Þverganga Merkúríuss sjáanleg þar sem veður leyfir Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2019 12:01 Mynd sem Sævar Helgi Bragason tók af þvergöngu Merkúríuss í maí árið 2016. Sævar Helgi Bragason Reikistjarnan Merkúríus gengur fyrir sólina frá jörðu séð í dag og verður þvergangan sjáanleg með sjónauka frá Íslandi þar sem veður leyfir. Næsta þverganga af þessu tagi verður ekki fyrr en eftir þrettán ár. Merkúríus færist fyrst inn á skífu sólarinnar klukkan 12:35 að íslenskum tíma og fer út af henni aftur klukkan 18:04. Hægt er að fylgjast með þvergöngunni með sólarsjónauka þar sem sést til sólar og veður leyfir. Til þess að greina reikistjörnuna þegar hún gengur fyrir sólina þarf stjörnusjónauka með helst um fimmtíufalda stækkun. Algerlega nauðsynlegt er að nota sólarsíur til að forðast augnskaða og horfa aldrei beint í sólina. Nokkuð þungbúið er þó yfir landinu í dag og því verða aðstæður tæplega hentugar til að fylgjast með þvergöngunni. Síðast gekk Merkúríus fyrir sólina í maí árið 2016 en sú næsta verður árið 2032. Merkúríus er innsta og jafnframt minnsta reikistjarnan í sólkerfinu okkar. Bergreikistjarnan er tæpir 4.900 kílómetrar að þvermáli, um 38% af þvermáli jarðar. Yfirborðið er alsett gígum og þykir helst minna á tunglið okkar. Evrópska geimfarið Bepi Colombo er væntanlegt til Merkúríusar í desember árið 2025 en því var skotið á loft í október í fyrra.Í dag gengur Merkúríus fyrir sólina frá Jörðu séð. Þvergangan hefst kl. 12:35 og lýkur 18:04 og sést því að hluta til frá Íslandi (með sólarsjónauka), ef veður leyfir. Merkúríus gekk seinast fyrir sólu árið 2016 og tók ég þá þessa mynd. Næsta þverganga verður árið 2032. pic.twitter.com/0by7uK6YWl— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) November 11, 2019 Geimurinn Merkúríus Tengdar fréttir Geimfar sent af stað í sjö ára ferðalag Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, í samvinnu með Geimvísindastofnun Japan, mun í nótt senda geimfar í langt ferðalag til Merkúr. 19. október 2018 14:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Reikistjarnan Merkúríus gengur fyrir sólina frá jörðu séð í dag og verður þvergangan sjáanleg með sjónauka frá Íslandi þar sem veður leyfir. Næsta þverganga af þessu tagi verður ekki fyrr en eftir þrettán ár. Merkúríus færist fyrst inn á skífu sólarinnar klukkan 12:35 að íslenskum tíma og fer út af henni aftur klukkan 18:04. Hægt er að fylgjast með þvergöngunni með sólarsjónauka þar sem sést til sólar og veður leyfir. Til þess að greina reikistjörnuna þegar hún gengur fyrir sólina þarf stjörnusjónauka með helst um fimmtíufalda stækkun. Algerlega nauðsynlegt er að nota sólarsíur til að forðast augnskaða og horfa aldrei beint í sólina. Nokkuð þungbúið er þó yfir landinu í dag og því verða aðstæður tæplega hentugar til að fylgjast með þvergöngunni. Síðast gekk Merkúríus fyrir sólina í maí árið 2016 en sú næsta verður árið 2032. Merkúríus er innsta og jafnframt minnsta reikistjarnan í sólkerfinu okkar. Bergreikistjarnan er tæpir 4.900 kílómetrar að þvermáli, um 38% af þvermáli jarðar. Yfirborðið er alsett gígum og þykir helst minna á tunglið okkar. Evrópska geimfarið Bepi Colombo er væntanlegt til Merkúríusar í desember árið 2025 en því var skotið á loft í október í fyrra.Í dag gengur Merkúríus fyrir sólina frá Jörðu séð. Þvergangan hefst kl. 12:35 og lýkur 18:04 og sést því að hluta til frá Íslandi (með sólarsjónauka), ef veður leyfir. Merkúríus gekk seinast fyrir sólu árið 2016 og tók ég þá þessa mynd. Næsta þverganga verður árið 2032. pic.twitter.com/0by7uK6YWl— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) November 11, 2019
Geimurinn Merkúríus Tengdar fréttir Geimfar sent af stað í sjö ára ferðalag Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, í samvinnu með Geimvísindastofnun Japan, mun í nótt senda geimfar í langt ferðalag til Merkúr. 19. október 2018 14:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Geimfar sent af stað í sjö ára ferðalag Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, í samvinnu með Geimvísindastofnun Japan, mun í nótt senda geimfar í langt ferðalag til Merkúr. 19. október 2018 14:00