Enn á þeirri skoðun að Kristján Þór eigi að segja af sér Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. nóvember 2019 12:30 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vísir/Baldur Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallaði um hæfisreglur ráðherra á fundi sínum í morgun í ljósi Samherjamálsins. Fjöldi sérfræðinga kom fyrir nefndina. Á fundinum voru þeir ekki beðnir um að leggja sérstakt mat á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, vegna málsins heldur voru umræðurnar almenns eðlis, þótt Samherjamálið væri undirliggjandi tilefni fundarins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður nefndarinnar, segir að það sem fram hafi komið á fundinum hafi ekki orðið til þess að breyta þeirri afstöðu hennar að hún telji að Kristján Þór eigi að segja af sér. Meðal gesta á fundi nefndarinnar voru Jón Ólafsson prófessor í heimspeki, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir dósent við stjórnmálafræðideild, Páll Rafnar Þorsteinsson sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun og Trausti Fannar Valsson, dósent í lögfræði við Háskóla Íslands. Skoða þurfi bæði lagalegar- og siðferðislegar hliðar málsins Gestir voru beðnir að fara almennt yfir það hvernig hæfisreglur stjórnsýsluréttarins gilda gagnvart ráðherrum að sögn Þórhildar Sunnu. „Og líka kannski siðferðislegu hliðina og hliðina sem snýr að því að skapa traust á stjórnmálum og traust á Alþingi og hvernig það virki gagnvart ákvörðunum sjávarútvegsráðherra gagnvart Samherja og líka því til dæmis að hann hafi setið þennan ríkisstjórnarfund þar sem að viðbrögð við Samherjamálinu voru ákveðin,“ sagði Þórhildur Sunna í hádegisfréttum Bylgjunnar. Sjá einnig: Ríkisstjórnin ætlar að setja aukafjármagn í Samherjarannsóknir „Í fyrsta lagi þá fengum við mjög skýrt fram að til þess að meta nákvæmlega hæfi Kristjáns Þórs í ákvarðanatöku sem hefur áhrif á Samherja og félög því tengd, að þá þarfnist það töluvert meiri yfirlegu heldur en kannski náðist að fara í á þessum fundi og öflun frekari gagna heldur en að við höfum til staðar akkúrat núna,“ sagði Þórhildur Sunna.Frekari upplýsingar gætu átt eftir að koma fram í dagsljósið Aðspurð segist hún telja tilefni vera til þess að skoða hvort fara ætti í slíka úttekt og fara yfir þau gögn sem hún vísar til. „Ég á eftir að leggjast undir feld með það og ræða það við mína félaga hversu umfangsmikil slík rannsókn ætti að vera, hvort það eigi heima hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eða mögulega einhvers staðar annars staðar, þetta er bara eitthvað sem ég mun fara mjög vel yfir,“ segir Þórhildur Sunna. Í slíkri skoðun kynnu nánari upplýsingar að koma fram. „Til dæmis hvort það liggi fyrir í ráðuneytinu upplýsingar um tengd félög, félög sem tengjast Samherja og gætu ollið vanhæfi Kristjáns Þórs. Hafa þessar upplýsingar verið til, eru þær notaðar til hliðsjónar, hefur hann einhvern tímann látið meta hæfi sitt gagnvart tengdum félögum Samherja? Þetta finnst mér forvitnilegar spurningar.“ Spurð hvort afstaða hennar um að hún telji rétt að Kristján Þór segi af sér hafi eitthvað breyst eftir það sem fram kom á fundinum segir hún svo ekki vera. „Nei langt í frá,“ svarar Þórhildur Sunna. Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallaði um hæfisreglur ráðherra á fundi sínum í morgun í ljósi Samherjamálsins. Fjöldi sérfræðinga kom fyrir nefndina. Á fundinum voru þeir ekki beðnir um að leggja sérstakt mat á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, vegna málsins heldur voru umræðurnar almenns eðlis, þótt Samherjamálið væri undirliggjandi tilefni fundarins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður nefndarinnar, segir að það sem fram hafi komið á fundinum hafi ekki orðið til þess að breyta þeirri afstöðu hennar að hún telji að Kristján Þór eigi að segja af sér. Meðal gesta á fundi nefndarinnar voru Jón Ólafsson prófessor í heimspeki, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir dósent við stjórnmálafræðideild, Páll Rafnar Þorsteinsson sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun og Trausti Fannar Valsson, dósent í lögfræði við Háskóla Íslands. Skoða þurfi bæði lagalegar- og siðferðislegar hliðar málsins Gestir voru beðnir að fara almennt yfir það hvernig hæfisreglur stjórnsýsluréttarins gilda gagnvart ráðherrum að sögn Þórhildar Sunnu. „Og líka kannski siðferðislegu hliðina og hliðina sem snýr að því að skapa traust á stjórnmálum og traust á Alþingi og hvernig það virki gagnvart ákvörðunum sjávarútvegsráðherra gagnvart Samherja og líka því til dæmis að hann hafi setið þennan ríkisstjórnarfund þar sem að viðbrögð við Samherjamálinu voru ákveðin,“ sagði Þórhildur Sunna í hádegisfréttum Bylgjunnar. Sjá einnig: Ríkisstjórnin ætlar að setja aukafjármagn í Samherjarannsóknir „Í fyrsta lagi þá fengum við mjög skýrt fram að til þess að meta nákvæmlega hæfi Kristjáns Þórs í ákvarðanatöku sem hefur áhrif á Samherja og félög því tengd, að þá þarfnist það töluvert meiri yfirlegu heldur en kannski náðist að fara í á þessum fundi og öflun frekari gagna heldur en að við höfum til staðar akkúrat núna,“ sagði Þórhildur Sunna.Frekari upplýsingar gætu átt eftir að koma fram í dagsljósið Aðspurð segist hún telja tilefni vera til þess að skoða hvort fara ætti í slíka úttekt og fara yfir þau gögn sem hún vísar til. „Ég á eftir að leggjast undir feld með það og ræða það við mína félaga hversu umfangsmikil slík rannsókn ætti að vera, hvort það eigi heima hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eða mögulega einhvers staðar annars staðar, þetta er bara eitthvað sem ég mun fara mjög vel yfir,“ segir Þórhildur Sunna. Í slíkri skoðun kynnu nánari upplýsingar að koma fram. „Til dæmis hvort það liggi fyrir í ráðuneytinu upplýsingar um tengd félög, félög sem tengjast Samherja og gætu ollið vanhæfi Kristjáns Þórs. Hafa þessar upplýsingar verið til, eru þær notaðar til hliðsjónar, hefur hann einhvern tímann látið meta hæfi sitt gagnvart tengdum félögum Samherja? Þetta finnst mér forvitnilegar spurningar.“ Spurð hvort afstaða hennar um að hún telji rétt að Kristján Þór segi af sér hafi eitthvað breyst eftir það sem fram kom á fundinum segir hún svo ekki vera. „Nei langt í frá,“ svarar Þórhildur Sunna.
Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira