gamla Lillani Hopkins slapp naumlega undan eldgosinu á Whakaari og hlúði að slösuðu fólki á leiðinni til byggða. 11. desember 2019 10:30 Átta saknað og aðstandendur segja óvissuna versta Átta er enn saknað eftir eldgosið á Nýja-Sjálandi. Faðir eins, sem ekkert hefur heyrst frá, segir óvissuna það versta. 10. desember 2019 19:00 Sex lík hafa fundist úr lofti Sex eru látnir eftir eldgos á eyju við Nýja-Sjáland í gærnótt og átta er enn saknað. 10. desember 2019 13:33 Jarðhæringar á Hvítu eyju Jarðhræringar eru að aukast að nýju á Hvítueyju á Nýja Sjálandi og hafa þær hægt á aðgerðum viðbragðsaðila á eyjunni. 11. desember 2019 03:44 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Blöðrur og brunasár þökktu líkama allra Hin 22 ára gamla Lillani Hopkins slapp naumlega undan eldgosinu á Whakaari og hlúði að slösuðu fólki á leiðinni til byggða. 11. desember 2019 10:30
Átta saknað og aðstandendur segja óvissuna versta Átta er enn saknað eftir eldgosið á Nýja-Sjálandi. Faðir eins, sem ekkert hefur heyrst frá, segir óvissuna það versta. 10. desember 2019 19:00
Sex lík hafa fundist úr lofti Sex eru látnir eftir eldgos á eyju við Nýja-Sjáland í gærnótt og átta er enn saknað. 10. desember 2019 13:33
Jarðhæringar á Hvítu eyju Jarðhræringar eru að aukast að nýju á Hvítueyju á Nýja Sjálandi og hafa þær hægt á aðgerðum viðbragðsaðila á eyjunni. 11. desember 2019 03:44