Lýsa yfir neyðarástandi vegna flóðanna í Feneyjum Kjartan Kjartansson skrifar 14. nóvember 2019 14:07 Ferðakona fleytir ferðatöskunni sinni á Markúsartorgi í Feneyjum á miðvikudag. Torgið er einn lægsti punktur borgarinnar og því hafa flóðin verið sérstaklega slæm þar. AP/Luca Bruno Ítölsk stjórnvöld eru sögð ætla að lýsa yfir neyðarástandi í Feneyjum vegna flóðanna þar. Meira en 80% borgarinnar fer nú undir vatn á háflóði og fjöldi íbúa án rafmagns vegna þess. Borgarstjórinn hefur kennt loftslagsbreytingum af völdum manna um háa sjávarstöðu og óttast varanlegar skemmdir á borginni sögufrægu. Vatnshæðin hefur náð 1.87 metrum í Feneyjum undanfarna daga og flætt hefur inn í Markúsarkirkju. Áfram er varað við mikilli vatnshæð en hún á þó ekki að verða meiri en 1.30 metrar yfir sjávarmáli, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Guiseppe Conte, forsætisráðherra, segir flóðin mikið áfall og að ríkisstjórnin ætli að grípa snögglega til aðgerða til að leggja fram fé og efni til að borða menningarminjum sem borgin er þekkt fyrir. „Það tekur á að sjá borgina svo skemmda og menningararfleið hennar í hættu,“ segir Conte sem er sagður ætla að lýsa yfir neyðarástandi í dag. Luigi Brugnaro, borgarstjóri Feneyja, segir að Markúsarkirkjan hafi orðið fyrir alvarlegum skemmdum. Hún er á einum lægsta punkti borgarinnar og hafa flóðin valdið sérstaklega miklum usla þar. Grafhýsi undir kirkjunni fylltist alveg af vatni og óttast er að súlur í kirkjunni hafi orðið fyrir skemmdum. Borgin stendur á fleiri en hundrað eyjum í lóni við norðausturströnd Ítalíu og þar verða reglulega flóð. Flóðin nú eru þó ein þau mestu frá því að skipulagðar mælingar hófust. Vatnshæðin hefur aðeins einu sinni mælst hærri, árið 1966 þegar hún náði 1.94 metrum. Flóðin nú eru rakin til mikils stórstreymis og veðuraðstæðna á Adríahafi. Brugnaro hefur sagt loftslagsbreytingar af völdum manna leika hlutverk í flóðunum. Með hlýnandi loftslagi og bráðnun jökla hefur sjávarstaða á jörðinni hækkað. Ítalía Loftslagsmál Tengdar fréttir Allt á floti í Feneyjum Á myndum sést hvernig sjór þekur Markúsartorg og íbúar og ferðamenn þurfa að vaða til að komast á milli staða. 13. nóvember 2019 08:49 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Ítölsk stjórnvöld eru sögð ætla að lýsa yfir neyðarástandi í Feneyjum vegna flóðanna þar. Meira en 80% borgarinnar fer nú undir vatn á háflóði og fjöldi íbúa án rafmagns vegna þess. Borgarstjórinn hefur kennt loftslagsbreytingum af völdum manna um háa sjávarstöðu og óttast varanlegar skemmdir á borginni sögufrægu. Vatnshæðin hefur náð 1.87 metrum í Feneyjum undanfarna daga og flætt hefur inn í Markúsarkirkju. Áfram er varað við mikilli vatnshæð en hún á þó ekki að verða meiri en 1.30 metrar yfir sjávarmáli, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Guiseppe Conte, forsætisráðherra, segir flóðin mikið áfall og að ríkisstjórnin ætli að grípa snögglega til aðgerða til að leggja fram fé og efni til að borða menningarminjum sem borgin er þekkt fyrir. „Það tekur á að sjá borgina svo skemmda og menningararfleið hennar í hættu,“ segir Conte sem er sagður ætla að lýsa yfir neyðarástandi í dag. Luigi Brugnaro, borgarstjóri Feneyja, segir að Markúsarkirkjan hafi orðið fyrir alvarlegum skemmdum. Hún er á einum lægsta punkti borgarinnar og hafa flóðin valdið sérstaklega miklum usla þar. Grafhýsi undir kirkjunni fylltist alveg af vatni og óttast er að súlur í kirkjunni hafi orðið fyrir skemmdum. Borgin stendur á fleiri en hundrað eyjum í lóni við norðausturströnd Ítalíu og þar verða reglulega flóð. Flóðin nú eru þó ein þau mestu frá því að skipulagðar mælingar hófust. Vatnshæðin hefur aðeins einu sinni mælst hærri, árið 1966 þegar hún náði 1.94 metrum. Flóðin nú eru rakin til mikils stórstreymis og veðuraðstæðna á Adríahafi. Brugnaro hefur sagt loftslagsbreytingar af völdum manna leika hlutverk í flóðunum. Með hlýnandi loftslagi og bráðnun jökla hefur sjávarstaða á jörðinni hækkað.
Ítalía Loftslagsmál Tengdar fréttir Allt á floti í Feneyjum Á myndum sést hvernig sjór þekur Markúsartorg og íbúar og ferðamenn þurfa að vaða til að komast á milli staða. 13. nóvember 2019 08:49 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Allt á floti í Feneyjum Á myndum sést hvernig sjór þekur Markúsartorg og íbúar og ferðamenn þurfa að vaða til að komast á milli staða. 13. nóvember 2019 08:49