Gylfi vill sjá nýja menn nýta tækifærið sem þeir fá gegn Tyrkjum Óskar Ófeigur Jónsson í Istanbul skrifar 14. nóvember 2019 10:30 Gylfi Þór Sigurðsson er með fyrirliðabandið í forföllum Arons Einars Gunnarssonar. Getty/Anthony Dibon Íslenska karlalandsliðið verður án tveggja lykilmanna í leiknum mikilvæga á móti Tyrkjum annað kvöld en eins og allir vita þá eru þeir Aron Einar Gunnarsson og Jóhann Berg Guðmundsson báðir frá vegna meiðsla. Gylfi Þór Sigurðsson leggur áherslu á það að þeir leikmenn sem kom inn í liðið fyrir þá Aron Einar og Jóhann Berg þurfi að líta á þetta sem frábært tækifæri til að sýna sig og sanna. „Þetta er mjög gott tækifæri fyrir þá að sýna að þeir eigi skilið sitt sæti í liðinu. Þetta er frábær leikur að koma inn því það er mikil stemmning og mikil læti á vellinum. Það er bara jákvætt fyrir þá að fá tækifæri núna og vonandi að þeir nýti sér það,“ sagði Gylfi. Íslenska liðið fékk minni tíma til að undirbúa sig en áður en Gylfi hefur ekki áhyggjur af því. „Flestir af okkur hafa verið saman í mörg mörg ár. Þótt við spilum á fimmtudegi eða föstudegi þá skiptir það litlu máli. Við erum ekki að breyta neinu þannig séð því þetta eru sömu hlutir og við höfum gert, síðustu fimm, sex, sjö ár. Ég held að það hafi engin áhrif á okkur,“ sagði Gylfi. Það leynir sér samt ekki að mikilvægi þeirra Arons Einars og Jóhanns Berg er mikið. Íslenska liðið hefur nefnilega unnið alla þrjá leiki sína í þessari undankeppni þar sem þeir hafa báðir verið með.Leikir í undankeppni EM 2020 þar sem Aron Einar og Jóhann Berg hafa báðir byrjað: 2-0 sigur á Andorra (úti) 1-0 sigur á Albaníu (heima) 2-1 sigur á Tyrklandi (heima)Leikir í undankeppni EM 2020 þar sem það hefur vantað annan eða báða: 4-0 tap fyrir Frakklandi (úti) 3-0 sigur á Moldóvu (heima) 4-2 tap fyrir Albaníu (úti) 1-0 tap fyrir Frakklandi (heima) 2-0 sigur á Andorra (heima) EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið verður án tveggja lykilmanna í leiknum mikilvæga á móti Tyrkjum annað kvöld en eins og allir vita þá eru þeir Aron Einar Gunnarsson og Jóhann Berg Guðmundsson báðir frá vegna meiðsla. Gylfi Þór Sigurðsson leggur áherslu á það að þeir leikmenn sem kom inn í liðið fyrir þá Aron Einar og Jóhann Berg þurfi að líta á þetta sem frábært tækifæri til að sýna sig og sanna. „Þetta er mjög gott tækifæri fyrir þá að sýna að þeir eigi skilið sitt sæti í liðinu. Þetta er frábær leikur að koma inn því það er mikil stemmning og mikil læti á vellinum. Það er bara jákvætt fyrir þá að fá tækifæri núna og vonandi að þeir nýti sér það,“ sagði Gylfi. Íslenska liðið fékk minni tíma til að undirbúa sig en áður en Gylfi hefur ekki áhyggjur af því. „Flestir af okkur hafa verið saman í mörg mörg ár. Þótt við spilum á fimmtudegi eða föstudegi þá skiptir það litlu máli. Við erum ekki að breyta neinu þannig séð því þetta eru sömu hlutir og við höfum gert, síðustu fimm, sex, sjö ár. Ég held að það hafi engin áhrif á okkur,“ sagði Gylfi. Það leynir sér samt ekki að mikilvægi þeirra Arons Einars og Jóhanns Berg er mikið. Íslenska liðið hefur nefnilega unnið alla þrjá leiki sína í þessari undankeppni þar sem þeir hafa báðir verið með.Leikir í undankeppni EM 2020 þar sem Aron Einar og Jóhann Berg hafa báðir byrjað: 2-0 sigur á Andorra (úti) 1-0 sigur á Albaníu (heima) 2-1 sigur á Tyrklandi (heima)Leikir í undankeppni EM 2020 þar sem það hefur vantað annan eða báða: 4-0 tap fyrir Frakklandi (úti) 3-0 sigur á Moldóvu (heima) 4-2 tap fyrir Albaníu (úti) 1-0 tap fyrir Frakklandi (heima) 2-0 sigur á Andorra (heima)
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira