Sportpakkinn: Fáum nánast aldrei æfingaleiki Arnar Björnsson skrifar 13. nóvember 2019 16:30 Helena í landsleik. vísir/daníel þór „Ég er búinn að vera að bíða eftir þessu frá því að ég tók við“, segir Benedikt Guðmundsson landsliðsþjálfari sem stýrir kvennalandsliðinu gegn Búlgaríu í Laugardalshöllinni annað kvöld. Frítt er á leikinn í boði Dominos en flautað verður til leiks klukkan 20. „Við byrjuðum á smáþjóðaleikunum í vor en verkefnið núna er enn stærra,“ segir þjálfarinn Benedikt sem segir tímann til undirbúnings vera stuttan. „Ofsalega knappur tími og maður er að reyna að gera sem mest og svigrúmið er ekki mikið en vonandi náum við að gera nóg“. Benedikt segir að liðið hafi æft í þrjár vikur fyrir smáþjóðaleikana en núna er tíminn minni. „Maður þarf að vinna þetta hratt og markvisst“. „Eins og staðan er í dag vitum við ekki mikið um liðið. FIBA raðaði þeim fyrir neðan okkur á styrleikalistanum en við erum það klárar að við gerum ráð fyrir því að þetta verði hörkuleikur“, segir Helena Sverrisdóttir. Hún segir andann í hópnum góðan eins og alltaf þegar liðið kemur saman. 16 leikmenn voru kallaðir til æfinga. „Það er mikil barátta um í sæti í 12 manna hópnumn æfingarnar taka mið af þeirri baráttu“. Helena tekur undir með þjálfaranum að tími til æfinga fyrir leikinn er ekki mikill. „Við vorum saman í sumar og erum að gera sömu hluti. Við horfum á myndbönd þess á milli sem við æfum“. Helena segir tímann fyrir smáþjóðaleikana hafa verið dýrmætan. Eftir leikinn fer landsliðið út og mætir Grikkjum á sunnudag. Þetta verða einu leikirnir þar til í nóvember á næsta ári. „Núna erum við að spila tvo leiki og svo líður heilt ár þar til að við spilum næstu leiki í þessari undankeppni. Hver einasti leikur hjálpar okkur mjög mikið því við fáum aldrei neina æfingaleiki“. Þjálfarinn segir standið á leikmönnum fínt. Flestar stelpurnar voru að spila á miðvikudag og á laugardag. Hildur Björg Kjartansdóttir meiddist í síðasta leik en Benedikt segir að það komi ekkert í veg fyrir að hún spili. Hvað segir hann um mótherjana? „Þetta er lið sem er svipað að styrkleika og við held ég örugglega. Þetta er öðruvísi lið en Grikkland og Slóvenía og undirbúningurinn miðast við það“.Klippa: Benedikt og Helena ræða komandi landsleik Íslenski körfuboltinn Sportpakkinn Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira
„Ég er búinn að vera að bíða eftir þessu frá því að ég tók við“, segir Benedikt Guðmundsson landsliðsþjálfari sem stýrir kvennalandsliðinu gegn Búlgaríu í Laugardalshöllinni annað kvöld. Frítt er á leikinn í boði Dominos en flautað verður til leiks klukkan 20. „Við byrjuðum á smáþjóðaleikunum í vor en verkefnið núna er enn stærra,“ segir þjálfarinn Benedikt sem segir tímann til undirbúnings vera stuttan. „Ofsalega knappur tími og maður er að reyna að gera sem mest og svigrúmið er ekki mikið en vonandi náum við að gera nóg“. Benedikt segir að liðið hafi æft í þrjár vikur fyrir smáþjóðaleikana en núna er tíminn minni. „Maður þarf að vinna þetta hratt og markvisst“. „Eins og staðan er í dag vitum við ekki mikið um liðið. FIBA raðaði þeim fyrir neðan okkur á styrleikalistanum en við erum það klárar að við gerum ráð fyrir því að þetta verði hörkuleikur“, segir Helena Sverrisdóttir. Hún segir andann í hópnum góðan eins og alltaf þegar liðið kemur saman. 16 leikmenn voru kallaðir til æfinga. „Það er mikil barátta um í sæti í 12 manna hópnumn æfingarnar taka mið af þeirri baráttu“. Helena tekur undir með þjálfaranum að tími til æfinga fyrir leikinn er ekki mikill. „Við vorum saman í sumar og erum að gera sömu hluti. Við horfum á myndbönd þess á milli sem við æfum“. Helena segir tímann fyrir smáþjóðaleikana hafa verið dýrmætan. Eftir leikinn fer landsliðið út og mætir Grikkjum á sunnudag. Þetta verða einu leikirnir þar til í nóvember á næsta ári. „Núna erum við að spila tvo leiki og svo líður heilt ár þar til að við spilum næstu leiki í þessari undankeppni. Hver einasti leikur hjálpar okkur mjög mikið því við fáum aldrei neina æfingaleiki“. Þjálfarinn segir standið á leikmönnum fínt. Flestar stelpurnar voru að spila á miðvikudag og á laugardag. Hildur Björg Kjartansdóttir meiddist í síðasta leik en Benedikt segir að það komi ekkert í veg fyrir að hún spili. Hvað segir hann um mótherjana? „Þetta er lið sem er svipað að styrkleika og við held ég örugglega. Þetta er öðruvísi lið en Grikkland og Slóvenía og undirbúningurinn miðast við það“.Klippa: Benedikt og Helena ræða komandi landsleik
Íslenski körfuboltinn Sportpakkinn Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira