Blaðamenn eigi digra verkfallssjóði Birgir Olgeirsson skrifar 22. nóvember 2019 18:30 Nú síðdegis var skrifað undir kjarasamning milli Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins sem alls er óvist að verði samþykktur í atkvæðagreiðslu blaðamanna eftir helgi. Mikil ólga var í blaðamönnum á fundi í félaginu í dag. Rétt áður en tólf tíma verkfallsaðgerðir vefblaðamanna áttu að hefjast klukkan 10 í morgun ákvað samninganefnd Blaðamannafélagsins að fresta aðgerðunum. Það þýðir að ekkert verður að verkfalli á prentmiðlum næstkomandi fimmtudag, daginn fyrir tekjumikla útgáfu dagblaða vegna Black Friday. „Allir fimmtudagar og föstudagur í desember, þá eru stór blöð. Þannig að ég sé ekki að það hafi einhver úrslitaáhrif,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Hann segir Samtök atvinnulífsins bjóða þær kjarabætur sem eru í lífskjarasamningnum. Vilji blaðamenn fá bætur umfram það þurfi þeir að greiða þær úr eigin sjóðum. „Við vildum taka þennan lífskjarasamning og laga hann að blaðamönnum og hagsmunum þeirra, án þess að það kostaði eitthvað meira, og það hefur bara ekki verið hægt að ræða það með neinu móti.“ Fulltrúi í samninganefnd Blaðamannafélagsins segir Samtök atvinnulífsins reyna að berja blaðamenn niður í verkastétt með lífskjarasamningnum. „Það er það sem þessi barátta snýst um, hún snýst um sjálfsvirðingu og sjálfsmynd þessarar stéttar sem fagstéttar. Við viljum að það sé metið við okkur, bæði í launum og í framkomu við okkur,“ segir Aðalheiður Ámundadóttir, blaðamaður og fulltrúi í samninganefnd Blaðamannafélagsins. Hún býst ekki við að blaðamenn samþykki samninginn. „Miðað við hvernig fundurinn var í dag, þá geri ég ráð fyrir að það sé sá hugur í fólki að leggja niður störf og hefja allsherjarverkfall. Við eigum verkfallssjóð og eigum öflug félög á Norðurlöndunum sem standa með okkur og hafa opinberlega lýst yfir stuðningi við okkur. Þau eiga líka digra sjóði.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, vildi ekki tjá sig um viðræðurnar við fréttastofu.Blaðamenn Vísis eru langflestir í Blaðamannafélagi Íslands. Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Nú síðdegis var skrifað undir kjarasamning milli Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins sem alls er óvist að verði samþykktur í atkvæðagreiðslu blaðamanna eftir helgi. Mikil ólga var í blaðamönnum á fundi í félaginu í dag. Rétt áður en tólf tíma verkfallsaðgerðir vefblaðamanna áttu að hefjast klukkan 10 í morgun ákvað samninganefnd Blaðamannafélagsins að fresta aðgerðunum. Það þýðir að ekkert verður að verkfalli á prentmiðlum næstkomandi fimmtudag, daginn fyrir tekjumikla útgáfu dagblaða vegna Black Friday. „Allir fimmtudagar og föstudagur í desember, þá eru stór blöð. Þannig að ég sé ekki að það hafi einhver úrslitaáhrif,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Hann segir Samtök atvinnulífsins bjóða þær kjarabætur sem eru í lífskjarasamningnum. Vilji blaðamenn fá bætur umfram það þurfi þeir að greiða þær úr eigin sjóðum. „Við vildum taka þennan lífskjarasamning og laga hann að blaðamönnum og hagsmunum þeirra, án þess að það kostaði eitthvað meira, og það hefur bara ekki verið hægt að ræða það með neinu móti.“ Fulltrúi í samninganefnd Blaðamannafélagsins segir Samtök atvinnulífsins reyna að berja blaðamenn niður í verkastétt með lífskjarasamningnum. „Það er það sem þessi barátta snýst um, hún snýst um sjálfsvirðingu og sjálfsmynd þessarar stéttar sem fagstéttar. Við viljum að það sé metið við okkur, bæði í launum og í framkomu við okkur,“ segir Aðalheiður Ámundadóttir, blaðamaður og fulltrúi í samninganefnd Blaðamannafélagsins. Hún býst ekki við að blaðamenn samþykki samninginn. „Miðað við hvernig fundurinn var í dag, þá geri ég ráð fyrir að það sé sá hugur í fólki að leggja niður störf og hefja allsherjarverkfall. Við eigum verkfallssjóð og eigum öflug félög á Norðurlöndunum sem standa með okkur og hafa opinberlega lýst yfir stuðningi við okkur. Þau eiga líka digra sjóði.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, vildi ekki tjá sig um viðræðurnar við fréttastofu.Blaðamenn Vísis eru langflestir í Blaðamannafélagi Íslands.
Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira