Enn eitt áfallið fyrir fjárfestinn sem vill leggja sæstreng til Íslands Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. desember 2019 11:30 Edi Truell var á árum áður ráðgjafi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þegar hinn síðarnefndi var borgarstjóri Lundúna. Skjáskot/Youtube Það gengur illa hjá breska fjárfestinum Edi Truell að fá stjórnvöld í Bretlandi til að greiða götu sæstrengsverkefnis hans. Truell vill leggja sæstreng frá Íslandi til Bretlands. Breska blaðið Sunday Times greinir frá því að núverandi viðskipta og orkumálaráðherrar Bretlands hafi efasemdir um verkefnið, líkt og forverar þeirra.Í maí var sagt frá því að Truell hafi krafist þess að yfirvöld í Bretlandi skilgreini fyrirtækið Atlantic Superconnection sem erlendan raforkuframleiðanda og samþykki lagningu sæstrengs til Íslands. Skilgreiningin myndi gera fyrirtækinu kleift að selja raforku á niðurgreiddu verði og mun það vera stór þáttur í því að Truell geti fengið fjárfesta að verkefninu, sem kallast IceLink. Þrýsti Truell mjög á stjórnvöld að greiða götu verkefnisins en auk sæstrengsins hefur Truell í hyggju að reisa verksmiðju á Englandi í tengslum við verkefnið sem myndi skapa 800 störf.Sæstrengurinn yrði mögulega sá lengsti í heimi og færi á milli meginlands Englands og Íslands.Google MapsÍ september var sagt frá því að Truell hafi hótað því að hætta við að reisa verksmiðjuna á Englandi, fengi hann ekki stuðning breskra stjórnvalda. Þýsk stjórnvöld hefðu mikinn áhuga á verksmiðjunni og til stæði að reisa hana þar, nema bresk yfirvöld greiddu götu verkefnisins.Í frétt Sunday Times sem birtist í gær er enn fjallað um málið og segir þar að sæstrengsdraumar Truell séu orðnir „rafmagnslausir“. Þar segir að Andrea Leadsom, viðskiptaráðherra Bretlands, og Kwasi Kwarteng, orkumálaráðherra Bretlands, hafi lýst yfir efasemdum um fýsileika verkefnisins, áður en boðað var til kosninga í Bretlandi.Sagður hafa „aðra hluti til þess að eyða tímanum í“ Þá segir einnig í frétt Times að forverar þeirra á ráðherrastóli, Greg Clark og Claire Perry, hafi áður hafnað tillögu Truell. Það hafi leitt til þess að Truell hafi hótað því að kvarta formlega yfir málsmeðferð málsins. Í Times er þó haft eftir honum að hann hafi „aðra hluti til þess að eyða tímanum í“ án þess þó að það sé skýrt nánar. Þá hefur Times einnig eftir heimildarmanni sínum innan viðskiptaráðuneytisins að engin formleg umsókn hafi borist vegna málsins og því sé ráðuneytið ekki í aðstöðu til að taka afstöðu til málsins. Truell var á árum áður ráðgjafi Boris Johnson, núverandi forsætisráðherra Bretlands, auk þess sem að hann hefur stutt Íhaldsflokkinn fjárhagslega. Hann virðist vera mjög áhugasamur um orkumál á Íslandi en á síðasta ári var greint frá því að svissneskt fjárfestingafélag Truell, DC Renewable Energy AG, hefði keypti 12,7 prósent hlut í HS Orku. Kaupin gengu þó ekki í gegn þar sem Truell tókst ekki að ljúka fjármögnun vegna þeirra. Samlagshlutafélagið Jarðvarmi, sem er í eigu fjórtán lífeyrissjóða, keypti þess í stað hlutinn í apríl á þessu ári. Bretland Orkumál Tengdar fréttir Rætt við fjárfesta um lagningu raforkusæstrengs til Bretlands Breskur fjárfestir, Edi Truell, vinnur nú að því að afla fjár hjá fjárfestum til þess að leggja sæstreng frá Íslandi til Bretlands sem flutt getur nægilegt rafmagn til að skaffa tveimur milljónum heimila orku. 10. febrúar 2014 07:37 Breskur fjárfestir leitar á náðir ríkisins vegna sæstrengs til Íslands Edi Truell, breskur fjárfestir, krefst þess að yfirvöld Bretlands skilgreini fyrirtækið Atlantic Superconnection sem erlendan raforkuframleiðanda og samþykki lagningu sæstrengs til Íslands. 27. maí 2019 15:00 Fjárfestirinn sem vill leggja sæstreng til Íslands hótar að hætta við verksmiðjuna Truell kveðst munu reisa verksmiðjuna í Þýskalandi, fái hann ekki stuðning breskra stjórnvalda. 8. september 2019 10:20 Lífeyrissjóðir bæta við sig um 13 prósenta hlut í HS Orku Jarðvarmi hefur keypt hlut fagfjárfestasjóðsins ORK fyrir um 8,5 milljarða. Á um 46 prósent eftir kaupin. 8. apríl 2019 09:00 Times fjallar enn um sæstrengsáhuga Bretans Breski fjárfestirinn Edi Truell, sem vinnur að því að koma á fót sæstreng á milli Bretlands og Íslands, er í frétt breska blaðsins The Times í gær enn sagður þrýsta á bresk yfirvöld um að stjórnvöld þar í landi greiði götu verkefnisins. 26. ágúst 2019 10:15 Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sjá meira
Það gengur illa hjá breska fjárfestinum Edi Truell að fá stjórnvöld í Bretlandi til að greiða götu sæstrengsverkefnis hans. Truell vill leggja sæstreng frá Íslandi til Bretlands. Breska blaðið Sunday Times greinir frá því að núverandi viðskipta og orkumálaráðherrar Bretlands hafi efasemdir um verkefnið, líkt og forverar þeirra.Í maí var sagt frá því að Truell hafi krafist þess að yfirvöld í Bretlandi skilgreini fyrirtækið Atlantic Superconnection sem erlendan raforkuframleiðanda og samþykki lagningu sæstrengs til Íslands. Skilgreiningin myndi gera fyrirtækinu kleift að selja raforku á niðurgreiddu verði og mun það vera stór þáttur í því að Truell geti fengið fjárfesta að verkefninu, sem kallast IceLink. Þrýsti Truell mjög á stjórnvöld að greiða götu verkefnisins en auk sæstrengsins hefur Truell í hyggju að reisa verksmiðju á Englandi í tengslum við verkefnið sem myndi skapa 800 störf.Sæstrengurinn yrði mögulega sá lengsti í heimi og færi á milli meginlands Englands og Íslands.Google MapsÍ september var sagt frá því að Truell hafi hótað því að hætta við að reisa verksmiðjuna á Englandi, fengi hann ekki stuðning breskra stjórnvalda. Þýsk stjórnvöld hefðu mikinn áhuga á verksmiðjunni og til stæði að reisa hana þar, nema bresk yfirvöld greiddu götu verkefnisins.Í frétt Sunday Times sem birtist í gær er enn fjallað um málið og segir þar að sæstrengsdraumar Truell séu orðnir „rafmagnslausir“. Þar segir að Andrea Leadsom, viðskiptaráðherra Bretlands, og Kwasi Kwarteng, orkumálaráðherra Bretlands, hafi lýst yfir efasemdum um fýsileika verkefnisins, áður en boðað var til kosninga í Bretlandi.Sagður hafa „aðra hluti til þess að eyða tímanum í“ Þá segir einnig í frétt Times að forverar þeirra á ráðherrastóli, Greg Clark og Claire Perry, hafi áður hafnað tillögu Truell. Það hafi leitt til þess að Truell hafi hótað því að kvarta formlega yfir málsmeðferð málsins. Í Times er þó haft eftir honum að hann hafi „aðra hluti til þess að eyða tímanum í“ án þess þó að það sé skýrt nánar. Þá hefur Times einnig eftir heimildarmanni sínum innan viðskiptaráðuneytisins að engin formleg umsókn hafi borist vegna málsins og því sé ráðuneytið ekki í aðstöðu til að taka afstöðu til málsins. Truell var á árum áður ráðgjafi Boris Johnson, núverandi forsætisráðherra Bretlands, auk þess sem að hann hefur stutt Íhaldsflokkinn fjárhagslega. Hann virðist vera mjög áhugasamur um orkumál á Íslandi en á síðasta ári var greint frá því að svissneskt fjárfestingafélag Truell, DC Renewable Energy AG, hefði keypti 12,7 prósent hlut í HS Orku. Kaupin gengu þó ekki í gegn þar sem Truell tókst ekki að ljúka fjármögnun vegna þeirra. Samlagshlutafélagið Jarðvarmi, sem er í eigu fjórtán lífeyrissjóða, keypti þess í stað hlutinn í apríl á þessu ári.
