Sjóböðin á Húsavík fá nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 21:15 Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, Jón Steindór Árnason, stjórnarformaður Sjóbaðanna á Húsavík og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands á verðlaunaafhendingunni í dag. saf Sjóböðin á Húsavík hlutu í dag nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar fyrir árið 2019 en verðlaunin eru veitt ár hvert þann 11. nóvember sem er afmælisdagur Samtaka ferðaþjónustunnar. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti fyrirtækinu verðlaunin við hátíðlega athöfn á Center Hotels við Laugaveg í Reykjavík en auk Sjóbaðanna voru tvö önnur fyrirtæki tilnefnd af dómnefnd til verðlaunanna, Hótel Ísafjörður og Icelandic Lava Show. Í tilkynningu segir að dómnefnd hafi verið einróma um að veita Sjóböðunum viðurkenninguna að þessu sinni. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður SAF, var formaður dómnefndar en auk ennar sátu þau Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála, og Helgi Þór Jónsson, eigandi Sponta og fulltrúi fyrirtækja innan SAF, í dómnefndinni. Í tilkynningu frá SAF vegna verðlaunanna segir um Sjóböðin á Húsavík: „Sjóböðin á Húsavík opnuðu síðla sumars árið 2018, en aðdragandinn er heldur lengri. Um miðja síðustu öld var borað eftir heitu vatni á Húsavíkurhöfða. Upp kom vatn, sem reyndist vera heitur sjór sem hentaði ekki til húshitunar. Í staðinn var komið fyrir gömlu ostakari, þar sem Húsvíkingar gátu baðað sig sér til heilsubótar við kjörhitastig. Á þessum grunni voru Sjóböðin á Húsavík sett á stofn. Nú geta gestir baðað sig á höfðanum við frábærar aðstæður. Vatnið er mjög heilsusamlegt, með mjög sérstöku efnisinnhaldi, sem sýnt hefur verið fram á að hefur góð áhrif á ýmis húðvandamál. Á meðan má svo njóta náttúru og ægifagurs útsýnis yfir Skjálfandaflóa og til fjalla. Sjóböðin hafa fengið góðar viðtökur og fengið afar jákvæðar umsagnir bæði innlendra sem og erlendra gesta og hafa verið áberandi á samfélagsmiðlum. Eftir tilkomu Sjóbaðanna er það mál manna að ferðaþjónusta á Húsavík hafi tekið stórt stökk upp á við, þar sem þau hafa reynst sterkur segull allt árið um kring. Þau hafa án efa einnig mikla þýðingu fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu í öllum landshlutanum. Sjóböðin á Húsavík eru því verðskuldaðir handhafar nýsköpunarverðlauna ferðaþjónustunnar árið 2019.“ Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Sjóböðin á Húsavík hlutu í dag nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar fyrir árið 2019 en verðlaunin eru veitt ár hvert þann 11. nóvember sem er afmælisdagur Samtaka ferðaþjónustunnar. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti fyrirtækinu verðlaunin við hátíðlega athöfn á Center Hotels við Laugaveg í Reykjavík en auk Sjóbaðanna voru tvö önnur fyrirtæki tilnefnd af dómnefnd til verðlaunanna, Hótel Ísafjörður og Icelandic Lava Show. Í tilkynningu segir að dómnefnd hafi verið einróma um að veita Sjóböðunum viðurkenninguna að þessu sinni. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður SAF, var formaður dómnefndar en auk ennar sátu þau Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála, og Helgi Þór Jónsson, eigandi Sponta og fulltrúi fyrirtækja innan SAF, í dómnefndinni. Í tilkynningu frá SAF vegna verðlaunanna segir um Sjóböðin á Húsavík: „Sjóböðin á Húsavík opnuðu síðla sumars árið 2018, en aðdragandinn er heldur lengri. Um miðja síðustu öld var borað eftir heitu vatni á Húsavíkurhöfða. Upp kom vatn, sem reyndist vera heitur sjór sem hentaði ekki til húshitunar. Í staðinn var komið fyrir gömlu ostakari, þar sem Húsvíkingar gátu baðað sig sér til heilsubótar við kjörhitastig. Á þessum grunni voru Sjóböðin á Húsavík sett á stofn. Nú geta gestir baðað sig á höfðanum við frábærar aðstæður. Vatnið er mjög heilsusamlegt, með mjög sérstöku efnisinnhaldi, sem sýnt hefur verið fram á að hefur góð áhrif á ýmis húðvandamál. Á meðan má svo njóta náttúru og ægifagurs útsýnis yfir Skjálfandaflóa og til fjalla. Sjóböðin hafa fengið góðar viðtökur og fengið afar jákvæðar umsagnir bæði innlendra sem og erlendra gesta og hafa verið áberandi á samfélagsmiðlum. Eftir tilkomu Sjóbaðanna er það mál manna að ferðaþjónusta á Húsavík hafi tekið stórt stökk upp á við, þar sem þau hafa reynst sterkur segull allt árið um kring. Þau hafa án efa einnig mikla þýðingu fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu í öllum landshlutanum. Sjóböðin á Húsavík eru því verðskuldaðir handhafar nýsköpunarverðlauna ferðaþjónustunnar árið 2019.“
Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira