Sögulegt á HM í pílu: „Ég er búin að sanna það að við konur getum unnið karlana“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2019 08:30 Fallon Sherrock eftir að sigurinn var í höfn. Getty/Alex Davidson Fallon Sherrock varð í gærkvöldi fyrsta konan til að vinna karlmann á HM í pílukasti. Fallon Sherrock skrifaði sögu heimsmeistaramótsins í pílukasti í Alexandra Palace í London í gær þegar hún komst áfram í aðra umferð. Fallon Sherrock, sem er 25 ára gömul, vann þá 3-2 sigur á Ted Evetts og varð með því fyrsta konan í sögu heimsmeistaramótsins í pílukasti til þess að vinna karlmann. Konurnar hafa aðeins fengið að vera með undanfarin ár á HM í pílu en hingað til höfðu þær tapað öllum leikjum sínum. Fallon Sherrock becomes first woman to beat a man at PDC world darts https://t.co/mSOC1zF40p By @niallmcveighpic.twitter.com/Nfk2cfYzfU— Guardian sport (@guardian_sport) December 17, 2019 Það stefndi reyndar í enn eitt tapið því Fallon Sherrock lenti 2-1 undir og Ted Evetts, sem er númer 77 á heimslistanum fékk tvær hrinur til þess að slá hana út. Fallon Sherrock gaf sig hins vegar ekki og fékk líka mikinn stuðning frá áhorfendum í Alexandra Palace. Hún varð önnur á HM kvenna í pílu árið 2015 en hefur ekki komist lengra en í átta manna úrslit á síðustu fjórum heimsmeistaramótum kvenna. Það bjuggust því ekki margir við þessum sögulega sigri hennar. "I have proved that we can play the men and can beat them." Read more about Fallon Sherrock's historic victory at the PDC World Championship https://t.co/K82kY0jIEOpic.twitter.com/X22vc4Pnnu— BBC Sport (@BBCSport) December 17, 2019 „Ég er búin að sanna að við konur getum ekki bara spilað við þá heldur getum við líka unnið karlana,“ sagði Fallon Sherrock sem var önnur tveggja kvenna á heimsmeistaramótinu í ár. Hin var Mikuru Suzuki sem tapaði naumlega 3-2 á móti James Richardson. „Ég er eiginlega orðlaus því ég veit ekki hvað ég á að segja. Ég vil þakka öllum. Ég er rosalega ánægð því ég hef stigið skref fyrir kvennapíluna. Ég trúi þessu ekki,“ sagði Sherrock. „Ég er svo ánægð að fá að halda áfram. Þetta er án efa ein besta stund lífs míns. Ég hef skrifað söguna og hef náð stóru afreki fyrir kvennapíluna,“ sagði Sherrock. Hér fyrir neðan má sjá þegar hún tryggði sér sigurinn. SHERROCK MAKES HISTORY. Fallon Sherrock has become the first woman to win a match at the PDC World Championship. Just look at these scenes, a history making moment for darts. pic.twitter.com/zqoOeyQLmt— PDC Darts (@OfficialPDC) December 17, 2019 Pílukast Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Fallon Sherrock varð í gærkvöldi fyrsta konan til að vinna karlmann á HM í pílukasti. Fallon Sherrock skrifaði sögu heimsmeistaramótsins í pílukasti í Alexandra Palace í London í gær þegar hún komst áfram í aðra umferð. Fallon Sherrock, sem er 25 ára gömul, vann þá 3-2 sigur á Ted Evetts og varð með því fyrsta konan í sögu heimsmeistaramótsins í pílukasti til þess að vinna karlmann. Konurnar hafa aðeins fengið að vera með undanfarin ár á HM í pílu en hingað til höfðu þær tapað öllum leikjum sínum. Fallon Sherrock becomes first woman to beat a man at PDC world darts https://t.co/mSOC1zF40p By @niallmcveighpic.twitter.com/Nfk2cfYzfU— Guardian sport (@guardian_sport) December 17, 2019 Það stefndi reyndar í enn eitt tapið því Fallon Sherrock lenti 2-1 undir og Ted Evetts, sem er númer 77 á heimslistanum fékk tvær hrinur til þess að slá hana út. Fallon Sherrock gaf sig hins vegar ekki og fékk líka mikinn stuðning frá áhorfendum í Alexandra Palace. Hún varð önnur á HM kvenna í pílu árið 2015 en hefur ekki komist lengra en í átta manna úrslit á síðustu fjórum heimsmeistaramótum kvenna. Það bjuggust því ekki margir við þessum sögulega sigri hennar. "I have proved that we can play the men and can beat them." Read more about Fallon Sherrock's historic victory at the PDC World Championship https://t.co/K82kY0jIEOpic.twitter.com/X22vc4Pnnu— BBC Sport (@BBCSport) December 17, 2019 „Ég er búin að sanna að við konur getum ekki bara spilað við þá heldur getum við líka unnið karlana,“ sagði Fallon Sherrock sem var önnur tveggja kvenna á heimsmeistaramótinu í ár. Hin var Mikuru Suzuki sem tapaði naumlega 3-2 á móti James Richardson. „Ég er eiginlega orðlaus því ég veit ekki hvað ég á að segja. Ég vil þakka öllum. Ég er rosalega ánægð því ég hef stigið skref fyrir kvennapíluna. Ég trúi þessu ekki,“ sagði Sherrock. „Ég er svo ánægð að fá að halda áfram. Þetta er án efa ein besta stund lífs míns. Ég hef skrifað söguna og hef náð stóru afreki fyrir kvennapíluna,“ sagði Sherrock. Hér fyrir neðan má sjá þegar hún tryggði sér sigurinn. SHERROCK MAKES HISTORY. Fallon Sherrock has become the first woman to win a match at the PDC World Championship. Just look at these scenes, a history making moment for darts. pic.twitter.com/zqoOeyQLmt— PDC Darts (@OfficialPDC) December 17, 2019
Pílukast Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira