Orkupakkaandstæðingar í XD bindast samtökum Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. desember 2019 13:10 Stofnfundur fullveldisfélagsins fór fram í Valhöll. Vísir/vilhelm Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, var í gær einróma kjörinn formaður nýs félags Sjálfstæðismanna um fullveldismál. Félagið er stofnað í kjölfar deilnanna um innleiðingu þriðja orkupakkans, sem olli ekki síst ólgu í grasrót Sjálfstæðisflokksins eins og Vísir greindi frá, og er tilgangur fullveldisfélagsins „efla samhug sjálfstæðismanna um fullveldið með því að halda til haga og verja, með fræðslu og upplýsingu, þau grunngildi Sjálfstæðisflokksins um frjálsa og fullvalda þjóð“ eins og það er orðað í nýsamþykktum lögum þess.Sjá einnig: Gamlir foringjar pönkast í forystunniStofnfundur félagsins fór fram í húsakynnum Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í gær, fullveldisdaginn. Þangað eiga að hafa mætt um 80 manns sem telja „nauðsynlegt að ræða framtíðarstöðu“ orkumála og „hversu langt eigi að ganga í því að innleiða hér orkustefnu Evrópusambandsins,“ að sögn aðstandenda félagsins.Styrmir Gunnarsson var kjörinn formaður hins nýja félags með öllum greiddum atkvæðum.„Margir sjálfstæðismenn telja fulla þörf á aukinni umræðu og fræðslu um fullveldismál íslensku þjóðarinnar, ekki síst í ljósi þeirra deilu sem varð um innleiðingu 3. orkupakka ESB í íslensk lög“ segir í yfirlýsingu félagsins og ætla má að þar sé meðal annars vísað til þingmannana Jóns Gunnarssonar og Ásmundar Friðrikssonar, sem fluttu ræður á stofnfundinum í gær. Auk þeirra tóku Viðar Guðjohnsen yngri og Jónas Elíasson til máls, áður en séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson flutti jólahugvekju og fundarmenn sungu nokkur jólalög undir stjórn Eyþórs Arnalds. „Eitt af markmiðum með stofnun félagsins er að halda til haga, með fræðslu og upplýsingu, merkum þáttum í sögu Sjálfstæðisflokksins sem tengjast fullveldisbaráttu þjóðarinnar, s.s. stofnun lýðveldis, varnarsamstarfi frjálsra þjóða og baráttunni um yfirráð yfir auðlindum hafsins. Slík fræðsla er afar mikilvæg, ekki síst fyrir ungt fólk. Þá er ætlunin að efna til opinna skoðanaskipta um aðra helstu auðlind þjóðarinnar, sem er orka fallvatnanna og jarðvarmans. Að fengnu samþykki Miðstjórnar flokksins fyrir þessari félagsstofnun mun verða efnt til málþings og fundarhalda þar sem þetta málefni verður rætt frá öllum hliðum,“ að sögn aðstandenda fullveldisfélagsins. Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Biðla til ráðherra um að opna rannsókn um flóttateymið Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, var í gær einróma kjörinn formaður nýs félags Sjálfstæðismanna um fullveldismál. Félagið er stofnað í kjölfar deilnanna um innleiðingu þriðja orkupakkans, sem olli ekki síst ólgu í grasrót Sjálfstæðisflokksins eins og Vísir greindi frá, og er tilgangur fullveldisfélagsins „efla samhug sjálfstæðismanna um fullveldið með því að halda til haga og verja, með fræðslu og upplýsingu, þau grunngildi Sjálfstæðisflokksins um frjálsa og fullvalda þjóð“ eins og það er orðað í nýsamþykktum lögum þess.Sjá einnig: Gamlir foringjar pönkast í forystunniStofnfundur félagsins fór fram í húsakynnum Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í gær, fullveldisdaginn. Þangað eiga að hafa mætt um 80 manns sem telja „nauðsynlegt að ræða framtíðarstöðu“ orkumála og „hversu langt eigi að ganga í því að innleiða hér orkustefnu Evrópusambandsins,“ að sögn aðstandenda félagsins.Styrmir Gunnarsson var kjörinn formaður hins nýja félags með öllum greiddum atkvæðum.„Margir sjálfstæðismenn telja fulla þörf á aukinni umræðu og fræðslu um fullveldismál íslensku þjóðarinnar, ekki síst í ljósi þeirra deilu sem varð um innleiðingu 3. orkupakka ESB í íslensk lög“ segir í yfirlýsingu félagsins og ætla má að þar sé meðal annars vísað til þingmannana Jóns Gunnarssonar og Ásmundar Friðrikssonar, sem fluttu ræður á stofnfundinum í gær. Auk þeirra tóku Viðar Guðjohnsen yngri og Jónas Elíasson til máls, áður en séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson flutti jólahugvekju og fundarmenn sungu nokkur jólalög undir stjórn Eyþórs Arnalds. „Eitt af markmiðum með stofnun félagsins er að halda til haga, með fræðslu og upplýsingu, merkum þáttum í sögu Sjálfstæðisflokksins sem tengjast fullveldisbaráttu þjóðarinnar, s.s. stofnun lýðveldis, varnarsamstarfi frjálsra þjóða og baráttunni um yfirráð yfir auðlindum hafsins. Slík fræðsla er afar mikilvæg, ekki síst fyrir ungt fólk. Þá er ætlunin að efna til opinna skoðanaskipta um aðra helstu auðlind þjóðarinnar, sem er orka fallvatnanna og jarðvarmans. Að fengnu samþykki Miðstjórnar flokksins fyrir þessari félagsstofnun mun verða efnt til málþings og fundarhalda þar sem þetta málefni verður rætt frá öllum hliðum,“ að sögn aðstandenda fullveldisfélagsins.
Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Biðla til ráðherra um að opna rannsókn um flóttateymið Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58