Saxast á yfirburði SWAPO í skugga Samherjamálsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. desember 2019 08:26 Hage Geingob, forseti Namibíu, mætir á kjörstað á miðvikudag. Vísir/AP Namibíski stjórnmálaflokkurinn SWAPO, sem haldið hefur um stjórnartaumana í landinu síðan það öðlaðist sjálfstæði árið 1990, vann kosningarnar sem haldnar voru á miðvikudag í Namibíu. Flokkurinn hlaut 65,5 prósent atkvæða, sem þó er einn lakasti árangur hans frá upphafi. Þá var forsetaframbjóðandi flokksins, Hage Geingob, endurkjörinn forseti með 56,3 prósent atkvæða. Stuðningur við Geingob hefur þannig dalað töluvert frá síðustu kosningum árið 2014 þegar hann hlaut 87 prósent atkvæða. Óháði frambjóðandinn Panduleni Itula var næstur í kosningunum með 29,4 prósent atkvæði. SWAPO náði 63 mönnum inn á þing, sem skipað er alls 96 þingmönnum. Flokkurinn er þannig fjórtán þingmönnum færri miðað við niðurstöður síðustu kosninga – og missti um leið mikilvægan meirihluta á þinginu sem gerði honum kleift að gera breytingar á stjórnarskrá landsins, þrátt fyrir andstöðu minnihlutans, að því er segir í frétt namibíska dagblaðsins The Namibian. Þá hlaut næststærsti flokkurinn, Lýðræðishreyfing fólksins, eða PDM, 16,6 prósent atkvæða og sextán menn kjörna. Hreyfing landlaustra, LPM, fékk 4,9 prósent atkvæða og fjóra menn á þing. Namibíumenn gengu til kosninga í skugga Samherjamálsins. Embættismenn og aðrir háttsettir í Namibíu eru sakaðir um að hafa þegið mútur frá Samherja í skiptum fyrir ódýran fiskveiðikvóta. Á meðal þeirra sem sakaðir eru um mútuþægni eru SWAPO-liðarnir Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og Shacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem sögðu báðir af sér í kjölfar Samherjamálsins. Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Sex leiddir fyrir dómara í Namibíu vegna Samherjamálsins Sexmenningarnir sem grunaðir eru um spillingu, fjársvik og peningaþvætti í Namibíu í tengslum við Samherjamálið voru leiddir fyrir dómara í morgun. 28. nóvember 2019 13:35 Útlit fyrir stórsigur SWAPO í Namibíu Talning atkvæða gengur hægt í Namibíu þar sem landsmenn kusu sér nýtt þing og forseta á miðvikudaginn. 29. nóvember 2019 22:15 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Namibíski stjórnmálaflokkurinn SWAPO, sem haldið hefur um stjórnartaumana í landinu síðan það öðlaðist sjálfstæði árið 1990, vann kosningarnar sem haldnar voru á miðvikudag í Namibíu. Flokkurinn hlaut 65,5 prósent atkvæða, sem þó er einn lakasti árangur hans frá upphafi. Þá var forsetaframbjóðandi flokksins, Hage Geingob, endurkjörinn forseti með 56,3 prósent atkvæða. Stuðningur við Geingob hefur þannig dalað töluvert frá síðustu kosningum árið 2014 þegar hann hlaut 87 prósent atkvæða. Óháði frambjóðandinn Panduleni Itula var næstur í kosningunum með 29,4 prósent atkvæði. SWAPO náði 63 mönnum inn á þing, sem skipað er alls 96 þingmönnum. Flokkurinn er þannig fjórtán þingmönnum færri miðað við niðurstöður síðustu kosninga – og missti um leið mikilvægan meirihluta á þinginu sem gerði honum kleift að gera breytingar á stjórnarskrá landsins, þrátt fyrir andstöðu minnihlutans, að því er segir í frétt namibíska dagblaðsins The Namibian. Þá hlaut næststærsti flokkurinn, Lýðræðishreyfing fólksins, eða PDM, 16,6 prósent atkvæða og sextán menn kjörna. Hreyfing landlaustra, LPM, fékk 4,9 prósent atkvæða og fjóra menn á þing. Namibíumenn gengu til kosninga í skugga Samherjamálsins. Embættismenn og aðrir háttsettir í Namibíu eru sakaðir um að hafa þegið mútur frá Samherja í skiptum fyrir ódýran fiskveiðikvóta. Á meðal þeirra sem sakaðir eru um mútuþægni eru SWAPO-liðarnir Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og Shacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem sögðu báðir af sér í kjölfar Samherjamálsins.
Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Sex leiddir fyrir dómara í Namibíu vegna Samherjamálsins Sexmenningarnir sem grunaðir eru um spillingu, fjársvik og peningaþvætti í Namibíu í tengslum við Samherjamálið voru leiddir fyrir dómara í morgun. 28. nóvember 2019 13:35 Útlit fyrir stórsigur SWAPO í Namibíu Talning atkvæða gengur hægt í Namibíu þar sem landsmenn kusu sér nýtt þing og forseta á miðvikudaginn. 29. nóvember 2019 22:15 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Sex leiddir fyrir dómara í Namibíu vegna Samherjamálsins Sexmenningarnir sem grunaðir eru um spillingu, fjársvik og peningaþvætti í Namibíu í tengslum við Samherjamálið voru leiddir fyrir dómara í morgun. 28. nóvember 2019 13:35
Útlit fyrir stórsigur SWAPO í Namibíu Talning atkvæða gengur hægt í Namibíu þar sem landsmenn kusu sér nýtt þing og forseta á miðvikudaginn. 29. nóvember 2019 22:15