Segir viðmið í lögreglunáminu frjálslegri en víða þegar kemur að veikindum eða kvillum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. desember 2019 16:00 Ólafur Örn Bragason forstöðumaður Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar segir viðmiðin endurskoðuð árlega af teymi sérfræðilækna Vísir/Vilhelm Viðmið í lögreglunám á Íslandi eru byggð á viðmiðum Norðurlandanna en eru þó nokkuð frjálslegri, að því marki að hér á landi er einstaklingsbundið mat framkvæmt í stað þess að beita algjörri útilokun þegar kemur að ákveðnum veikindum eða kvillum. Síðustu daga hafa umsækjendur í starfsnám í lögreglufræðum stigið fram og sagt frá því að þeir hafi ekki fengið inngöngu í námið af því að þeir eru á kvíðalyfjum. Dómsmálaráðherra ræddi málið í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í gær og sagðist ætla að beina því til embættis ríkislögreglustjóra að endurskoða viðmið fyrir inngöngu í námið. Umsækjendur eigi rétt á einstaklingsbundnu mati. Ólafur Örn Bragason forstöðumaður Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar segir viðmiðin endurskoðuð árlega af teymi sérfræðilækna og þau séu í samræmi við viðmiðin á Norðurlöndunum. Hér á landi er þó gefinn kostur á að skila sérfræðivottorði ef umsækjandi er með áhættuþætti og hér sé því nú þegar framkvæmt einstaklingsbundið mat, eins og ráðherra leggur til. „Það er svoleiðis í dag - metum hvert tilfelli út af fyrir sig. Það er ekki þannig á norðurlöndunum, það er það sem ég á við þegar ég tala um stífari viðmið þar , útilokandi þættir hér og þar. Ekki gefið tækifæri á að skila vottorði. Veit ekki af hverju þetta er svona á norðurlöndum og okkur fannst þetta stíf viðmið. “ Umsækjendur þurfa aftur á móti að afla sér sjálfir gagna og segir Ólafur það geta verið nokkuð erfitt, þar sem tíminn er naumur og bið getur verið hjá læknum, t.d geðlæknum. Nú sé í vinnslu að auðvelda ferlið. „Það sem við þurfum að skoða er hvernig hægt er að auðvelda umsækjendum, þannig að þeir fái þessar upplýsingar fyrr og við erum búnir að ætlum að gera myndband með leiðbeiningum um hvernig hægt er að fylla út þessi vottorð og hver eru þá næstu skref, ef maður er t.d. með háan blóðþrýsting hvað maður eigi að gera, þannig að þetta sé skýrt gagnvart umsækjendum, þannig að þeir geti verið búnir að afla þessara gagna áður en umsóknarfrestur líður.“ Þannig er það möguleiki á Íslandi að komast í námið þrátt fyrir að vera til dæmis á kvíðalyfjum. Sérfræðivottorðið þarf þó að vera til staðar þar sem staðfest er að kvillinn eða veikindin muni ekki hamla fólki í lögreglustarfi. „Samkvæmt viðmiðunum á þetta að vera möguleiki að viðkomandi skili inn sérfræðivottorði og verði þá metinn hæfur, uppfylli þessi læknisfræðiskilyrði.“ Lögreglan Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Felur ríkislögreglustjóra að skoða viðmiðin eftir frásögn lögreglukonu Dómsmálaráðherra hyggst beina því til embættis ríkislögreglustjóra að skoða þau viðmið sem stuðst er við varðandi inngöngu í starfsnám í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. 18. desember 2019 17:03 Lögreglukona má ekki læra að verða lögreglukona vegna þess að hún tekur inn kvíðalyf Lögreglukona, sem hóf nám í lögreglufræðum í haust, fær ekki inngöngu í starfsnám við Háskólann á Akureyri vegna þess að hún var að taka inn kvíðalyf þegar hún sendi inn umsóknina. 16. desember 2019 19:15 Segir rangt að fólk með ADHD sé útilokað frá lögreglunni Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar, segir reglur um einstaklinga með ADHD innan lögreglunnar ekki hafa verið hertar. 19. ágúst 2019 20:30 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Sjá meira
Viðmið í lögreglunám á Íslandi eru byggð á viðmiðum Norðurlandanna en eru þó nokkuð frjálslegri, að því marki að hér á landi er einstaklingsbundið mat framkvæmt í stað þess að beita algjörri útilokun þegar kemur að ákveðnum veikindum eða kvillum. Síðustu daga hafa umsækjendur í starfsnám í lögreglufræðum stigið fram og sagt frá því að þeir hafi ekki fengið inngöngu í námið af því að þeir eru á kvíðalyfjum. Dómsmálaráðherra ræddi málið í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í gær og sagðist ætla að beina því til embættis ríkislögreglustjóra að endurskoða viðmið fyrir inngöngu í námið. Umsækjendur eigi rétt á einstaklingsbundnu mati. Ólafur Örn Bragason forstöðumaður Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar segir viðmiðin endurskoðuð árlega af teymi sérfræðilækna og þau séu í samræmi við viðmiðin á Norðurlöndunum. Hér á landi er þó gefinn kostur á að skila sérfræðivottorði ef umsækjandi er með áhættuþætti og hér sé því nú þegar framkvæmt einstaklingsbundið mat, eins og ráðherra leggur til. „Það er svoleiðis í dag - metum hvert tilfelli út af fyrir sig. Það er ekki þannig á norðurlöndunum, það er það sem ég á við þegar ég tala um stífari viðmið þar , útilokandi þættir hér og þar. Ekki gefið tækifæri á að skila vottorði. Veit ekki af hverju þetta er svona á norðurlöndum og okkur fannst þetta stíf viðmið. “ Umsækjendur þurfa aftur á móti að afla sér sjálfir gagna og segir Ólafur það geta verið nokkuð erfitt, þar sem tíminn er naumur og bið getur verið hjá læknum, t.d geðlæknum. Nú sé í vinnslu að auðvelda ferlið. „Það sem við þurfum að skoða er hvernig hægt er að auðvelda umsækjendum, þannig að þeir fái þessar upplýsingar fyrr og við erum búnir að ætlum að gera myndband með leiðbeiningum um hvernig hægt er að fylla út þessi vottorð og hver eru þá næstu skref, ef maður er t.d. með háan blóðþrýsting hvað maður eigi að gera, þannig að þetta sé skýrt gagnvart umsækjendum, þannig að þeir geti verið búnir að afla þessara gagna áður en umsóknarfrestur líður.“ Þannig er það möguleiki á Íslandi að komast í námið þrátt fyrir að vera til dæmis á kvíðalyfjum. Sérfræðivottorðið þarf þó að vera til staðar þar sem staðfest er að kvillinn eða veikindin muni ekki hamla fólki í lögreglustarfi. „Samkvæmt viðmiðunum á þetta að vera möguleiki að viðkomandi skili inn sérfræðivottorði og verði þá metinn hæfur, uppfylli þessi læknisfræðiskilyrði.“
Lögreglan Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Felur ríkislögreglustjóra að skoða viðmiðin eftir frásögn lögreglukonu Dómsmálaráðherra hyggst beina því til embættis ríkislögreglustjóra að skoða þau viðmið sem stuðst er við varðandi inngöngu í starfsnám í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. 18. desember 2019 17:03 Lögreglukona má ekki læra að verða lögreglukona vegna þess að hún tekur inn kvíðalyf Lögreglukona, sem hóf nám í lögreglufræðum í haust, fær ekki inngöngu í starfsnám við Háskólann á Akureyri vegna þess að hún var að taka inn kvíðalyf þegar hún sendi inn umsóknina. 16. desember 2019 19:15 Segir rangt að fólk með ADHD sé útilokað frá lögreglunni Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar, segir reglur um einstaklinga með ADHD innan lögreglunnar ekki hafa verið hertar. 19. ágúst 2019 20:30 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Sjá meira
Felur ríkislögreglustjóra að skoða viðmiðin eftir frásögn lögreglukonu Dómsmálaráðherra hyggst beina því til embættis ríkislögreglustjóra að skoða þau viðmið sem stuðst er við varðandi inngöngu í starfsnám í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. 18. desember 2019 17:03
Lögreglukona má ekki læra að verða lögreglukona vegna þess að hún tekur inn kvíðalyf Lögreglukona, sem hóf nám í lögreglufræðum í haust, fær ekki inngöngu í starfsnám við Háskólann á Akureyri vegna þess að hún var að taka inn kvíðalyf þegar hún sendi inn umsóknina. 16. desember 2019 19:15
Segir rangt að fólk með ADHD sé útilokað frá lögreglunni Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar, segir reglur um einstaklinga með ADHD innan lögreglunnar ekki hafa verið hertar. 19. ágúst 2019 20:30
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent