Skutu lögreglumann með boga og kveiktu eld á brú Eiður Þór Árnason skrifar 17. nóvember 2019 20:43 Aukin harka hefur færst í mótmælin í Hong Kong. Vísir/Getty Lögreglumaður var skotinn með ör í fótinn í mótmælum í HongKong í dag. Mótmælendur söfnuðust saman við tækniháskóla í borginni og kveiktu elda í nágrenninu til að hindra aðgengi lögreglu. Þá var múrsteinum og bensínsprengjum varpað í átt að lögreglu sem beitti táragasi og vatnsbyssum á mótmælendur. Í yfirlýsingu frá háskólanum voru mótmælendur beðnir um að yfirgefa svæðið sem er sagt illa farið eftir aðgerðirnar. Mótmælendur er sagðir hafa skýlt sér á bak við regnhlífar á göngubrú hjá skólanum og síðan kveikt í hlutum sem lágu á brúnni. Úr varð mikil bál sem hamlaði aðgengi óeirðalögreglumanna að mótmælendunum. Einnig var kveikt í lögreglubifreið sem var á brúnni. Reuters fréttastofan greinir frá því að lögreglan hafi hótað því að beita skotvopnum ef „óeirðaseggir“ myndu beita lögreglu ofbeldi eða notast við bannvæn vopn. Jesus! An armoured vehicle of the #HongKong police tries to break into the Poly University gets literally bombarded with molotov cocktails pic.twitter.com/NDybGIXNIs— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) November 17, 2019 Margir óttast að komi til blóðugra átaka milli lögreglu og mótmælenda. Mótmælin voru nokkuð friðsamari annars staðar í borginni þar sem fólk hélst í hendur og söng þjóðlög. Aukin harka hefur færst í mótmælin í HongKong sem beinast gegn stjórn sjálfstjórnarhéraðsins og kínverskum yfirvöldum. Upphaflega var stofnað til mótmælanna vegna framsalsfrumvarps sem myndi heimila framsal fólks frá HongKong til kínverskra yfirvalda á meginlandinu. Stjórnvöld hafa síðan dregið frumvarp sitt til baka en mótmælin hafa haldið áfram, meðal annars með kröfum um lýðræðisumbætur og rannsókn á meintu lögregluofbeldi. Hong Kong Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Sjá meira
Lögreglumaður var skotinn með ör í fótinn í mótmælum í HongKong í dag. Mótmælendur söfnuðust saman við tækniháskóla í borginni og kveiktu elda í nágrenninu til að hindra aðgengi lögreglu. Þá var múrsteinum og bensínsprengjum varpað í átt að lögreglu sem beitti táragasi og vatnsbyssum á mótmælendur. Í yfirlýsingu frá háskólanum voru mótmælendur beðnir um að yfirgefa svæðið sem er sagt illa farið eftir aðgerðirnar. Mótmælendur er sagðir hafa skýlt sér á bak við regnhlífar á göngubrú hjá skólanum og síðan kveikt í hlutum sem lágu á brúnni. Úr varð mikil bál sem hamlaði aðgengi óeirðalögreglumanna að mótmælendunum. Einnig var kveikt í lögreglubifreið sem var á brúnni. Reuters fréttastofan greinir frá því að lögreglan hafi hótað því að beita skotvopnum ef „óeirðaseggir“ myndu beita lögreglu ofbeldi eða notast við bannvæn vopn. Jesus! An armoured vehicle of the #HongKong police tries to break into the Poly University gets literally bombarded with molotov cocktails pic.twitter.com/NDybGIXNIs— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) November 17, 2019 Margir óttast að komi til blóðugra átaka milli lögreglu og mótmælenda. Mótmælin voru nokkuð friðsamari annars staðar í borginni þar sem fólk hélst í hendur og söng þjóðlög. Aukin harka hefur færst í mótmælin í HongKong sem beinast gegn stjórn sjálfstjórnarhéraðsins og kínverskum yfirvöldum. Upphaflega var stofnað til mótmælanna vegna framsalsfrumvarps sem myndi heimila framsal fólks frá HongKong til kínverskra yfirvalda á meginlandinu. Stjórnvöld hafa síðan dregið frumvarp sitt til baka en mótmælin hafa haldið áfram, meðal annars með kröfum um lýðræðisumbætur og rannsókn á meintu lögregluofbeldi.
Hong Kong Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Sjá meira