Michelle Ballarin fór af landi brott í morgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 15. desember 2019 12:46 Michelle Ballarin var á Íslandi þar til í morgun að vinna að endurreisn WOW Air. VÍSIR/BALDUR Bandaríska athafnakonan Michelle Ballarin fór af landi brott í morgun en hún hefur verið hér síðustu daga og unnið að endurreisn WOW Air. Gert er ráð fyrir því að félagið verði komið með talsverð umsvif í farþegaflugi áður en háannatími flugsins hefst í vor að sögn aðstandenda flugfélagsins. Fyrsta flugið fari vonandi í loftið innan vikna frekar en mánaða. Komið hefur fram að bandaríska athafnakonan Michelle Ballarin, sem hyggst endurreisa WOW Air, greiddi 50 milljónir króna fyrir eignirnar sem hún keypti úr þrotabúi WOW Air. Þeirra á meðal eru fjólubláu búningarnir, margvíslegar rekstrarvörur, varahlutir, bókunartækni og handbækur. Upphaflega var lagt upp með að áætlunarflug WOW Air á milli Keflavíkur og Washington gæti hafist í október. Í byrjun október var haft eftir Ballarin að allt yrði komið á fullt hjá félaginu í desember. Þær spár hafa þó ekki ræst. Aðstandendur félagsins hafa sagt að ferlið hafi reynst tímafrekara en von var á og að ákveðnar hindranir hafi orðið á vegi aðstandanda félagsins. Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill sem komið hefur að undirbúningi endurreisnarinnar, segir að allt sé á réttri leið. Á meðal þess sem Ballarin keypti úr þrotabúi Wow air eru fjólubláu búningarnir, margvíslegar rekstrarvörur, varahlutir, bókunartækni og handbækur.Vísir/Vilhelm „Markmiðin um að endurvekja starfsemi WOW eru enn í fullu gildi. Við teljum okkur vera alls staðar á réttri leið en höfum viðurkennt að við erum ekki á réttum hraða. Þannig markmiðin um að fara í loftið af þunga í desember þau eru ekki að ganga eftir.“ Eins og áður hefur komið fram verða fraktflutningar á fiski og öðrum varningi stór hluti starfseminnar, í það minnsta fyrst um sinn. Gunnar segir að tíminn í fyrsta flug WOW Air sé frekar mældur í vikum en mánuðum. „Við að minnsta kosti verðum áreiðanlega komin með talsverð umsvif í farþegafluginu áður en háannatíminn hefst með vorinu en fram að þeim tíma munum við leggja talsverða áherslu á þátt fraktflugsins í vélum þar sem við verðum að sjálfsögðu líka að flytja farþega“ „Þó við leggjum áherslu á fraktina þá er hún um borð í sömu flugvélum og farþegar þannig að við höfum sagt að í byrjum verði áhersla lögð á fraktin enda þótt farþega rýmið verði ekki mjög þéttskipað í allra fyrstu ferðunum. Við vonumst til þess að geta mælt tímann fram að þessari tilkeyrslu frekar í vikum en mánuðum,“ sagði Gunnar Steinn. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu hefur Michelle Ballarin verið á landinu síðustu daga en hún fór af landi brott í morgun. „Eðlilega í þessu ferli er hún talsvert oft hérna,“ sagði Gunnar. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Vill skiptastjóra WOW úr starfi Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, hefur gert kröfu til Héraðsdóms Reykjavíkur um að Sveini Andra Sveinssyni verði vikið frá störfum sem skiptastjóra þrotabús flugfélagsins. 21. nóvember 2019 06:00 Saka skiptastjóra WOW air um að hafa tvíselt eignir Fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá WOW air hefur sakað skiptastjóra þrotabús flugfélagsins um að hafa tvíselt eignir úr búinu. 11. desember 2019 09:01 Vikur frekar en mánuðir í fyrsta flug Ballarin Undirbúningsferlið hefur verið tímafrekara en búist var við, bæði vegna hindrana sem orðið hafa á vegi skipuleggjenda, og nýrra tækifæra. 3. desember 2019 12:20 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
Bandaríska athafnakonan Michelle Ballarin fór af landi brott í morgun en hún hefur verið hér síðustu daga og unnið að endurreisn WOW Air. Gert er ráð fyrir því að félagið verði komið með talsverð umsvif í farþegaflugi áður en háannatími flugsins hefst í vor að sögn aðstandenda flugfélagsins. Fyrsta flugið fari vonandi í loftið innan vikna frekar en mánaða. Komið hefur fram að bandaríska athafnakonan Michelle Ballarin, sem hyggst endurreisa WOW Air, greiddi 50 milljónir króna fyrir eignirnar sem hún keypti úr þrotabúi WOW Air. Þeirra á meðal eru fjólubláu búningarnir, margvíslegar rekstrarvörur, varahlutir, bókunartækni og handbækur. Upphaflega var lagt upp með að áætlunarflug WOW Air á milli Keflavíkur og Washington gæti hafist í október. Í byrjun október var haft eftir Ballarin að allt yrði komið á fullt hjá félaginu í desember. Þær spár hafa þó ekki ræst. Aðstandendur félagsins hafa sagt að ferlið hafi reynst tímafrekara en von var á og að ákveðnar hindranir hafi orðið á vegi aðstandanda félagsins. Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill sem komið hefur að undirbúningi endurreisnarinnar, segir að allt sé á réttri leið. Á meðal þess sem Ballarin keypti úr þrotabúi Wow air eru fjólubláu búningarnir, margvíslegar rekstrarvörur, varahlutir, bókunartækni og handbækur.Vísir/Vilhelm „Markmiðin um að endurvekja starfsemi WOW eru enn í fullu gildi. Við teljum okkur vera alls staðar á réttri leið en höfum viðurkennt að við erum ekki á réttum hraða. Þannig markmiðin um að fara í loftið af þunga í desember þau eru ekki að ganga eftir.“ Eins og áður hefur komið fram verða fraktflutningar á fiski og öðrum varningi stór hluti starfseminnar, í það minnsta fyrst um sinn. Gunnar segir að tíminn í fyrsta flug WOW Air sé frekar mældur í vikum en mánuðum. „Við að minnsta kosti verðum áreiðanlega komin með talsverð umsvif í farþegafluginu áður en háannatíminn hefst með vorinu en fram að þeim tíma munum við leggja talsverða áherslu á þátt fraktflugsins í vélum þar sem við verðum að sjálfsögðu líka að flytja farþega“ „Þó við leggjum áherslu á fraktina þá er hún um borð í sömu flugvélum og farþegar þannig að við höfum sagt að í byrjum verði áhersla lögð á fraktin enda þótt farþega rýmið verði ekki mjög þéttskipað í allra fyrstu ferðunum. Við vonumst til þess að geta mælt tímann fram að þessari tilkeyrslu frekar í vikum en mánuðum,“ sagði Gunnar Steinn. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu hefur Michelle Ballarin verið á landinu síðustu daga en hún fór af landi brott í morgun. „Eðlilega í þessu ferli er hún talsvert oft hérna,“ sagði Gunnar.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Vill skiptastjóra WOW úr starfi Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, hefur gert kröfu til Héraðsdóms Reykjavíkur um að Sveini Andra Sveinssyni verði vikið frá störfum sem skiptastjóra þrotabús flugfélagsins. 21. nóvember 2019 06:00 Saka skiptastjóra WOW air um að hafa tvíselt eignir Fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá WOW air hefur sakað skiptastjóra þrotabús flugfélagsins um að hafa tvíselt eignir úr búinu. 11. desember 2019 09:01 Vikur frekar en mánuðir í fyrsta flug Ballarin Undirbúningsferlið hefur verið tímafrekara en búist var við, bæði vegna hindrana sem orðið hafa á vegi skipuleggjenda, og nýrra tækifæra. 3. desember 2019 12:20 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
Vill skiptastjóra WOW úr starfi Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, hefur gert kröfu til Héraðsdóms Reykjavíkur um að Sveini Andra Sveinssyni verði vikið frá störfum sem skiptastjóra þrotabús flugfélagsins. 21. nóvember 2019 06:00
Saka skiptastjóra WOW air um að hafa tvíselt eignir Fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá WOW air hefur sakað skiptastjóra þrotabús flugfélagsins um að hafa tvíselt eignir úr búinu. 11. desember 2019 09:01
Vikur frekar en mánuðir í fyrsta flug Ballarin Undirbúningsferlið hefur verið tímafrekara en búist var við, bæði vegna hindrana sem orðið hafa á vegi skipuleggjenda, og nýrra tækifæra. 3. desember 2019 12:20