Bretland Orkumál Tengdar fréttir Rætt við fjárfesta um lagningu raforkusæstrengs til Bretlands Breskur fjárfestir, Edi Truell, vinnur nú að því að afla fjár hjá fjárfestum til þess að leggja sæstreng frá Íslandi til Bretlands sem flutt getur nægilegt rafmagn til að skaffa tveimur milljónum heimila orku. 10. febrúar 2014 07:37 Breskur fjárfestir leitar á náðir ríkisins vegna sæstrengs til Íslands Edi Truell, breskur fjárfestir, krefst þess að yfirvöld Bretlands skilgreini fyrirtækið Atlantic Superconnection sem erlendan raforkuframleiðanda og samþykki lagningu sæstrengs til Íslands. 27. maí 2019 15:00 Fjárfestirinn sem vill leggja sæstreng til Íslands hótar að hætta við verksmiðjuna Truell kveðst munu reisa verksmiðjuna í Þýskalandi, fái hann ekki stuðning breskra stjórnvalda. 8. september 2019 10:20 Lífeyrissjóðir bæta við sig um 13 prósenta hlut í HS Orku Jarðvarmi hefur keypt hlut fagfjárfestasjóðsins ORK fyrir um 8,5 milljarða. Á um 46 prósent eftir kaupin. 8. apríl 2019 09:00 Times fjallar enn um sæstrengsáhuga Bretans Breski fjárfestirinn Edi Truell, sem vinnur að því að koma á fót sæstreng á milli Bretlands og Íslands, er í frétt breska blaðsins The Times í gær enn sagður þrýsta á bresk yfirvöld um að stjórnvöld þar í landi greiði götu verkefnisins. 26. ágúst 2019 10:15 Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sjá meira
Rætt við fjárfesta um lagningu raforkusæstrengs til Bretlands Breskur fjárfestir, Edi Truell, vinnur nú að því að afla fjár hjá fjárfestum til þess að leggja sæstreng frá Íslandi til Bretlands sem flutt getur nægilegt rafmagn til að skaffa tveimur milljónum heimila orku. 10. febrúar 2014 07:37
Breskur fjárfestir leitar á náðir ríkisins vegna sæstrengs til Íslands Edi Truell, breskur fjárfestir, krefst þess að yfirvöld Bretlands skilgreini fyrirtækið Atlantic Superconnection sem erlendan raforkuframleiðanda og samþykki lagningu sæstrengs til Íslands. 27. maí 2019 15:00
Fjárfestirinn sem vill leggja sæstreng til Íslands hótar að hætta við verksmiðjuna Truell kveðst munu reisa verksmiðjuna í Þýskalandi, fái hann ekki stuðning breskra stjórnvalda. 8. september 2019 10:20
Lífeyrissjóðir bæta við sig um 13 prósenta hlut í HS Orku Jarðvarmi hefur keypt hlut fagfjárfestasjóðsins ORK fyrir um 8,5 milljarða. Á um 46 prósent eftir kaupin. 8. apríl 2019 09:00
Times fjallar enn um sæstrengsáhuga Bretans Breski fjárfestirinn Edi Truell, sem vinnur að því að koma á fót sæstreng á milli Bretlands og Íslands, er í frétt breska blaðsins The Times í gær enn sagður þrýsta á bresk yfirvöld um að stjórnvöld þar í landi greiði götu verkefnisins. 26. ágúst 2019 10:15