Safnar sögum af hótunum og spillingu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. nóvember 2019 17:00 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Fréttablaðið/Ernir „Þekkir þú sögu um hótanir á Íslandi? Til dæmis vinnuveitandi að gefa í skyn að flokksmenn einhvers stjórnmálaflokks séu ekki velkomnir eða samkeppnisaðili að monta sig af valdamiklum vinum? Ef svo, vinsamlegast gefðu þér smá tíma til þess að skrifa stutta lýsingu af reynslu þinni. Vinsamlegast hafðu söguna þína nafnlausa.“ Svona hefst stutt lýsing á vefsíðu sem Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, setti upp í dag. Þar biður hann fólk sem á sögur af framferði eins og því sem hann lýsir að setja fram innlegg með sögum sínum. Björn Leví segist hafa fengið hugmyndina í kjölfar Silfursins á RÚV fyrr í dag. „Maður hefur heyrt ýmsar sögur um það að fólki sé hótað vinnunni og fólk þori ekki að mæta fundi hjá okkur,“ segir Björn Leví og vísar þá til þess að atvinnurekendur vilji ekki ráða fólk í vinnu vegna stjórnmálaskoðana þeirra. „Þetta er þekkt úti á landi og maður hefur heyrt þessar sögur.“Sett upp líkt og MeToo Björn Leví segist vilja halda sögunum nafnlausum og að hann hafi sótt innblástur í uppsetningu upplýsingasöfnunarinnar í MeToo-byltinguna. Það form hafi gefist vel til þess að leiða hluti fram í dagsljósið sem ekki höfðu heyrst áður. Aðspurður segist Björn Leví ekki vita hvenær eða með hvaða hætti niðurstöður könnunarinnar verði birtar, en segir að það verði gert með einhverjum hætti. „Ég veit ekkert hvernig viðbrögðin verða við þessu. Þetta er svona smá tilraun til þess að fá fólk til þess að segja frá.“ Björn Leví leggur áherslu á að sögurnar séu nafnlausar, bæði með tilliti til þeirra sem senda inn sögurnar og aðra sem þar koma fram. „Þetta er á sömu forsendum og MeToo, fólk sé ekki nefna hverjir það voru að hóta eða hverjum var hótað.“Hér er má nálgast hlekk á síðuna. Alþingi Píratar Samherjaskjölin Stjórnsýsla Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
„Þekkir þú sögu um hótanir á Íslandi? Til dæmis vinnuveitandi að gefa í skyn að flokksmenn einhvers stjórnmálaflokks séu ekki velkomnir eða samkeppnisaðili að monta sig af valdamiklum vinum? Ef svo, vinsamlegast gefðu þér smá tíma til þess að skrifa stutta lýsingu af reynslu þinni. Vinsamlegast hafðu söguna þína nafnlausa.“ Svona hefst stutt lýsing á vefsíðu sem Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, setti upp í dag. Þar biður hann fólk sem á sögur af framferði eins og því sem hann lýsir að setja fram innlegg með sögum sínum. Björn Leví segist hafa fengið hugmyndina í kjölfar Silfursins á RÚV fyrr í dag. „Maður hefur heyrt ýmsar sögur um það að fólki sé hótað vinnunni og fólk þori ekki að mæta fundi hjá okkur,“ segir Björn Leví og vísar þá til þess að atvinnurekendur vilji ekki ráða fólk í vinnu vegna stjórnmálaskoðana þeirra. „Þetta er þekkt úti á landi og maður hefur heyrt þessar sögur.“Sett upp líkt og MeToo Björn Leví segist vilja halda sögunum nafnlausum og að hann hafi sótt innblástur í uppsetningu upplýsingasöfnunarinnar í MeToo-byltinguna. Það form hafi gefist vel til þess að leiða hluti fram í dagsljósið sem ekki höfðu heyrst áður. Aðspurður segist Björn Leví ekki vita hvenær eða með hvaða hætti niðurstöður könnunarinnar verði birtar, en segir að það verði gert með einhverjum hætti. „Ég veit ekkert hvernig viðbrögðin verða við þessu. Þetta er svona smá tilraun til þess að fá fólk til þess að segja frá.“ Björn Leví leggur áherslu á að sögurnar séu nafnlausar, bæði með tilliti til þeirra sem senda inn sögurnar og aðra sem þar koma fram. „Þetta er á sömu forsendum og MeToo, fólk sé ekki nefna hverjir það voru að hóta eða hverjum var hótað.“Hér er má nálgast hlekk á síðuna.
Alþingi Píratar Samherjaskjölin Stjórnsýsla Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira