Morales fær hæli í Mexíkó Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 23:54 Evo Morales. vísir/getty Evo Morales, sem í gær sagði af sér sem forseti Bólivíu, hefur fengið hæli í Mexíkó. Þetta tilkynnti utanríkisráðherra Mexíkó, Marcelo Ebrard, á blaðamannafundi í dag. Er Morales veitt hæli af mannúðarástæðum en hann óskaði eftir því sjálfur við yfirvöld í Mexíkó að fá hæli í landinu. Morales sagði af sér í gær í kjölfar þess að yfirmaður bólivíska hersins hvatti hann til þess að víkja úr embætti forseta. Mikil mótmæli hafa verið í Bólivíu undanfarnar vikur eftir að alþjóðlegir eftirlitsaðilar settu út á framkvæmd forsetakosninganna sem fram fóru í október. Morales lýsti yfir sigri í þeim kosningum. Að því er segir á frétt BBC hefur Morales sjálfur ekki tjáð sig um það að honum hafi verið veitt hæli í Mexíkó en áður hafði hann hvatt stuðningsmenn sína til þess að berjast við þau myrku öfl sem neyddu hann til þess að segja af sér. Morales var fyrst kjörinn forseti árið 2005. Hann var fyrsti forseti Bólivíu af frumbyggjaættum en áður en hann var kjörinn forseti var hann kókabóndi. Hann var síðan aftur kjörinn forseti 2009 og 2014 og naut vinsælda hjá bólivísku þjóðinni enda barðist hann hatrammlega gegn fátækt og bætti efnahag landsins. En árið 2016 efndi hann til þjóðaratkvæðagreiðslu um að heimila forseta að sitja lengur en þau tvö kjörtímabil sem þá var leyft samkvæmt stjórnarskrá sem samþykkt var 2009. Því var hafnað en stjórnlagadómstóll ákvað engu að síður að heimila það. Morales bauð sig því fram í fjórða sinn. Það var umdeilt í ljósi þess að þjóðin hafði hafnað því að leyfa slíkt. Morales vann síðan nauman sigur í síðasta mánuði en á sunnudag gerðust hlutirnir hratt. Eftirlitsaðilar á vegum Stofnunar amerískra ríkja (OAS) sögðu ljóst að úrslitum í forsetakosningunum hefði verið hagrætt. Var kallað eftir því að kosningarnar yrðu ógiltar. Morales brást við og sagði að haldnar yrðu nýjar kosningar. Það dugði þó ekki því yfirmaður hersins kallaði eftir afsögn forsetans. Morales hefur kallað þetta valdarán en kveðst hafa sagt af sér svo samherjar hans í pólitík, hinum sósíalíska Mas-flokki, yrðu ekki áreittir, hótað og ofsóttir. Bólivía Mexíkó Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Sjá meira
Evo Morales, sem í gær sagði af sér sem forseti Bólivíu, hefur fengið hæli í Mexíkó. Þetta tilkynnti utanríkisráðherra Mexíkó, Marcelo Ebrard, á blaðamannafundi í dag. Er Morales veitt hæli af mannúðarástæðum en hann óskaði eftir því sjálfur við yfirvöld í Mexíkó að fá hæli í landinu. Morales sagði af sér í gær í kjölfar þess að yfirmaður bólivíska hersins hvatti hann til þess að víkja úr embætti forseta. Mikil mótmæli hafa verið í Bólivíu undanfarnar vikur eftir að alþjóðlegir eftirlitsaðilar settu út á framkvæmd forsetakosninganna sem fram fóru í október. Morales lýsti yfir sigri í þeim kosningum. Að því er segir á frétt BBC hefur Morales sjálfur ekki tjáð sig um það að honum hafi verið veitt hæli í Mexíkó en áður hafði hann hvatt stuðningsmenn sína til þess að berjast við þau myrku öfl sem neyddu hann til þess að segja af sér. Morales var fyrst kjörinn forseti árið 2005. Hann var fyrsti forseti Bólivíu af frumbyggjaættum en áður en hann var kjörinn forseti var hann kókabóndi. Hann var síðan aftur kjörinn forseti 2009 og 2014 og naut vinsælda hjá bólivísku þjóðinni enda barðist hann hatrammlega gegn fátækt og bætti efnahag landsins. En árið 2016 efndi hann til þjóðaratkvæðagreiðslu um að heimila forseta að sitja lengur en þau tvö kjörtímabil sem þá var leyft samkvæmt stjórnarskrá sem samþykkt var 2009. Því var hafnað en stjórnlagadómstóll ákvað engu að síður að heimila það. Morales bauð sig því fram í fjórða sinn. Það var umdeilt í ljósi þess að þjóðin hafði hafnað því að leyfa slíkt. Morales vann síðan nauman sigur í síðasta mánuði en á sunnudag gerðust hlutirnir hratt. Eftirlitsaðilar á vegum Stofnunar amerískra ríkja (OAS) sögðu ljóst að úrslitum í forsetakosningunum hefði verið hagrætt. Var kallað eftir því að kosningarnar yrðu ógiltar. Morales brást við og sagði að haldnar yrðu nýjar kosningar. Það dugði þó ekki því yfirmaður hersins kallaði eftir afsögn forsetans. Morales hefur kallað þetta valdarán en kveðst hafa sagt af sér svo samherjar hans í pólitík, hinum sósíalíska Mas-flokki, yrðu ekki áreittir, hótað og ofsóttir.
Bólivía Mexíkó Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Sjá meira