Smíðar sjókvíar og báta á Djúpavogi fyrir fiskeldi Kristján Már Unnarsson skrifar 15. desember 2019 22:45 Vilhjálmur Benediktsson, framkvæmdastjóri Bátasmiðjunnar Ránar á Djúpavogi. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Bátasmiðja á Djúpavogi smíðar sjókvíar og báta fyrir fiskeldi. Framkvæmdastjórinn segir marga ekki átta sig á hve sprotar geta farið víða og hve störfin eru orðin mörg sem tengjast fiskeldinu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Við höfum áður sýnt á Stöð 2 fréttamyndir af fiskeldiskvíum í Patreksfirði. Það sem við vissum ekki þá er að þær eru íslensk smíði, raunar austfirsk, nánar tiltekið frá Rán bátasmiðju á Djúpavogi. Fiskeldiskvíar í Patreksfirði voru smíðaðar á Djúpavogi.Stöð 2/Einar Árnason. Framkvæmdastjórinn Vilhjálmur Benediktsson segir að þrjú íslensk fiskeldisfyrirtæki hafi til þessa keypt af þeim milli sextíu og sjötíu kvíar; Laxar á Reyðarfirði, Arnarlax og það sem áður hét Dýrfiskur, nú Arctic Fish. Rán sérsmíðar einnig báta fyrir fiskeldið og hefur þegar selt fjóra slíka. „Ég byrjaði með þetta sem þjónustubáta fyrir eldi, sterka báta og endingargóða,“ segir Vilhjálmur. Bátur frá Rán í höfninni á Djúpavogi. Hann var smíðaður fyrir Fiskeldi Austfjarða.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Og þetta skapar atvinnu fyrir drjúgan fjölda starfsmanna. „Við höfum mest verið tólf. Við erum venjulega svona átta þegar við erum að smíða kvíar. Tíu þegar við erum að smíða bát samtímis með kvíum.“ -Telst það ekki nokkuð stórt fyrirtæki á Djúpavogi? „Já, kannski. Jú, eiginlega.“ Starfsmenn bátasmiðjunnar eru að jafnaði í kringum tíu talsins.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Þetta er dæmi um afleidd störf sem orðið hafa til með vexti fiskeldis hérlendis. „Já, það eru þessi störf sem tengjast, - þau eru ótrúlega mörg, sem margir kannski átta sig ekki á. Sprotarnir geta farið víða,“ segir Vilhjálmur Benediktsson á Djúpavogi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Djúpivogur Fiskeldi Fjarðabyggð Tálknafjörður Vesturbyggð Tengdar fréttir Engin uppgjöf á Djúpavogi og fiskvinnslan endurreist Tekist hefur að endurheimta tvo þriðju hluta þeirra fiskvinnslustarfa sem töpuðust á Djúpavogi þegar Vísir í Grindavík ákvað að loka í fyrra. 27. ágúst 2015 20:45 Tekist á um stóraukið laxeldi á Austfjörðum Áform um stóraukið laxeldi gætu hleypt miklum þrótti í atvinnulíf á Austurlandi. Handhafar laxveiðihlunninda óttast hins vegar umhverfisslys. 22. september 2016 21:45 Vonast til að fiskeldið hleypi þrótti í byggðir Austurlands Fiskeldi Austfjarða sér fram á enn frekari uppbyggingu laxeldis og fjölgun starfa á Djúpavogi eftir að eitt reyndasta eldisfyrirtæki Noregs keypti helmingshlut í starfseminni. 23. nóvember 2015 21:30 Segir laxeldi stærsta tækifærið til að snúa við byggðaþróun á Vestfjörðum Fiskeldi hefur tekið við af hefðbundnum sjávarútvegi sem stærsta atvinnugreinin á Tálknafirði. Helsti forystumaður Vestfirðinga um árabil segir laxeldið stærsta tækifæri fjórðungsins í atvinnumálum. 24. október 2019 21:00 Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Bátasmiðja á Djúpavogi smíðar sjókvíar og báta fyrir fiskeldi. Framkvæmdastjórinn segir marga ekki átta sig á hve sprotar geta farið víða og hve störfin eru orðin mörg sem tengjast fiskeldinu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Við höfum áður sýnt á Stöð 2 fréttamyndir af fiskeldiskvíum í Patreksfirði. Það sem við vissum ekki þá er að þær eru íslensk smíði, raunar austfirsk, nánar tiltekið frá Rán bátasmiðju á Djúpavogi. Fiskeldiskvíar í Patreksfirði voru smíðaðar á Djúpavogi.Stöð 2/Einar Árnason. Framkvæmdastjórinn Vilhjálmur Benediktsson segir að þrjú íslensk fiskeldisfyrirtæki hafi til þessa keypt af þeim milli sextíu og sjötíu kvíar; Laxar á Reyðarfirði, Arnarlax og það sem áður hét Dýrfiskur, nú Arctic Fish. Rán sérsmíðar einnig báta fyrir fiskeldið og hefur þegar selt fjóra slíka. „Ég byrjaði með þetta sem þjónustubáta fyrir eldi, sterka báta og endingargóða,“ segir Vilhjálmur. Bátur frá Rán í höfninni á Djúpavogi. Hann var smíðaður fyrir Fiskeldi Austfjarða.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Og þetta skapar atvinnu fyrir drjúgan fjölda starfsmanna. „Við höfum mest verið tólf. Við erum venjulega svona átta þegar við erum að smíða kvíar. Tíu þegar við erum að smíða bát samtímis með kvíum.“ -Telst það ekki nokkuð stórt fyrirtæki á Djúpavogi? „Já, kannski. Jú, eiginlega.“ Starfsmenn bátasmiðjunnar eru að jafnaði í kringum tíu talsins.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Þetta er dæmi um afleidd störf sem orðið hafa til með vexti fiskeldis hérlendis. „Já, það eru þessi störf sem tengjast, - þau eru ótrúlega mörg, sem margir kannski átta sig ekki á. Sprotarnir geta farið víða,“ segir Vilhjálmur Benediktsson á Djúpavogi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Djúpivogur Fiskeldi Fjarðabyggð Tálknafjörður Vesturbyggð Tengdar fréttir Engin uppgjöf á Djúpavogi og fiskvinnslan endurreist Tekist hefur að endurheimta tvo þriðju hluta þeirra fiskvinnslustarfa sem töpuðust á Djúpavogi þegar Vísir í Grindavík ákvað að loka í fyrra. 27. ágúst 2015 20:45 Tekist á um stóraukið laxeldi á Austfjörðum Áform um stóraukið laxeldi gætu hleypt miklum þrótti í atvinnulíf á Austurlandi. Handhafar laxveiðihlunninda óttast hins vegar umhverfisslys. 22. september 2016 21:45 Vonast til að fiskeldið hleypi þrótti í byggðir Austurlands Fiskeldi Austfjarða sér fram á enn frekari uppbyggingu laxeldis og fjölgun starfa á Djúpavogi eftir að eitt reyndasta eldisfyrirtæki Noregs keypti helmingshlut í starfseminni. 23. nóvember 2015 21:30 Segir laxeldi stærsta tækifærið til að snúa við byggðaþróun á Vestfjörðum Fiskeldi hefur tekið við af hefðbundnum sjávarútvegi sem stærsta atvinnugreinin á Tálknafirði. Helsti forystumaður Vestfirðinga um árabil segir laxeldið stærsta tækifæri fjórðungsins í atvinnumálum. 24. október 2019 21:00 Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Engin uppgjöf á Djúpavogi og fiskvinnslan endurreist Tekist hefur að endurheimta tvo þriðju hluta þeirra fiskvinnslustarfa sem töpuðust á Djúpavogi þegar Vísir í Grindavík ákvað að loka í fyrra. 27. ágúst 2015 20:45
Tekist á um stóraukið laxeldi á Austfjörðum Áform um stóraukið laxeldi gætu hleypt miklum þrótti í atvinnulíf á Austurlandi. Handhafar laxveiðihlunninda óttast hins vegar umhverfisslys. 22. september 2016 21:45
Vonast til að fiskeldið hleypi þrótti í byggðir Austurlands Fiskeldi Austfjarða sér fram á enn frekari uppbyggingu laxeldis og fjölgun starfa á Djúpavogi eftir að eitt reyndasta eldisfyrirtæki Noregs keypti helmingshlut í starfseminni. 23. nóvember 2015 21:30
Segir laxeldi stærsta tækifærið til að snúa við byggðaþróun á Vestfjörðum Fiskeldi hefur tekið við af hefðbundnum sjávarútvegi sem stærsta atvinnugreinin á Tálknafirði. Helsti forystumaður Vestfirðinga um árabil segir laxeldið stærsta tækifæri fjórðungsins í atvinnumálum. 24. október 2019 21:00