Sagði ranglátt að hryðjuverkamaður hafi fengið reynslulausn Jóhann K. Jóhannsson skrifar 7. desember 2019 20:00 Boris Johnson, formaður Íhaldsflokksins og Jeremy Cobin, leiðtogi Verkamannaflokksins að loknum kappræðum hjá BBC í gær. AP/BBC Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands, var sakaður um kynþáttaníð af leiðtoga Verkamannaflokksins, í kappræðum sem haldnar voru í gær. Fimm dagar eru fram að þingkosningum þar í landi. Í kappræðunum í gær ræddu leiðtogarnir meðal annars um aðgerðir gegn múslimahatri í bresku samfélagi. Jeremy Corbyn sagði að Johnson hefði mistekist að taka á múslima- og útlendingahatri í Íhaldsflokknum og hafi sjálfur verið uppvís að því að nota niðrandi orð. Johnson svaraði gagnrýni Corbyn með því að segja að sá Íhaldsmaður sem yrði uppvís af kynþáttafordómum yrði vikið á brott tafarlaust. Þó hafi Íhaldsmenn fengið að halda stöðu sinni sem frambjóðendur eftir að hafa beðist afsökunar. Johnson sakaði á móti Jeremy Corbyn að hafa ekki tekið á gyðingahatri innan Verkamannaflokksins. Þá voru hryðjuverkaárásir í landinu gerðar að umtalsefni þar sem frambjóðendurnir voru sammála. Sagði formaður Íhaldsflokksins að ekki ætti að tefla almenningi í hættu með því að veita hryðjuverkamönnum reynslulausn. „Það er engin ástæða til að fórna mannréttindum fólks eins og illvirkjans sem framdi hin hryllilegu morð á London Bridge. En mér finnst það furðulegt og rangt að hann skyldi hafa fengið reynslulausn,“ sagði Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra landsins Jeremy Corbin minntist fórnarlamba voðaverksins á Lundúna brú í síðustu viku og sérstaklega ungs manns sem stungin var til bana. „Hann vildi þjóðfélag þar sem tekist væri á við stóru vandamálin, þar sem einhver fremur hræðilega verknaði eins og þennan. Já, auðvitað verður að fangelsa þá. Já, auðvitað verður að reyna að endurhæfa þá ef það er hægt. En það verður að vera eftirlitsferli til að það sé hægt. Við þurfum öryggi á götunum okkar. Öryggi er ekki ódýrt,” sagði Jeremy Corbin, leiðtogi Verkamannaflokksins. Bretland Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Segir að Íhaldsmenn ofsæki frambjóðendur Brexit-flokks Nigel Farage, leiðtogi Brexit-flokksins, segir Íhaldsmenn beita óheiðarlegum aðferðum til að fá frambjóðendur flokksins til að stíga til hliðar. Þingkosningar í landinu fara fram 12. desember. 15. nóvember 2019 06:00 Tölvuárás gerð á breska Verkamannaflokkinn Háþróuð og umfangsmikil tölvuárás hefur verið gerð á tölvukerfi og samfélagsmiðla breska Verkamannaflokksins. 12. nóvember 2019 11:06 Íhaldsflokkurinn í sterkri stöðu fyrir kosningarnar Íhaldsflokkurinn er með gott forskot nú þegar það styttist í þingkosningar á Bretlandi. Leiðtogar mættust í kappræðum í gærkvöldi. 20. nóvember 2019 19:00 Sökuðu hvor annan um að hafa ekki tekið á fordómum Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands, var sakaður um kynþáttaníð í orðræðu sinni af leiðtoga Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn í kappræðum BBC sem haldnar voru í gær en þingkosningar fara fram í Bretlandi 12. desember næstkomandi. 7. desember 2019 11:30 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Sjá meira
Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands, var sakaður um kynþáttaníð af leiðtoga Verkamannaflokksins, í kappræðum sem haldnar voru í gær. Fimm dagar eru fram að þingkosningum þar í landi. Í kappræðunum í gær ræddu leiðtogarnir meðal annars um aðgerðir gegn múslimahatri í bresku samfélagi. Jeremy Corbyn sagði að Johnson hefði mistekist að taka á múslima- og útlendingahatri í Íhaldsflokknum og hafi sjálfur verið uppvís að því að nota niðrandi orð. Johnson svaraði gagnrýni Corbyn með því að segja að sá Íhaldsmaður sem yrði uppvís af kynþáttafordómum yrði vikið á brott tafarlaust. Þó hafi Íhaldsmenn fengið að halda stöðu sinni sem frambjóðendur eftir að hafa beðist afsökunar. Johnson sakaði á móti Jeremy Corbyn að hafa ekki tekið á gyðingahatri innan Verkamannaflokksins. Þá voru hryðjuverkaárásir í landinu gerðar að umtalsefni þar sem frambjóðendurnir voru sammála. Sagði formaður Íhaldsflokksins að ekki ætti að tefla almenningi í hættu með því að veita hryðjuverkamönnum reynslulausn. „Það er engin ástæða til að fórna mannréttindum fólks eins og illvirkjans sem framdi hin hryllilegu morð á London Bridge. En mér finnst það furðulegt og rangt að hann skyldi hafa fengið reynslulausn,“ sagði Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra landsins Jeremy Corbin minntist fórnarlamba voðaverksins á Lundúna brú í síðustu viku og sérstaklega ungs manns sem stungin var til bana. „Hann vildi þjóðfélag þar sem tekist væri á við stóru vandamálin, þar sem einhver fremur hræðilega verknaði eins og þennan. Já, auðvitað verður að fangelsa þá. Já, auðvitað verður að reyna að endurhæfa þá ef það er hægt. En það verður að vera eftirlitsferli til að það sé hægt. Við þurfum öryggi á götunum okkar. Öryggi er ekki ódýrt,” sagði Jeremy Corbin, leiðtogi Verkamannaflokksins.
Bretland Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Segir að Íhaldsmenn ofsæki frambjóðendur Brexit-flokks Nigel Farage, leiðtogi Brexit-flokksins, segir Íhaldsmenn beita óheiðarlegum aðferðum til að fá frambjóðendur flokksins til að stíga til hliðar. Þingkosningar í landinu fara fram 12. desember. 15. nóvember 2019 06:00 Tölvuárás gerð á breska Verkamannaflokkinn Háþróuð og umfangsmikil tölvuárás hefur verið gerð á tölvukerfi og samfélagsmiðla breska Verkamannaflokksins. 12. nóvember 2019 11:06 Íhaldsflokkurinn í sterkri stöðu fyrir kosningarnar Íhaldsflokkurinn er með gott forskot nú þegar það styttist í þingkosningar á Bretlandi. Leiðtogar mættust í kappræðum í gærkvöldi. 20. nóvember 2019 19:00 Sökuðu hvor annan um að hafa ekki tekið á fordómum Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands, var sakaður um kynþáttaníð í orðræðu sinni af leiðtoga Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn í kappræðum BBC sem haldnar voru í gær en þingkosningar fara fram í Bretlandi 12. desember næstkomandi. 7. desember 2019 11:30 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Sjá meira
Segir að Íhaldsmenn ofsæki frambjóðendur Brexit-flokks Nigel Farage, leiðtogi Brexit-flokksins, segir Íhaldsmenn beita óheiðarlegum aðferðum til að fá frambjóðendur flokksins til að stíga til hliðar. Þingkosningar í landinu fara fram 12. desember. 15. nóvember 2019 06:00
Tölvuárás gerð á breska Verkamannaflokkinn Háþróuð og umfangsmikil tölvuárás hefur verið gerð á tölvukerfi og samfélagsmiðla breska Verkamannaflokksins. 12. nóvember 2019 11:06
Íhaldsflokkurinn í sterkri stöðu fyrir kosningarnar Íhaldsflokkurinn er með gott forskot nú þegar það styttist í þingkosningar á Bretlandi. Leiðtogar mættust í kappræðum í gærkvöldi. 20. nóvember 2019 19:00
Sökuðu hvor annan um að hafa ekki tekið á fordómum Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands, var sakaður um kynþáttaníð í orðræðu sinni af leiðtoga Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn í kappræðum BBC sem haldnar voru í gær en þingkosningar fara fram í Bretlandi 12. desember næstkomandi. 7. desember 2019 11:30
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna