Hafsjór af tækifærum Davíð Stefánsson skrifar 29. nóvember 2019 07:30 Bláa hagkerfið er talið geta þrefaldast á næstu 20 árum, farið úr tæplega 400 milljarða veltu í rösklega 1300 milljarða. Mikill vöxtur er talinn geta orðið áfram í tæknifyrirtækjum sem tengjast hafinu, fiskeldi, líftækni og fullvinnslu, þara og þörungum svo eitthvað sé nefnt. Ef svo fer þá kann sjávarútvegur að verða einungis helmingur af veltu haftengdra greina hérlendis innan 20 ára. Fréttablaðið/Anton Brink Bláa hagkerfið, eða öll starfsemi sem við kemur hafinu í kringum Ísland, getur þrefaldast að umfangi á næstu tveimur áratugum. Í bláa hagkerfinu felast því mörg tækifæri til að skapa verðmæti og áhugaverð störf til framtíðar. Þetta er m.a. það sem kemur fram í nýju riti Íslenska sjávarklasans sem nefnist „Bak við yztu sjónarrönd“ og kemur út innan tíðar. „Bróðurpartur veltu bláa hagkerfisins í dag er tengdur hefðbundnum fiskveiðum,“ segir Þór Sigfússon sem er annar höfunda ritsins ásamt Þórlindi Kjartanssyni. „Að mati okkar kann að vera að allt að helmingur veltu bláa hagkerfisins sé lítið eða ekkert tengdur sjávarútvegi innan 20 ára. Nýjar atvinnugreinar, sem nýta auðlindir hafsins, munu skjóta enn frekar rótum og verða fyrirferðarmiklar á komandi árum ef rétt er á málum haldið,“ segir Þór. „Tækifærin liggja meðal annars í aukinni fiskirækt, líftækni, fullvinnslu aukaafurða, vaxandi stofnum nýrra veiðitegunda við Ísland eins og skelfiski, nýtingu þara og ræktun þörunga svo eitthvað sé nefnt.“ Hann segir ógnanirnar felast fyrst og fremst í aukinni mengun í hafinu í kringum Ísland, hitnun og súrnun sjávar og plastmengun.Í ritinu eru nefnd nokkur atriði sem leggja ber kapp á til að efla enn frekar bláa hagkerfið. Þar er meðal annars nefnt mikilvægi þess að Íslendingar skynji þau tækifæri sem felast í því að taka sér stöðu sem forystuland í nýsköpun og umhverfisvernd. Þá þarf að efla rannsóknir og menntun á þessum sviðum, styrkja enn frekar samkeppnissjóði, treysta hafréttarlega stöðu Íslands og efla nýsköpunar- og frumkvöðlaumhverfið hérlendis.Umhverfismál í brennidepli Spurningar sem settar eru fram í ritinu lúta að því hvernig bláa hagkerfið á Íslandi komi til með að líta út eftir fáeina áratugi. Verða nýjar fisktegundir áberandi, hvaða áhrif hefur aukin súrnun sjávar á hafið okkar, verða þari eða skelfiskur orðnir verðmætari en núverandi sjávarauðlindir? Munum við keppa í auknum mæli við grænkerafisk sem búinn er til á landi? En stærsta spurningin er því hvort við verðum þekkt sem fiskveiðiþjóðin sem býr við ríkar og hreinar sjávarauðlindir eða þjóðin í súra hafinu? Mark Kurlansky, höfundur „Ævisaga þorsksins; fiskurinn sem breytti heiminum“, er einn af 26 álitsgjöfum sem skrifa í ritið. Mark segir þar meðal annars: „Engir hafa sterkari röksemdir fyrir því að bjarga þorskinum heldur en Íslendingar, þar sem bæði efnahagur og menning eru háð honum. Og ég efast um að nokkur hafi barist harðar fyrir því að bjarga honum. Í dag getum við saknað þeirra tíma þegar ábyrg stjórnun fiskveiða var fullnægjandi. Það er ekki lengur nóg,“ segir Mark. Hann segir að hinn ískyggilegi sannleikur sé að Norður-Atlantshafið geti ekki lengur séð öllum sínum fiski fyrir æti. Þetta muni hafa sérstök áhrif á stærri fiska, eins og þorskinn.Þrefaldast bláa hagkerfið á næstu 20 árum? Í ritinu er rætt um líklega þróun í veltu einstakra greina sem tengjast bláa hagkerfinu hérlendis næstu tvo áratugina. Sú spá byggist bæði á áætlunum sem gerðar hafa verið um veltuaukningu þessara atvinnugreina á heimsvísu og á viðtölum við ýmsa frumkvöðla og forsvarsmenn fyrirtækja hérlendis. „Bláa hagkerfið talið geta þrefaldast á næstu 20 árum, farið úr tæplega 400 milljarða veltu í rösklega 1300 milljarða,“ segir Þór. „Mikill vöxtur er talinn geta orðið áfram í tæknifyrirtækjum sem tengjast hafinu, fiskeldi, líftækni og fullvinnslu, þara og þörungum svo eitthvað sé nefnt. Ef svo fer þá kann sjávarútvegur að verða einungis helmingur af veltu haftengdra greina hérlendis innan 20 ára.“ Þór segir að með útgáfunni sé verið að kynna tugi hugmynda um áhugaverð tækifæri fyrir hugvitsfólk til að hagnýta hafsins gæði og skapa um leið verðmæti og spennandi störf. Þá eru raktar í ritinu mikilvægustu leiðir til að efla Ísland sem leiðandi þjóð í haftengdum greinum. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Umhverfismál Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Bláa hagkerfið, eða öll starfsemi sem við kemur hafinu í kringum Ísland, getur þrefaldast að umfangi á næstu tveimur áratugum. Í bláa hagkerfinu felast því mörg tækifæri til að skapa verðmæti og áhugaverð störf til framtíðar. Þetta er m.a. það sem kemur fram í nýju riti Íslenska sjávarklasans sem nefnist „Bak við yztu sjónarrönd“ og kemur út innan tíðar. „Bróðurpartur veltu bláa hagkerfisins í dag er tengdur hefðbundnum fiskveiðum,“ segir Þór Sigfússon sem er annar höfunda ritsins ásamt Þórlindi Kjartanssyni. „Að mati okkar kann að vera að allt að helmingur veltu bláa hagkerfisins sé lítið eða ekkert tengdur sjávarútvegi innan 20 ára. Nýjar atvinnugreinar, sem nýta auðlindir hafsins, munu skjóta enn frekar rótum og verða fyrirferðarmiklar á komandi árum ef rétt er á málum haldið,“ segir Þór. „Tækifærin liggja meðal annars í aukinni fiskirækt, líftækni, fullvinnslu aukaafurða, vaxandi stofnum nýrra veiðitegunda við Ísland eins og skelfiski, nýtingu þara og ræktun þörunga svo eitthvað sé nefnt.“ Hann segir ógnanirnar felast fyrst og fremst í aukinni mengun í hafinu í kringum Ísland, hitnun og súrnun sjávar og plastmengun.Í ritinu eru nefnd nokkur atriði sem leggja ber kapp á til að efla enn frekar bláa hagkerfið. Þar er meðal annars nefnt mikilvægi þess að Íslendingar skynji þau tækifæri sem felast í því að taka sér stöðu sem forystuland í nýsköpun og umhverfisvernd. Þá þarf að efla rannsóknir og menntun á þessum sviðum, styrkja enn frekar samkeppnissjóði, treysta hafréttarlega stöðu Íslands og efla nýsköpunar- og frumkvöðlaumhverfið hérlendis.Umhverfismál í brennidepli Spurningar sem settar eru fram í ritinu lúta að því hvernig bláa hagkerfið á Íslandi komi til með að líta út eftir fáeina áratugi. Verða nýjar fisktegundir áberandi, hvaða áhrif hefur aukin súrnun sjávar á hafið okkar, verða þari eða skelfiskur orðnir verðmætari en núverandi sjávarauðlindir? Munum við keppa í auknum mæli við grænkerafisk sem búinn er til á landi? En stærsta spurningin er því hvort við verðum þekkt sem fiskveiðiþjóðin sem býr við ríkar og hreinar sjávarauðlindir eða þjóðin í súra hafinu? Mark Kurlansky, höfundur „Ævisaga þorsksins; fiskurinn sem breytti heiminum“, er einn af 26 álitsgjöfum sem skrifa í ritið. Mark segir þar meðal annars: „Engir hafa sterkari röksemdir fyrir því að bjarga þorskinum heldur en Íslendingar, þar sem bæði efnahagur og menning eru háð honum. Og ég efast um að nokkur hafi barist harðar fyrir því að bjarga honum. Í dag getum við saknað þeirra tíma þegar ábyrg stjórnun fiskveiða var fullnægjandi. Það er ekki lengur nóg,“ segir Mark. Hann segir að hinn ískyggilegi sannleikur sé að Norður-Atlantshafið geti ekki lengur séð öllum sínum fiski fyrir æti. Þetta muni hafa sérstök áhrif á stærri fiska, eins og þorskinn.Þrefaldast bláa hagkerfið á næstu 20 árum? Í ritinu er rætt um líklega þróun í veltu einstakra greina sem tengjast bláa hagkerfinu hérlendis næstu tvo áratugina. Sú spá byggist bæði á áætlunum sem gerðar hafa verið um veltuaukningu þessara atvinnugreina á heimsvísu og á viðtölum við ýmsa frumkvöðla og forsvarsmenn fyrirtækja hérlendis. „Bláa hagkerfið talið geta þrefaldast á næstu 20 árum, farið úr tæplega 400 milljarða veltu í rösklega 1300 milljarða,“ segir Þór. „Mikill vöxtur er talinn geta orðið áfram í tæknifyrirtækjum sem tengjast hafinu, fiskeldi, líftækni og fullvinnslu, þara og þörungum svo eitthvað sé nefnt. Ef svo fer þá kann sjávarútvegur að verða einungis helmingur af veltu haftengdra greina hérlendis innan 20 ára.“ Þór segir að með útgáfunni sé verið að kynna tugi hugmynda um áhugaverð tækifæri fyrir hugvitsfólk til að hagnýta hafsins gæði og skapa um leið verðmæti og spennandi störf. Þá eru raktar í ritinu mikilvægustu leiðir til að efla Ísland sem leiðandi þjóð í haftengdum greinum.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Umhverfismál Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira