Þorsteinn Már stígur til hliðar Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. nóvember 2019 10:02 Þorsteinn Már Baldvinsson mun stíga tímabundið til hliðar sem forstjóri Samherja. VÍSIR/VILHELM Forstjóri og stjórn Samherja hafa komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Samherja. Þar er þess jafnframt getið að Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, muni taka við stöðu forstjóra tímabundið. Hann hefur sagt sig úr stjórn Festi hf. vegna ráðningarinnar. Björgólfur hefur þekkingu af starfsemi fyrirtækisins, en hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra nýsköpunar- og þróunarsviðs Samherja á árunum 1996 til 1999. Þá tók hann við starfi framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar, sem hann gegndi til 2006. Haft er eftir stjórnarformanni Samherja í tilkynningunni að ákveðið hafi verið að Þorsteinn Már stígi til hliðar til þess að „tryggja sem best hlutleysi rannsóknarinnar“ sem nú stendur yfir á viðskiptaháttum fyrirtækisins í Namibíu.Sjá einnig: Samherjamálið skref fyrir skrefBjörgólfur Jóhannsson gegndi áður stöðu forstjóra Icelandair Group.Fbl/StefánÞar er vísað til innanhúsrannsóknar fyrirtækisins, sem er í höndum norsku lögmannsstofunnar Wikborg Rein. Innri rannsóknin mun heyra beint undir stjórn Samherja. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum undanfarna daga hafa héraðssaksóknari og skattrannsóknarstjóri málefni Samherja jafnframt til rannsóknar.Þorsteinn Már fundaði með starfsfólki Samherja á Akureyri í gær eftir afhjúpanir Kveiks og Stundarinnar á þriðjudag. Hann hefur ekki viljað tjá sig við fjölmiðla til þessa, en Samherji hefur sent frá sér þrjár yfirlýsingar á síðustu dögum þar sem fyrirtækið kemur sjónarmiðum sínum á framfæri. Í tilkynningum sínum hefur Samherji sagt að sökin í málinu liggi hjá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra og stjórnarmanni Samherjafélaganna í Namibíu. Hann hafi virðist hafa „flækt Samherja í viðskipti sem kunna að vera ólögmæt.“ Jóhannes, sem lak gögnum um starfsemi Samherja til Wikileaks og fyrrgreindra fjölmiðla, segir aftur á móti að Þorsteinn Már og aðrir stjórnendur félagsins hafi verið miðlægir í „gagnrýnisverðum viðskiptaháttum“ Samherja í Namibíu. Því til staðfestingar hefur verið bent á gögn sem gefa til kynna að Samherji hafi ekki hætt að greiða meintar múturgreiðslur til namibískra embættismanna eftir að Jóhannes sagði skilið við fyrirtækið árið 2016. Þvert á móti hafi Samherji áfram innt slíkar greiðslur af hendi, allt fram til ársins í ár. Tilkynningu Samherja í heild sinni má sjá hér að neðan.Yfirlýsing SamherjaForstjóri og stjórn Samherja hafa komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir.Björgólfur Jóhannsson, fyrrum forstjóri Icelandair Group, hefur tekið tímabundið við stöðu forstjóra Samherja. Á komandi dögum mun Björgólfur leggja áherslu á að hitta starfsfólk og helstu hagsmunaaðila.Yfirstandandi rannsókn, sem er í höndum alþjóðlegu lögmannsstofunnar Wikborg Rein, mun halda áfram og mun Wikborg Rein heyra beint undir stjórn félagsins.„Hjá Samherja starfa um 850 manns á Íslandi og fjöldi manns erlendis. Við tökum þetta mikilvæga skref til að tryggja sem best hlutleysi rannsóknarinnar. Við viljum stunda heiðarleg viðskipti og leggjum okkur fram um að starfa í samræmi við gildandi lög og reglur”, segir Eiríkur S. Jóhannsson, stjórnarformaður Samherja.Til þessa hafa engin yfirvöld haft samband við Samherja en við munum að sjálfsögðu starfa með þeim stjórnvöldum sem kunna að sýna starfsemi Samherja á Íslandi, í Namibíu eða annars staðar áhuga.„Samherji gegnir mikilvægu hlutverki í sjávarútvegi á alþjóðavísu og berum við ábyrgð gagnvart okkar fólki og viðskiptavinum. Ég er dapur yfir þessum kringumstæðum en ég mun gera mitt besta að gæta hagsmuna Samherja og starfsfólksins”, segir Björgólfur Jóhannsson.Ekki er að vænta frekari umfjöllunar af hálfu Samherja fyrr en staðreyndir úr ofangreindri rannsókn taka á sig skýrari mynd. Akureyri Samherjaskjölin Sjávarútvegur Vistaskipti Tengdar fréttir Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30 Þorsteinn Már fundaði með starfsfólki Samherja á Akureyri Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, fundaði með starfsfólki fyrirtækisins á Akureyri í dag. Þetta herma heimildir fréttastofu. 13. nóvember 2019 19:00 Bættu við kafla um spillingu og mútur í ársreikninginn Samherji vonast til þess að félagið verði búið að setja sér reglur um siðferði, spillingu, mannréttindi og mútur fyrir lok þessa árs. 13. nóvember 2019 11:45 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira
Forstjóri og stjórn Samherja hafa komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Samherja. Þar er þess jafnframt getið að Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, muni taka við stöðu forstjóra tímabundið. Hann hefur sagt sig úr stjórn Festi hf. vegna ráðningarinnar. Björgólfur hefur þekkingu af starfsemi fyrirtækisins, en hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra nýsköpunar- og þróunarsviðs Samherja á árunum 1996 til 1999. Þá tók hann við starfi framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar, sem hann gegndi til 2006. Haft er eftir stjórnarformanni Samherja í tilkynningunni að ákveðið hafi verið að Þorsteinn Már stígi til hliðar til þess að „tryggja sem best hlutleysi rannsóknarinnar“ sem nú stendur yfir á viðskiptaháttum fyrirtækisins í Namibíu.Sjá einnig: Samherjamálið skref fyrir skrefBjörgólfur Jóhannsson gegndi áður stöðu forstjóra Icelandair Group.Fbl/StefánÞar er vísað til innanhúsrannsóknar fyrirtækisins, sem er í höndum norsku lögmannsstofunnar Wikborg Rein. Innri rannsóknin mun heyra beint undir stjórn Samherja. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum undanfarna daga hafa héraðssaksóknari og skattrannsóknarstjóri málefni Samherja jafnframt til rannsóknar.Þorsteinn Már fundaði með starfsfólki Samherja á Akureyri í gær eftir afhjúpanir Kveiks og Stundarinnar á þriðjudag. Hann hefur ekki viljað tjá sig við fjölmiðla til þessa, en Samherji hefur sent frá sér þrjár yfirlýsingar á síðustu dögum þar sem fyrirtækið kemur sjónarmiðum sínum á framfæri. Í tilkynningum sínum hefur Samherji sagt að sökin í málinu liggi hjá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra og stjórnarmanni Samherjafélaganna í Namibíu. Hann hafi virðist hafa „flækt Samherja í viðskipti sem kunna að vera ólögmæt.“ Jóhannes, sem lak gögnum um starfsemi Samherja til Wikileaks og fyrrgreindra fjölmiðla, segir aftur á móti að Þorsteinn Már og aðrir stjórnendur félagsins hafi verið miðlægir í „gagnrýnisverðum viðskiptaháttum“ Samherja í Namibíu. Því til staðfestingar hefur verið bent á gögn sem gefa til kynna að Samherji hafi ekki hætt að greiða meintar múturgreiðslur til namibískra embættismanna eftir að Jóhannes sagði skilið við fyrirtækið árið 2016. Þvert á móti hafi Samherji áfram innt slíkar greiðslur af hendi, allt fram til ársins í ár. Tilkynningu Samherja í heild sinni má sjá hér að neðan.Yfirlýsing SamherjaForstjóri og stjórn Samherja hafa komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir.Björgólfur Jóhannsson, fyrrum forstjóri Icelandair Group, hefur tekið tímabundið við stöðu forstjóra Samherja. Á komandi dögum mun Björgólfur leggja áherslu á að hitta starfsfólk og helstu hagsmunaaðila.Yfirstandandi rannsókn, sem er í höndum alþjóðlegu lögmannsstofunnar Wikborg Rein, mun halda áfram og mun Wikborg Rein heyra beint undir stjórn félagsins.„Hjá Samherja starfa um 850 manns á Íslandi og fjöldi manns erlendis. Við tökum þetta mikilvæga skref til að tryggja sem best hlutleysi rannsóknarinnar. Við viljum stunda heiðarleg viðskipti og leggjum okkur fram um að starfa í samræmi við gildandi lög og reglur”, segir Eiríkur S. Jóhannsson, stjórnarformaður Samherja.Til þessa hafa engin yfirvöld haft samband við Samherja en við munum að sjálfsögðu starfa með þeim stjórnvöldum sem kunna að sýna starfsemi Samherja á Íslandi, í Namibíu eða annars staðar áhuga.„Samherji gegnir mikilvægu hlutverki í sjávarútvegi á alþjóðavísu og berum við ábyrgð gagnvart okkar fólki og viðskiptavinum. Ég er dapur yfir þessum kringumstæðum en ég mun gera mitt besta að gæta hagsmuna Samherja og starfsfólksins”, segir Björgólfur Jóhannsson.Ekki er að vænta frekari umfjöllunar af hálfu Samherja fyrr en staðreyndir úr ofangreindri rannsókn taka á sig skýrari mynd.
Akureyri Samherjaskjölin Sjávarútvegur Vistaskipti Tengdar fréttir Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30 Þorsteinn Már fundaði með starfsfólki Samherja á Akureyri Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, fundaði með starfsfólki fyrirtækisins á Akureyri í dag. Þetta herma heimildir fréttastofu. 13. nóvember 2019 19:00 Bættu við kafla um spillingu og mútur í ársreikninginn Samherji vonast til þess að félagið verði búið að setja sér reglur um siðferði, spillingu, mannréttindi og mútur fyrir lok þessa árs. 13. nóvember 2019 11:45 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira
Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30
Þorsteinn Már fundaði með starfsfólki Samherja á Akureyri Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, fundaði með starfsfólki fyrirtækisins á Akureyri í dag. Þetta herma heimildir fréttastofu. 13. nóvember 2019 19:00
Bættu við kafla um spillingu og mútur í ársreikninginn Samherji vonast til þess að félagið verði búið að setja sér reglur um siðferði, spillingu, mannréttindi og mútur fyrir lok þessa árs. 13. nóvember 2019 11:45