Sara heldur áfram að auka forskot sitt á toppnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2019 16:30 Sara Sigmundsdóttir. Mynd/Fésbókarsíða Dubai CrossFit Championship Sara Sigmundsdóttir er í frábærum málum eftir magnaðan dag á CrossFit mótinu í Dúbaí en Sara er komin með 36 stiga forskot á toppnum eftir þrjár flottar greinar í dag. Björgvin Karl varð í fimmta sæti í sjöundu grein dagsins og er líka í fimmta sæti í heildarkeppninni fyrir lokadaginn. Sara Sigmundsdóttir var þriðja fljótust í sjöundu greininni sem var krefjandi þrautabraut þar sem keppendur þurftu að klifra í köðlum, taka á því í róðravél, hoppa upp á kassa, henda þungum boltum og ganga ákveðna vegalengd með 60 kílóa stangir. Fram undan er lokadagurinn á morgun og þó að þar verði örugglega nóg af stigum í boði þá gæti orðið erfitt fyrir hinar stelpurnar að stoppa Söru sem er í miklu stuði í hitanum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Sara komst upp í toppsætið með sigri í einu grein gærdagsins og fylgdi því eftir með því að auka forskot sitt í öllum þremur greinum dagsins. Sara varð eins og áður sagði í þriðja sæti í síðustu greininni og varð því á topp þrjú í öllum greinum dagsins. Það þýðir 285 stig af 300 mögulegum í dag sem er magnaður árangur. Sara er komin með 617 stig eftir sjö greinar og hefur nú 36 stiga forskot á hina slóvakísku Karin Frey. Björgvin Karl Guðmundsson er í fimmta sæti eftir sjö greinar hjá körlunum. Í þremur greinum dagsins varð Björgvin í 3. sætt (grein 5), í 9. sæti (grein 6) og loks í 5. sæti í lokagreininni.Staðan í kvennakeppninni fyrir lokadaginn: 1. Sara Sigmundsdóttir, Íslandi 617 2. Karin Frey, Slóvakíu 581 3. Samantha Briggs, Bretlandi 561 4. Gabriela Migala, Póllandi 552 5. Alessandra Pichelli, Ítalíu 545 6. Jamie Greene, Ástralía 527 7. Emily Rolfe, Kanada 516 8. Julie Hougård, Danmörku 501Staðan í karlakeppninni fyrir lokadaginn: 1. Roman Khrennikov, Rússlandi 579 2. Brent Fikowski, Kanada 574 3. Jason Smith, Suður Afríku 553 4. Patrick Vellner, Kanada 552 5. Björgvin Karl Guðmundsson, Íslandi 529 6. Jeffrey Adler, Kanada 507 7. Tola Morakinyo, Bandaríkjunum 501 8. Jonne Koski, Finnlandi 489 Hér fyrir neðan má sjá allar keppnir þriðja dagsins. CrossFit Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir er í frábærum málum eftir magnaðan dag á CrossFit mótinu í Dúbaí en Sara er komin með 36 stiga forskot á toppnum eftir þrjár flottar greinar í dag. Björgvin Karl varð í fimmta sæti í sjöundu grein dagsins og er líka í fimmta sæti í heildarkeppninni fyrir lokadaginn. Sara Sigmundsdóttir var þriðja fljótust í sjöundu greininni sem var krefjandi þrautabraut þar sem keppendur þurftu að klifra í köðlum, taka á því í róðravél, hoppa upp á kassa, henda þungum boltum og ganga ákveðna vegalengd með 60 kílóa stangir. Fram undan er lokadagurinn á morgun og þó að þar verði örugglega nóg af stigum í boði þá gæti orðið erfitt fyrir hinar stelpurnar að stoppa Söru sem er í miklu stuði í hitanum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Sara komst upp í toppsætið með sigri í einu grein gærdagsins og fylgdi því eftir með því að auka forskot sitt í öllum þremur greinum dagsins. Sara varð eins og áður sagði í þriðja sæti í síðustu greininni og varð því á topp þrjú í öllum greinum dagsins. Það þýðir 285 stig af 300 mögulegum í dag sem er magnaður árangur. Sara er komin með 617 stig eftir sjö greinar og hefur nú 36 stiga forskot á hina slóvakísku Karin Frey. Björgvin Karl Guðmundsson er í fimmta sæti eftir sjö greinar hjá körlunum. Í þremur greinum dagsins varð Björgvin í 3. sætt (grein 5), í 9. sæti (grein 6) og loks í 5. sæti í lokagreininni.Staðan í kvennakeppninni fyrir lokadaginn: 1. Sara Sigmundsdóttir, Íslandi 617 2. Karin Frey, Slóvakíu 581 3. Samantha Briggs, Bretlandi 561 4. Gabriela Migala, Póllandi 552 5. Alessandra Pichelli, Ítalíu 545 6. Jamie Greene, Ástralía 527 7. Emily Rolfe, Kanada 516 8. Julie Hougård, Danmörku 501Staðan í karlakeppninni fyrir lokadaginn: 1. Roman Khrennikov, Rússlandi 579 2. Brent Fikowski, Kanada 574 3. Jason Smith, Suður Afríku 553 4. Patrick Vellner, Kanada 552 5. Björgvin Karl Guðmundsson, Íslandi 529 6. Jeffrey Adler, Kanada 507 7. Tola Morakinyo, Bandaríkjunum 501 8. Jonne Koski, Finnlandi 489 Hér fyrir neðan má sjá allar keppnir þriðja dagsins.
CrossFit Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Sjá meira