Grófu fyrir laxahrognum í tíu stiga gaddi Ari Brynjólfsson skrifar 18. nóvember 2019 07:00 Þeir Helgi Þorsteinsson, Guðni Guðbergsson, Ingi Rúnar Jónsson og Gísli Ásgeirsson við hrognagröftinn í gaddinum. Mynd aðsend/Strengur Fyrsti áfangi í einum umfangsmesta gröftur hrogna Norður-Atlantshafslaxins sem um getur fór fram nýverið á Norðausturlandi. Veiðiklúbburinn Strengur gróf tugþúsundir hrogna í tíu stiga gaddi undir handleiðslu Hafrannsóknastofnunar. Hluti verndarstarfs tengdu Norður-Atlantshafslaxinum fór fram í 10 stiga gaddi í Selá í haust þegar grafin voru hrogn á Verndarsvæði laxa á Norðausturlandi. Veiðiklúbburinn Strengur stóð að greftrinum undir handleiðslu Hafrannsóknastofnunar frá seinni hluta október og fram í nóvember. Fram kemur á vef Strengs að um sé að ræða árvissan gröft um milljón hrogna fiska úr ánum sem verndaráætlunin nær til í efri lögum ánna þar sem fiskurinn hefur ekki getað gengið áður. Verkefnið miðar að því að fjölga uppvaxtar- og fæðuöflunarsvæðum til þess að ýta undir vöxt og auka afkomulíkur fiskanna á fyrri hluta lífsferilsins. Áætlun um útvíkkun hrygningar- og uppvaxtarsvæða með byggingu nýrra laxastiga miðar einnig áfram og er hluti af langtímaáætlun um stuðning við villta laxastofna á Íslandi. Þau verkefni eru fjármögnuð af breska auðkýfingnum sir Jim Ratcliffe og Streng. Í Miðfjarðará var á síðasta ári lokið við stiga og hann opnaður. Þar hefur laxinn þegar hafið göngu upp í efri svæði árinnar, sem bæta við um 4,5 kílómetrum af búsvæði fyrir ungfiskinn. „Hópar frá Hafrannsóknastofnun og okkur í Selá hafa sýnt í verki stuðning sinn við vernd laxins, með því að vinna að því í tíu stiga gaddi að koma af stað verkefni sem vaxa á í að grafin verði um ein milljón hrogna á ári hverju. Verkefnið er mikilvægur liður í að víkka út hrygningarsvæði Atlantshafslaxins á Norðausturlandi, og um leið hluti af víðtækara verndarstarfi á svæðinu,“ segir Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Strengs. „Með nánu samstarfi við bændur og sveitarfélög svæðisins getum við saman komið á sjálfbæru og umhverfisvænu verndarstarfi, sem eflir bæði náttúrufar og nærsamfélag, um leið og tryggður er sess svæðisins sem heimsklassaáfangastaðar í tengslum við stangveiði.“ Að þessu sinni voru grafin hrogn á völdum stöðum í Kverká, Hvammsá, Miðfjarðará, Vesturdalsá og Selá, auk þess sem tekin voru erfða- og hreistursýni af foreldrafiskum, en þeim var sleppt að lokinni kreistingu. Næsta sumar verða svæðin svo heimsótt aftur og árangur metinn eftir að hrognin klekjast. Auk beinnar fjárfestingar Ratcliffes er öllum ágóða af starfsemi Strengs beint aftur í Verndarsvæði laxa á Norðausturlandi. Í verndarstarfinu verður haldið áfram að styðja við árnar og óspillt umhverfi þeirra, efla og auka búsvæði laxins, og starfi með bændum og nærsamfélaginu við vernd svæðisins.Fréttin hefur verið uppfærð. Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Vopnafjörður Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Fyrsti áfangi í einum umfangsmesta gröftur hrogna Norður-Atlantshafslaxins sem um getur fór fram nýverið á Norðausturlandi. Veiðiklúbburinn Strengur gróf tugþúsundir hrogna í tíu stiga gaddi undir handleiðslu Hafrannsóknastofnunar. Hluti verndarstarfs tengdu Norður-Atlantshafslaxinum fór fram í 10 stiga gaddi í Selá í haust þegar grafin voru hrogn á Verndarsvæði laxa á Norðausturlandi. Veiðiklúbburinn Strengur stóð að greftrinum undir handleiðslu Hafrannsóknastofnunar frá seinni hluta október og fram í nóvember. Fram kemur á vef Strengs að um sé að ræða árvissan gröft um milljón hrogna fiska úr ánum sem verndaráætlunin nær til í efri lögum ánna þar sem fiskurinn hefur ekki getað gengið áður. Verkefnið miðar að því að fjölga uppvaxtar- og fæðuöflunarsvæðum til þess að ýta undir vöxt og auka afkomulíkur fiskanna á fyrri hluta lífsferilsins. Áætlun um útvíkkun hrygningar- og uppvaxtarsvæða með byggingu nýrra laxastiga miðar einnig áfram og er hluti af langtímaáætlun um stuðning við villta laxastofna á Íslandi. Þau verkefni eru fjármögnuð af breska auðkýfingnum sir Jim Ratcliffe og Streng. Í Miðfjarðará var á síðasta ári lokið við stiga og hann opnaður. Þar hefur laxinn þegar hafið göngu upp í efri svæði árinnar, sem bæta við um 4,5 kílómetrum af búsvæði fyrir ungfiskinn. „Hópar frá Hafrannsóknastofnun og okkur í Selá hafa sýnt í verki stuðning sinn við vernd laxins, með því að vinna að því í tíu stiga gaddi að koma af stað verkefni sem vaxa á í að grafin verði um ein milljón hrogna á ári hverju. Verkefnið er mikilvægur liður í að víkka út hrygningarsvæði Atlantshafslaxins á Norðausturlandi, og um leið hluti af víðtækara verndarstarfi á svæðinu,“ segir Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Strengs. „Með nánu samstarfi við bændur og sveitarfélög svæðisins getum við saman komið á sjálfbæru og umhverfisvænu verndarstarfi, sem eflir bæði náttúrufar og nærsamfélag, um leið og tryggður er sess svæðisins sem heimsklassaáfangastaðar í tengslum við stangveiði.“ Að þessu sinni voru grafin hrogn á völdum stöðum í Kverká, Hvammsá, Miðfjarðará, Vesturdalsá og Selá, auk þess sem tekin voru erfða- og hreistursýni af foreldrafiskum, en þeim var sleppt að lokinni kreistingu. Næsta sumar verða svæðin svo heimsótt aftur og árangur metinn eftir að hrognin klekjast. Auk beinnar fjárfestingar Ratcliffes er öllum ágóða af starfsemi Strengs beint aftur í Verndarsvæði laxa á Norðausturlandi. Í verndarstarfinu verður haldið áfram að styðja við árnar og óspillt umhverfi þeirra, efla og auka búsvæði laxins, og starfi með bændum og nærsamfélaginu við vernd svæðisins.Fréttin hefur verið uppfærð.
Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Vopnafjörður Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira