Vinnur að því að taka barnaverndarmál fastari tökum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 27. nóvember 2019 20:30 Birgir Örn Guðjónsson fer fyrir verkefni sem hefur þann tilgang að koma í veg fyrir það að ofbeldis- og vanrækslumálum sé ekki sinnt. stöð 2 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur að því að taka barnaverndarmál fastari tökum og grípa fyrr inn í málin. Um er að ræða tilraunaverkefni sem unnið er í samstarfi barnaverndar og lögreglu. Í nýjastaþætti Kompás segir 17 ára stúlka, sem þola mátti ofbeldi og vanrækslu í æsku, sögu sína. Hún segir barnaverndarkerfið hafa brugðist sér. Gögn í máli hennar sína að barnaverndarnefnd Seltjarnarness hafi verið meðvituð um aðstæður hennar, til að mynda að lögregla hafi verið kölluð til á heimili hennar í nokkur skipti vegna heimilisofbeldis. Þá kom lögregla í nokkur skipti óbeint að málinu. Stúlkan var þó aldrei tekin af heimilinu. Í mars hófst tilraunaverkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í samvinnu við Barnavernd Hafnafjarðarbæjar og segir Birgir Örn Guðjónsson sem fer fyrir verkefninu tilganginn meðan annars vera að koma í veg fyrir mál af þessum toga. Reynt sé að grípa fyrr inn í mál og taka þau fastari tökum með samvinnu lögreglu og barnaverndar.„Með því að púsla þessum stofnunum saman þá ættum við að geta unnið þetta miklu betur en við höfum kannski gert. Með því að vinna saman veitum við hvort öðru aðhald,“ segir Birgir. Hann segir verkefnið ganga vel. Frá því það hófst hafi hann unnið í málum 28 barna í Hafnarfirði. Þá eigi verkefnið að koma í veg fyrir áhættuhegðun. „Þegar barn lendir í einhverju alvarlegu , ofbeldi í æsku, einhvers konar misnotkun eða vanrækslu þá á sá einstaklingur miklu meira á hættu með að leiðast út í einhvers konar áhættuhegðun.“ Með verkefninu sé reynt að koma í veg fyrir áhættuhegðun. Tilraunaverkefnið var aðeins ætlað til eins árs en hann vonast til þess að það verði útfært á allt höfuðborgarsvæðið. „Betur sjá augu en auga og með þessari samvinnu náum við vonandi að fækka þessum málum sem annars myndu hugsanlega detta í gegn,“ segir Birgir Örn Guðjónsson, lögreglumaður. Barnavernd Lögreglan Tengdar fréttir Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý afsökunar Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý Einarsdóttur, sem þola mátti ofbeldi og vanrækslu í æsku, afsökunar. Bæjarfulltrúi segir málið endurspeglast af meðvirkni og frændhygli og semja eigi um miskabætur. 26. nóvember 2019 19:00 Sérstakt að pólitískt skipaðir nefndarmenn taki ákvarðanir í barnaverndarmálum Í Kompás segir 17 ára stúlka frá áralangri vanrækslu í barnæsku og telur hún pólitíska stöðu fjölskyldunnar á Seltjarnarnesi hafa haft áhrif á mál hennar. 25. nóvember 2019 11:50 Lokuð á heimilinu með geðveikri móður 17 ára stúlka segir barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína. 25. nóvember 2019 09:00 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur að því að taka barnaverndarmál fastari tökum og grípa fyrr inn í málin. Um er að ræða tilraunaverkefni sem unnið er í samstarfi barnaverndar og lögreglu. Í nýjastaþætti Kompás segir 17 ára stúlka, sem þola mátti ofbeldi og vanrækslu í æsku, sögu sína. Hún segir barnaverndarkerfið hafa brugðist sér. Gögn í máli hennar sína að barnaverndarnefnd Seltjarnarness hafi verið meðvituð um aðstæður hennar, til að mynda að lögregla hafi verið kölluð til á heimili hennar í nokkur skipti vegna heimilisofbeldis. Þá kom lögregla í nokkur skipti óbeint að málinu. Stúlkan var þó aldrei tekin af heimilinu. Í mars hófst tilraunaverkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í samvinnu við Barnavernd Hafnafjarðarbæjar og segir Birgir Örn Guðjónsson sem fer fyrir verkefninu tilganginn meðan annars vera að koma í veg fyrir mál af þessum toga. Reynt sé að grípa fyrr inn í mál og taka þau fastari tökum með samvinnu lögreglu og barnaverndar.„Með því að púsla þessum stofnunum saman þá ættum við að geta unnið þetta miklu betur en við höfum kannski gert. Með því að vinna saman veitum við hvort öðru aðhald,“ segir Birgir. Hann segir verkefnið ganga vel. Frá því það hófst hafi hann unnið í málum 28 barna í Hafnarfirði. Þá eigi verkefnið að koma í veg fyrir áhættuhegðun. „Þegar barn lendir í einhverju alvarlegu , ofbeldi í æsku, einhvers konar misnotkun eða vanrækslu þá á sá einstaklingur miklu meira á hættu með að leiðast út í einhvers konar áhættuhegðun.“ Með verkefninu sé reynt að koma í veg fyrir áhættuhegðun. Tilraunaverkefnið var aðeins ætlað til eins árs en hann vonast til þess að það verði útfært á allt höfuðborgarsvæðið. „Betur sjá augu en auga og með þessari samvinnu náum við vonandi að fækka þessum málum sem annars myndu hugsanlega detta í gegn,“ segir Birgir Örn Guðjónsson, lögreglumaður.
Barnavernd Lögreglan Tengdar fréttir Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý afsökunar Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý Einarsdóttur, sem þola mátti ofbeldi og vanrækslu í æsku, afsökunar. Bæjarfulltrúi segir málið endurspeglast af meðvirkni og frændhygli og semja eigi um miskabætur. 26. nóvember 2019 19:00 Sérstakt að pólitískt skipaðir nefndarmenn taki ákvarðanir í barnaverndarmálum Í Kompás segir 17 ára stúlka frá áralangri vanrækslu í barnæsku og telur hún pólitíska stöðu fjölskyldunnar á Seltjarnarnesi hafa haft áhrif á mál hennar. 25. nóvember 2019 11:50 Lokuð á heimilinu með geðveikri móður 17 ára stúlka segir barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína. 25. nóvember 2019 09:00 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý afsökunar Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý Einarsdóttur, sem þola mátti ofbeldi og vanrækslu í æsku, afsökunar. Bæjarfulltrúi segir málið endurspeglast af meðvirkni og frændhygli og semja eigi um miskabætur. 26. nóvember 2019 19:00
Sérstakt að pólitískt skipaðir nefndarmenn taki ákvarðanir í barnaverndarmálum Í Kompás segir 17 ára stúlka frá áralangri vanrækslu í barnæsku og telur hún pólitíska stöðu fjölskyldunnar á Seltjarnarnesi hafa haft áhrif á mál hennar. 25. nóvember 2019 11:50
Lokuð á heimilinu með geðveikri móður 17 ára stúlka segir barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína. 25. nóvember 2019 09:00