Finnst villandi að vera orðaður við Kýpurfélag Samherja Birgir Olgeirsson skrifar 15. nóvember 2019 18:30 Eyþór Arnalds telur villandi að segja að félag Samherja, sem sakað er um mútur í Namibíu, hafi fjármagnað kaup hans á hlut í Morgunblaðinu. Hann hafi ekki haft hugmynd um að fjármagnið kæmi óbeint frá félaginu sem hefur verið miðdepill Samherjamálsins.Stundin hefur sagt frá því að Eyþór Arnalds, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna, hafi verið fjármagnaður af Kýpurfélagi Samherja þegar Eyþór keypti hlut útgerðarfélagsins í Morgunblaðinu. Gjörningurinn er rakinn á þá leið að Kýpurfélag Samherja, Esja Sefood, sem á að hafa verið notað til að mútugreiðslna í Namibíu, lánaði Kaldbaki, fjárfestingafélagi Samherja, tvo milljarða króna í gegnum fjárfestingaleið Seðlabankans árið 2012. Kaldbakur lánaði svo Kattarnefi ehf., líka í eigu Samherja, rúmlega 300 milljónir króna til til að fjárfesta í Morgunblaðinu.Árið 2017 seldi Kattarnef hlut sinn í Morgunblaðinu til félags í eigu Eyþórs sem nefnist Ramses II ehf. fyrir 325 milljónir króna. Kattarnef veitti félagi Eyþórs 225 milljóna króna seljendalán fyrir þessum hlut og því hafi Esja Seafood fjármagnað kaupin óbeint.Viðskiptin hafi verið við íslensk félög Í samtali við fréttastofu segir Eyþór fregnirnar af máli Samherja í Namibíu dapurlegar fyrir alla, hvort sem þeir eru í viðskiptum stjórnmálum eða út í bæ. Eyþóri finnst hins vegar villandi að halda því fram að kaup hans á Morgunblaðshlutnum hafi verið fjármögnuð af Kýpurfélagi Samherja. „Mín viðskipti voru við Samherja og Vísi, íslensk félög, og gerð grein fyrir því. Það hvernig síðan Samherji fjármagnaði sig er ekki eitthvað sem ég skoðaði eða viss um fyrr en nú. Það er annað mál. Þetta er svipað og þegar einhver tekur lán bílalán, til dæmis frá Kaupþingi, þá er hann ekki meðvitaður um hvernig Kaupþing fjármagnar sig,“ segir Eyþór.Eyþór Arnalds á fundi borgarstjórnar.Vísir/VilhelmVeit sannleikann og með hreint hjarta Hann segir seljendalán Samherja gera að verkum að hann sjálfur sé ekki í persónulegri ábyrgð gagnvart útgerðinni sem taki áhættuna. Því sé hann ekki háður Samherja sem stjórnmálamaður. Spurður hvort málið setji hann engu að síður ekki í erfiða stöðu sem stjórnmálamann svarar Eyþór: „Auðvitað er alltaf erfitt þegar koma fréttir sem eru svona misvísandi, næstum því rangar. En ef maður veit sannleikann, er með hreint hjarta, þá er allt í lagi,“ segir Eyþór. Hann segist hafa sagt sig frá rekstri og stjórn Morgunblaðsins og hafi einsett sér að selja hlut sinn í Morgunblaðinu. Borgarstjórn Fjölmiðlar Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Eyþór segist hafa greitt Samherja fyrir hlut í Morgunblaðinu Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, segist hafa greitt Samherja fyrir hlut sem hann keypti af félaginu í Morgunblaðinu. Stór hluti láns vegna kaupa á bréfunum hefur verið afskrifaður. 20. október 2019 13:14 Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Eyþór Arnalds telur villandi að segja að félag Samherja, sem sakað er um mútur í Namibíu, hafi fjármagnað kaup hans á hlut í Morgunblaðinu. Hann hafi ekki haft hugmynd um að fjármagnið kæmi óbeint frá félaginu sem hefur verið miðdepill Samherjamálsins.Stundin hefur sagt frá því að Eyþór Arnalds, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna, hafi verið fjármagnaður af Kýpurfélagi Samherja þegar Eyþór keypti hlut útgerðarfélagsins í Morgunblaðinu. Gjörningurinn er rakinn á þá leið að Kýpurfélag Samherja, Esja Sefood, sem á að hafa verið notað til að mútugreiðslna í Namibíu, lánaði Kaldbaki, fjárfestingafélagi Samherja, tvo milljarða króna í gegnum fjárfestingaleið Seðlabankans árið 2012. Kaldbakur lánaði svo Kattarnefi ehf., líka í eigu Samherja, rúmlega 300 milljónir króna til til að fjárfesta í Morgunblaðinu.Árið 2017 seldi Kattarnef hlut sinn í Morgunblaðinu til félags í eigu Eyþórs sem nefnist Ramses II ehf. fyrir 325 milljónir króna. Kattarnef veitti félagi Eyþórs 225 milljóna króna seljendalán fyrir þessum hlut og því hafi Esja Seafood fjármagnað kaupin óbeint.Viðskiptin hafi verið við íslensk félög Í samtali við fréttastofu segir Eyþór fregnirnar af máli Samherja í Namibíu dapurlegar fyrir alla, hvort sem þeir eru í viðskiptum stjórnmálum eða út í bæ. Eyþóri finnst hins vegar villandi að halda því fram að kaup hans á Morgunblaðshlutnum hafi verið fjármögnuð af Kýpurfélagi Samherja. „Mín viðskipti voru við Samherja og Vísi, íslensk félög, og gerð grein fyrir því. Það hvernig síðan Samherji fjármagnaði sig er ekki eitthvað sem ég skoðaði eða viss um fyrr en nú. Það er annað mál. Þetta er svipað og þegar einhver tekur lán bílalán, til dæmis frá Kaupþingi, þá er hann ekki meðvitaður um hvernig Kaupþing fjármagnar sig,“ segir Eyþór.Eyþór Arnalds á fundi borgarstjórnar.Vísir/VilhelmVeit sannleikann og með hreint hjarta Hann segir seljendalán Samherja gera að verkum að hann sjálfur sé ekki í persónulegri ábyrgð gagnvart útgerðinni sem taki áhættuna. Því sé hann ekki háður Samherja sem stjórnmálamaður. Spurður hvort málið setji hann engu að síður ekki í erfiða stöðu sem stjórnmálamann svarar Eyþór: „Auðvitað er alltaf erfitt þegar koma fréttir sem eru svona misvísandi, næstum því rangar. En ef maður veit sannleikann, er með hreint hjarta, þá er allt í lagi,“ segir Eyþór. Hann segist hafa sagt sig frá rekstri og stjórn Morgunblaðsins og hafi einsett sér að selja hlut sinn í Morgunblaðinu.
Borgarstjórn Fjölmiðlar Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Eyþór segist hafa greitt Samherja fyrir hlut í Morgunblaðinu Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, segist hafa greitt Samherja fyrir hlut sem hann keypti af félaginu í Morgunblaðinu. Stór hluti láns vegna kaupa á bréfunum hefur verið afskrifaður. 20. október 2019 13:14 Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Eyþór segist hafa greitt Samherja fyrir hlut í Morgunblaðinu Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, segist hafa greitt Samherja fyrir hlut sem hann keypti af félaginu í Morgunblaðinu. Stór hluti láns vegna kaupa á bréfunum hefur verið afskrifaður. 20. október 2019 13:14