„Ég svara því bara fullum hálsi“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. desember 2019 12:39 Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra verður til umfjöllunar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag. Þingmaður Samfylkingarinnar vísar á bug ásökunum um að hafa rofið trúnað um umfjöllun málsins í nefndinni. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, og Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, samþykktu fyrr í þessum mánuði tillögu Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, formanns stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, um að hefja frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs í ljósi stöðu hans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja. Sjá einnig: Saka hvort annað um að misskilja málið Skömmu síðar lagði Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og varaformaður nefndarinnar, fram bókun þar sem segir að Guðmundur Andri hafi fjallað opinberlega um efni fundarins, sem feli í sér skýrt brot á þingskaparlögum. Harmar Líneik í bókun sinni að þingmaðurinn hafi rofið trúnað en því vísar Guðmundur Andri á bug. „Ég svara því bara fullum hálsi og neita því að ég hafi gert það. Ég sagði frá fundi og sagði frá þeirri afstöðu sem að fundarmenn hefðu haft en ég var ekki að rekja einstök orðaskipti og ég var ekkert að bera á torg neinar viðkvæmar upplýsingar. Þannig að ég er ekki sammála því, “ segir Guðmundur Andri. Málið verður tekið fyrir á fundi nefndarinnar í dag, þegar henni gefst færi á að funda milli anna í þinginu. „Þá munum við væntanlega setja niður fyrir okkur spurningar sem að við leggjum fyrir ráðuneytið í þessari rannsókn,“ segir Guðmundur Andri. Formaður nefndarinnar „hrapi að ályktunum“ Á sama fundi og Líneik lagði fram bókun um meintan trúnaðarbrest Guðmundar Andra, sem fór fram þann 9. desember, lagði hún fram aðra bókun þar sem hún lýsir áhyggjum af framferði Þórhildar Sunnu, formanns nefndarinnar, vegna málsins. „Áhyggjuefni er þegar formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hrapar ítrekað að ályktunum og gefur sér niðurstöðu fyrir fram í flóknum málum, nú síðast í málum sem varða hæfi ráðherra sjávarútvegsmála. Þar hefur þess ekki verið gætt að málefnaleg sjónarmið séu höfð að leiðarljósi við meðferð mála í nefndinni, með því að veita ráðherra eðlilegt færi á því að skýra orð sín, sem og að neita nefndarmönnum um frekari gögn í málinu, áður en ákvörðun er tekin um frumkvæðisathugun nefndarinnar,“ segir meðal annars í bókun Líneikur. Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir Útilokar ekki frumkvæðisrannsókn Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar útilokar ekki að ráðist verði í frumkvæðisrannsókn á hugsanlegu vanhæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna Samherjamálsins. 25. nóvember 2019 19:00 Saka hvort annað um að misskilja málið Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir tillögu í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd um frumkvæðissathugun á hæfi sjávarútvegsráðherra byggða á misskilningi. Formaður nefndarinnar segir hins vegar þingflokkformanninn misskilja málið. 8. desember 2019 18:11 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra verður til umfjöllunar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag. Þingmaður Samfylkingarinnar vísar á bug ásökunum um að hafa rofið trúnað um umfjöllun málsins í nefndinni. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, og Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, samþykktu fyrr í þessum mánuði tillögu Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, formanns stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, um að hefja frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs í ljósi stöðu hans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja. Sjá einnig: Saka hvort annað um að misskilja málið Skömmu síðar lagði Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og varaformaður nefndarinnar, fram bókun þar sem segir að Guðmundur Andri hafi fjallað opinberlega um efni fundarins, sem feli í sér skýrt brot á þingskaparlögum. Harmar Líneik í bókun sinni að þingmaðurinn hafi rofið trúnað en því vísar Guðmundur Andri á bug. „Ég svara því bara fullum hálsi og neita því að ég hafi gert það. Ég sagði frá fundi og sagði frá þeirri afstöðu sem að fundarmenn hefðu haft en ég var ekki að rekja einstök orðaskipti og ég var ekkert að bera á torg neinar viðkvæmar upplýsingar. Þannig að ég er ekki sammála því, “ segir Guðmundur Andri. Málið verður tekið fyrir á fundi nefndarinnar í dag, þegar henni gefst færi á að funda milli anna í þinginu. „Þá munum við væntanlega setja niður fyrir okkur spurningar sem að við leggjum fyrir ráðuneytið í þessari rannsókn,“ segir Guðmundur Andri. Formaður nefndarinnar „hrapi að ályktunum“ Á sama fundi og Líneik lagði fram bókun um meintan trúnaðarbrest Guðmundar Andra, sem fór fram þann 9. desember, lagði hún fram aðra bókun þar sem hún lýsir áhyggjum af framferði Þórhildar Sunnu, formanns nefndarinnar, vegna málsins. „Áhyggjuefni er þegar formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hrapar ítrekað að ályktunum og gefur sér niðurstöðu fyrir fram í flóknum málum, nú síðast í málum sem varða hæfi ráðherra sjávarútvegsmála. Þar hefur þess ekki verið gætt að málefnaleg sjónarmið séu höfð að leiðarljósi við meðferð mála í nefndinni, með því að veita ráðherra eðlilegt færi á því að skýra orð sín, sem og að neita nefndarmönnum um frekari gögn í málinu, áður en ákvörðun er tekin um frumkvæðisathugun nefndarinnar,“ segir meðal annars í bókun Líneikur.
Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir Útilokar ekki frumkvæðisrannsókn Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar útilokar ekki að ráðist verði í frumkvæðisrannsókn á hugsanlegu vanhæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna Samherjamálsins. 25. nóvember 2019 19:00 Saka hvort annað um að misskilja málið Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir tillögu í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd um frumkvæðissathugun á hæfi sjávarútvegsráðherra byggða á misskilningi. Formaður nefndarinnar segir hins vegar þingflokkformanninn misskilja málið. 8. desember 2019 18:11 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Útilokar ekki frumkvæðisrannsókn Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar útilokar ekki að ráðist verði í frumkvæðisrannsókn á hugsanlegu vanhæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna Samherjamálsins. 25. nóvember 2019 19:00
Saka hvort annað um að misskilja málið Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir tillögu í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd um frumkvæðissathugun á hæfi sjávarútvegsráðherra byggða á misskilningi. Formaður nefndarinnar segir hins vegar þingflokkformanninn misskilja málið. 8. desember 2019 18:11