Ræddu fjölmiðlafrumvarp fram á nótt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. desember 2019 12:12 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/vilhelm Umræður um fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra stóðu yfir á Alþingi til rúmlega tvö í nótt. Haldnir verða tveir þingfundir í dag til að unnt verði að ljúka umsamdri dagskrá þingsins fyrir jólafrí í dag. Lilja Alfreðsdóttir mælti fyrir frumvarpinu rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi og stóðu umræður yfir til rúmlega tvö í nótt. Frumvarpið felur meðal annars í sér ákvæði um endurgreiðslur til einkarekinna fjölmiðla en 400 milljónir hafa verið eyrnamerktar í fjárlögum næsta árs til stuðnings við fjölmiðla. Nokkuð hefur verið deilt um málið innan stjórnarflokkanna en Sjálfstæðismenn hafa til að mynda lýst efasemdum um frumvarpið.Sjá einnig: Mælti loks fyrir fjölmiðlafrumvarpinu eftir erfiða meðferð í ríkisstjórn„Þetta eru ákveðin tímamót að frumvarpið sé komið fram og nú er það komið í þinglega meðferð. Þannig að ég er auðvitað ánægð með það að við séum að standa við það sem stendur í stjórnarsáttmálanum,“ segir Lilja í samtali við fréttastofu. Spurð hvort hún sé bjartsýn um framgang málsins í framhaldinu í ljósi þess sem á undan hefur gengið svarar Lilja á þá leið að auðvitað geti mál tekið breytingum í þinglegri meðferð. „Eins og ég segi þá eru þetta ákveðin tímamót því að það kom fram í ræðum flestra þingmanna, og þetta voru umræður sem tóku ákveðinn tíma, að það er viðurkenning á því að rekstur einkarekinna fjölmiðla á Íslandi sé erfiður,“ segir Lilja. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi útvarpsstjóri.Vísir/Vilhelm Nær allir þeir þingmenn sem tóku til máls í gærkvöldi kváðust einmitt sammála um mikilvægi þess að efla frjálsa fjölmiðla og að markmið frumvarpsins væri af hinu góða. Ekki voru þó allir sammála um hvaða leið væri best að fara. „Megin gallinn eða vandinn við þetta mál allt saman er hins vegar það sem ekki er að finna í frumvarpinu og ekki er lagt fram samhliða því. Það er nefnilega þegar allt kemur til alls, að þá er fullkomlega órökrétt og jafnvel fánýtt að ræða um rekstrarstöðu einkarekinna fjölmiðla í þessu samhengi án þess að fjallað samhliða um stöðu Ríkisútvarpsins,“ sagði Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, meðal annars í umræðum um málið á Alþingi í gær. Páll er jafnframt fyrrverandi útvarpsstjóri og formaður allsherjar- og menntamálanefndar sem fær málið til umfjöllunar. Sér RÚV ekki sem fíl í stofu Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, kom Ríkisútvarpinu aftur á móti til varnar. „Kemur það mér alltaf jafnmikið á óvart, þegar umræða um stuðning við einkarekna fjölmiðla ber á góma og eins og þessi umræða hér ber með sér, að stærstur hluti hennar fer í það sem einhverjir hér nefna einhvern fíl í stofu. Ég hef aldrei segja fíl í stofu og lít ekki á Ríkisútvarpið sem fíl í stofu,“ sagði Kolbeinn. Málið gengur nú til allsherjar- og menntamálanefndar þar sem það verður tekið til umfjöllunar. Kolbeinn Óttarsson Proppé er þingmaður Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að þingið fari í jólafrí að loknum þingfundum í dag en tveir þingfundir hafa verið boðaðir. Þingfundur hófst klukkan hálf ellefu í morgun þegar hafa meðal annars verið samþykktar skýrslubeiðnir um dánaraðstoð og um aðdraganda og afleiðingar óveðursins í síðustu viku. Þess má geta að á seinni þingfundi dagsins mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytja munnlega skýrslu um afleiðingar óveðursins og viðbrögð stjórnvalda. Nú stendur yfir þriðja umræða um hin ýmsu mál og að umræðum loknum fara fram atkvæðagreiðslur. Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fleiri fréttir Aðallega hjálpað vinum sínum í prófkjörum Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Umræður um fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra stóðu yfir á Alþingi til rúmlega tvö í nótt. Haldnir verða tveir þingfundir í dag til að unnt verði að ljúka umsamdri dagskrá þingsins fyrir jólafrí í dag. Lilja Alfreðsdóttir mælti fyrir frumvarpinu rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi og stóðu umræður yfir til rúmlega tvö í nótt. Frumvarpið felur meðal annars í sér ákvæði um endurgreiðslur til einkarekinna fjölmiðla en 400 milljónir hafa verið eyrnamerktar í fjárlögum næsta árs til stuðnings við fjölmiðla. Nokkuð hefur verið deilt um málið innan stjórnarflokkanna en Sjálfstæðismenn hafa til að mynda lýst efasemdum um frumvarpið.Sjá einnig: Mælti loks fyrir fjölmiðlafrumvarpinu eftir erfiða meðferð í ríkisstjórn„Þetta eru ákveðin tímamót að frumvarpið sé komið fram og nú er það komið í þinglega meðferð. Þannig að ég er auðvitað ánægð með það að við séum að standa við það sem stendur í stjórnarsáttmálanum,“ segir Lilja í samtali við fréttastofu. Spurð hvort hún sé bjartsýn um framgang málsins í framhaldinu í ljósi þess sem á undan hefur gengið svarar Lilja á þá leið að auðvitað geti mál tekið breytingum í þinglegri meðferð. „Eins og ég segi þá eru þetta ákveðin tímamót því að það kom fram í ræðum flestra þingmanna, og þetta voru umræður sem tóku ákveðinn tíma, að það er viðurkenning á því að rekstur einkarekinna fjölmiðla á Íslandi sé erfiður,“ segir Lilja. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi útvarpsstjóri.Vísir/Vilhelm Nær allir þeir þingmenn sem tóku til máls í gærkvöldi kváðust einmitt sammála um mikilvægi þess að efla frjálsa fjölmiðla og að markmið frumvarpsins væri af hinu góða. Ekki voru þó allir sammála um hvaða leið væri best að fara. „Megin gallinn eða vandinn við þetta mál allt saman er hins vegar það sem ekki er að finna í frumvarpinu og ekki er lagt fram samhliða því. Það er nefnilega þegar allt kemur til alls, að þá er fullkomlega órökrétt og jafnvel fánýtt að ræða um rekstrarstöðu einkarekinna fjölmiðla í þessu samhengi án þess að fjallað samhliða um stöðu Ríkisútvarpsins,“ sagði Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, meðal annars í umræðum um málið á Alþingi í gær. Páll er jafnframt fyrrverandi útvarpsstjóri og formaður allsherjar- og menntamálanefndar sem fær málið til umfjöllunar. Sér RÚV ekki sem fíl í stofu Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, kom Ríkisútvarpinu aftur á móti til varnar. „Kemur það mér alltaf jafnmikið á óvart, þegar umræða um stuðning við einkarekna fjölmiðla ber á góma og eins og þessi umræða hér ber með sér, að stærstur hluti hennar fer í það sem einhverjir hér nefna einhvern fíl í stofu. Ég hef aldrei segja fíl í stofu og lít ekki á Ríkisútvarpið sem fíl í stofu,“ sagði Kolbeinn. Málið gengur nú til allsherjar- og menntamálanefndar þar sem það verður tekið til umfjöllunar. Kolbeinn Óttarsson Proppé er þingmaður Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að þingið fari í jólafrí að loknum þingfundum í dag en tveir þingfundir hafa verið boðaðir. Þingfundur hófst klukkan hálf ellefu í morgun þegar hafa meðal annars verið samþykktar skýrslubeiðnir um dánaraðstoð og um aðdraganda og afleiðingar óveðursins í síðustu viku. Þess má geta að á seinni þingfundi dagsins mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytja munnlega skýrslu um afleiðingar óveðursins og viðbrögð stjórnvalda. Nú stendur yfir þriðja umræða um hin ýmsu mál og að umræðum loknum fara fram atkvæðagreiðslur.
Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fleiri fréttir Aðallega hjálpað vinum sínum í prófkjörum Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira