Fimmtungur fanga aftur í fangelsi innan tveggja ára Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. desember 2019 20:15 Búið er að dæma fimmtung þeirra fanga sem losna úr fangelsi aftur til fangelsisvistar innan tveggja ára. Sérstakur stýrihópur hefur verið settur á laggirnar til að reyna að draga úr endurkomum fanga í fangelsin. Félagsmálaráðherra tilkynnti um stýrihópinn þegar hann tók í dag við tillögum starfshóps um úrbætur í málefnum fanga. Starfshópurinn leggur til að föngum verði fylgt betur eftir. Þeir fái þannig betri ráðgjöf og þjónustu eftir að þeir eru dæmdir til fangelsisvistar. Þá fái þeir einnig betri þjónustu og ráðgjöf inni í fangelsunum og svo eftir að þeir losna út úr þeim. Listamaðurinn Tolli fór fyrir starfshópnum en hann hefur síðustu sautján ár farið reglulega inn í fangelsin til að hjálpa föngum. „Áttatíu níutíu prósent fanga, sem sagt skjólstæðinga stofnunarinnar, eru fíklar. Stór hluti þeirra áttatíu prósent þessar fíkla eru með áfallasögu. Tuttugu og fimm til þrjátíu prósent þeirra, er með, búa við áfallastreituröskun þannig að við erum þarna með mjög alvarlegt heilbrigðisvandamál og þess vegna er gríðarlega mikilvægt að við mætum þessum einstaklingum með velvild og kærleik,“ segir Tolli sem var formaður starfshópsins. Agnar Bragason var ráðgjafi starfshópsins.MYND/Baldur Starfshópurinn leggur til að sett verði á laggirnar sérstök Batahús sem fangar geti dvalið í þegar þeir losna úr fangelsi. Þar fái þeir tækifæri til að koma undir sig fótunum. „Þar sem að menn geta komið og búið í tvö ár með stuðningi og hjálp við að komast aftur út í samfélagið og hérna styrkja félagslegbönd og hérna stunda tólf spora starf og fara í nám eða vinnu, eitthvað svoleiðis. Það var allavega í mínu tilviki var það sem að skipti sköpum að ég fékk aðstoð,“ segir Agnar Bragason fyrrverandi fangi sem starfaði með starfshópnum. „Ég bind vonir við að á næstunni, eða á næsta árinu, þá munum við fara að sjá þessar breytingar fara að koma til framkvæmda. Sérstaklega í ljósi þess að allir hafa fallist á að fylgja þeim eftir,“ segir Ásmundur Daði Einarsson félagsmálaráðherra. Fangelsismál Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Búið er að dæma fimmtung þeirra fanga sem losna úr fangelsi aftur til fangelsisvistar innan tveggja ára. Sérstakur stýrihópur hefur verið settur á laggirnar til að reyna að draga úr endurkomum fanga í fangelsin. Félagsmálaráðherra tilkynnti um stýrihópinn þegar hann tók í dag við tillögum starfshóps um úrbætur í málefnum fanga. Starfshópurinn leggur til að föngum verði fylgt betur eftir. Þeir fái þannig betri ráðgjöf og þjónustu eftir að þeir eru dæmdir til fangelsisvistar. Þá fái þeir einnig betri þjónustu og ráðgjöf inni í fangelsunum og svo eftir að þeir losna út úr þeim. Listamaðurinn Tolli fór fyrir starfshópnum en hann hefur síðustu sautján ár farið reglulega inn í fangelsin til að hjálpa föngum. „Áttatíu níutíu prósent fanga, sem sagt skjólstæðinga stofnunarinnar, eru fíklar. Stór hluti þeirra áttatíu prósent þessar fíkla eru með áfallasögu. Tuttugu og fimm til þrjátíu prósent þeirra, er með, búa við áfallastreituröskun þannig að við erum þarna með mjög alvarlegt heilbrigðisvandamál og þess vegna er gríðarlega mikilvægt að við mætum þessum einstaklingum með velvild og kærleik,“ segir Tolli sem var formaður starfshópsins. Agnar Bragason var ráðgjafi starfshópsins.MYND/Baldur Starfshópurinn leggur til að sett verði á laggirnar sérstök Batahús sem fangar geti dvalið í þegar þeir losna úr fangelsi. Þar fái þeir tækifæri til að koma undir sig fótunum. „Þar sem að menn geta komið og búið í tvö ár með stuðningi og hjálp við að komast aftur út í samfélagið og hérna styrkja félagslegbönd og hérna stunda tólf spora starf og fara í nám eða vinnu, eitthvað svoleiðis. Það var allavega í mínu tilviki var það sem að skipti sköpum að ég fékk aðstoð,“ segir Agnar Bragason fyrrverandi fangi sem starfaði með starfshópnum. „Ég bind vonir við að á næstunni, eða á næsta árinu, þá munum við fara að sjá þessar breytingar fara að koma til framkvæmda. Sérstaklega í ljósi þess að allir hafa fallist á að fylgja þeim eftir,“ segir Ásmundur Daði Einarsson félagsmálaráðherra.
Fangelsismál Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira