Rautt eða hvítt? Jóhanna Eyrún Torfadóttir skrifar 2. desember 2019 15:00 Aðventan er sá tími árs þegar margir leggja áherslu á að halda í ýmis konar hefðir, yfirleitt í hópi vina eða fjölskyldu. Hefðirnar eru af ýmsum toga svo sem jólahlaðborð og jólatónleikar svo eitthvað sé nefnt og oft er vín haft um hönd. Jólaglöggin er hluti af aðventunni hjá mörgum og í nokkrum nýlegum jólalögum er sungið um áfengi sem hluta af jólunum. Dæmi um hvað áfengið hefur fengið mikið vægi í aðventu og jólahaldi er jólabjórinn sem hóf innreið sína í íslenska aðventu fyrir nokkrum árum síðan. Úrval jólabjóra hefur aukist frá ári til árs og í verslunum ÁTVR eru nú til sölu 78 tegundir af jólabjór! Neysla áfengis hefur aukist á Íslandi undanfarna áratugi en sölutölur frá árinu 1986 leiddu í ljós að hver íbúi keypti að meðaltali 4,5 lítra af hreinu áfengi það árið. Sú tala hafði hækkað upp í 7,5 lítra árið 2016.Tekin hafa verið af öll tvímæli um að neysla áfengis er ekki heilsubætandi. Sá litli ávinningur sem eitt vínglas á dag getur haft með tilliti til hjarta- og æðasjúkdóma þurrkast út meðal annars vegna aukinnar áhættu á krabbameinum. Áfengi er staðfestur áhættuþáttur fyrir krabbameinum í munni, koki og barkakýli, vélinda, lifur, maga, brjóstum, ristil og endaþarmi.Vita Íslendingar um áhættuna? Í könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir Krabbameinsfélagið í apríl á þessu ári voru þátttakendur spurðir hvort þeir teldu að áfengisneysla hefði áhrif á líkurnar á krabbameini. Í ljós kom að nokkuð margir eða 41% töldu að líkurnar væru miklar. Þá töldu 39% þátttakenda að líkurnar væru í meðallagi og 19% töldu að um litlar líkur væri að ræða. Aðeins 2% töldu að það hefði engin áhrif á krabbameinslíkur að drekka áfengi. Þrátt fyrir að mörgum sé kunnugt um krabbameinsáhættu tengda áfengisneyslu fá Íslendingar sér í glas af og til. Til eru gögn um áfengisneyslu Íslendinga 18 ára og eldri frá árinu 2017 þar sem 31% segjast drekka 1 sinni í mánuði eða sjaldnar og 33% 2-4 sinnum í mánuði. Um 20% sögðust drekka 2 sinnum í viku eða oftar.Núvitund í drykkju? Nýlega birtist grein í Time um núvitund í drykkju. Þar er sagt frá æfingu í að vera meira til staðar þegar drukkið er áfengi, hugsa um þann drykk sem verið er að drekka en ekki næsta glas eða bjór. Þar er líka bent á að til að draga úr áfengisneyslu sé gott ráð að ákveða fyrirfram hversu mikið skuli drekka þegar farið er á mannamót þar sem áfengi er í boði. Þannig er jafnvel hægt að njóta stundarinnar enn betur og einbeita sér að góðum samtölum. Svo eru auðvitað óáfengir drykkir valkostur í þessum aðstæðum.Hitaeiningar í víni Ekki er hægt að fjalla um vín án þess að tala um hversu orkuríkt það er. Hvert gramm af áfengi gefur næstum helmingi fleiri hitaeiningar en sykur (7 á móti 4 hitaeiningum). Hér er hægt að sjá hversu margar hitaeiningar mismunandi víntegundir gefa.Góðar fyrirmyndir Vínglas af og til er líklega ekki skaðlegt fyrir fyrir þá sem það vilja þó að ekki séu til nein örugg mörk í neyslu á áfengi. Afar mikilvægt er að við séum öll meðvituð um að hófleg eða engin áfengisdrykkja er alltaf besti kosturinn með tilliti til heilsunnar og þá sérstaklega til að minnka líkur á krabbameinum. Við höfum öll hlutverki að gegna gagnvart yngri kynslóðum. Nýtum tækifærin sem gefast til að sýna að það þarf ekki alltaf að vera vín.Höfundur er sérfræðingur í fræðslu og forvörnum hjá Krabbameinsfélaginu.HeimildirEmbætti landlæknis. Áfengisnotkun – tölurGBD 2016 Alcohol Collaborators. Alcohol use and burden for 195 countries and territories, 1990–2016: a systematic analysis for the Global Burden of Disease Study 2016.Lancet. 2018World Cancer Research Fund. Continuous Update Project – Analysing research for cancer prevention and survival. Alcohol Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Jól Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Aðventan er sá tími árs þegar margir leggja áherslu á að halda í ýmis konar hefðir, yfirleitt í hópi vina eða fjölskyldu. Hefðirnar eru af ýmsum toga svo sem jólahlaðborð og jólatónleikar svo eitthvað sé nefnt og oft er vín haft um hönd. Jólaglöggin er hluti af aðventunni hjá mörgum og í nokkrum nýlegum jólalögum er sungið um áfengi sem hluta af jólunum. Dæmi um hvað áfengið hefur fengið mikið vægi í aðventu og jólahaldi er jólabjórinn sem hóf innreið sína í íslenska aðventu fyrir nokkrum árum síðan. Úrval jólabjóra hefur aukist frá ári til árs og í verslunum ÁTVR eru nú til sölu 78 tegundir af jólabjór! Neysla áfengis hefur aukist á Íslandi undanfarna áratugi en sölutölur frá árinu 1986 leiddu í ljós að hver íbúi keypti að meðaltali 4,5 lítra af hreinu áfengi það árið. Sú tala hafði hækkað upp í 7,5 lítra árið 2016.Tekin hafa verið af öll tvímæli um að neysla áfengis er ekki heilsubætandi. Sá litli ávinningur sem eitt vínglas á dag getur haft með tilliti til hjarta- og æðasjúkdóma þurrkast út meðal annars vegna aukinnar áhættu á krabbameinum. Áfengi er staðfestur áhættuþáttur fyrir krabbameinum í munni, koki og barkakýli, vélinda, lifur, maga, brjóstum, ristil og endaþarmi.Vita Íslendingar um áhættuna? Í könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir Krabbameinsfélagið í apríl á þessu ári voru þátttakendur spurðir hvort þeir teldu að áfengisneysla hefði áhrif á líkurnar á krabbameini. Í ljós kom að nokkuð margir eða 41% töldu að líkurnar væru miklar. Þá töldu 39% þátttakenda að líkurnar væru í meðallagi og 19% töldu að um litlar líkur væri að ræða. Aðeins 2% töldu að það hefði engin áhrif á krabbameinslíkur að drekka áfengi. Þrátt fyrir að mörgum sé kunnugt um krabbameinsáhættu tengda áfengisneyslu fá Íslendingar sér í glas af og til. Til eru gögn um áfengisneyslu Íslendinga 18 ára og eldri frá árinu 2017 þar sem 31% segjast drekka 1 sinni í mánuði eða sjaldnar og 33% 2-4 sinnum í mánuði. Um 20% sögðust drekka 2 sinnum í viku eða oftar.Núvitund í drykkju? Nýlega birtist grein í Time um núvitund í drykkju. Þar er sagt frá æfingu í að vera meira til staðar þegar drukkið er áfengi, hugsa um þann drykk sem verið er að drekka en ekki næsta glas eða bjór. Þar er líka bent á að til að draga úr áfengisneyslu sé gott ráð að ákveða fyrirfram hversu mikið skuli drekka þegar farið er á mannamót þar sem áfengi er í boði. Þannig er jafnvel hægt að njóta stundarinnar enn betur og einbeita sér að góðum samtölum. Svo eru auðvitað óáfengir drykkir valkostur í þessum aðstæðum.Hitaeiningar í víni Ekki er hægt að fjalla um vín án þess að tala um hversu orkuríkt það er. Hvert gramm af áfengi gefur næstum helmingi fleiri hitaeiningar en sykur (7 á móti 4 hitaeiningum). Hér er hægt að sjá hversu margar hitaeiningar mismunandi víntegundir gefa.Góðar fyrirmyndir Vínglas af og til er líklega ekki skaðlegt fyrir fyrir þá sem það vilja þó að ekki séu til nein örugg mörk í neyslu á áfengi. Afar mikilvægt er að við séum öll meðvituð um að hófleg eða engin áfengisdrykkja er alltaf besti kosturinn með tilliti til heilsunnar og þá sérstaklega til að minnka líkur á krabbameinum. Við höfum öll hlutverki að gegna gagnvart yngri kynslóðum. Nýtum tækifærin sem gefast til að sýna að það þarf ekki alltaf að vera vín.Höfundur er sérfræðingur í fræðslu og forvörnum hjá Krabbameinsfélaginu.HeimildirEmbætti landlæknis. Áfengisnotkun – tölurGBD 2016 Alcohol Collaborators. Alcohol use and burden for 195 countries and territories, 1990–2016: a systematic analysis for the Global Burden of Disease Study 2016.Lancet. 2018World Cancer Research Fund. Continuous Update Project – Analysing research for cancer prevention and survival. Alcohol
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun