Móðir sem missti dóttur sína segir sorgina lýðheilsumál Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. nóvember 2019 20:00 Helena segir algengt að foreldrar upplifi tímabil þar sem þeir sjái ekki tilgang með lífinu lengur vísir/sigurjón Það er lýðheilsumál að tekið sé utan um foreldra sem missa barn, segir móðir sem missti dóttur sína fyrir fimm árum. Það komi henni ekki á óvart að mæður sem misst hafi barn séu mun líklegri til að deyja fyrir aldur fram enda komi sú tilfinning upp að vilja ekki lifa lengur. Í frétt Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að mæður sem missa börn sín séu 30-60% til líklegri til að deyja fyrir fimmtugt en aðrar konur. Helena Rós Sigmarsdóttir missti dóttur sína fyrir fimm árum og þessar niðurstöður koma henni ekki á óvart. „Þegar þetta áfall dynur yfir þá verður maður óstarfhæfur. Ég hef heyrt í gegnum tíðina að ekki eigi að sjúkdómavæða sorgina. Upplifun mín er sú að þeir sem lenda í þessu verða hreinlega veikir, þurfa umönnun og það þarf að passa þá eins og þá sem verða fyrir lest.“ Helena er formaður Birtu sem eru samtök foreldra sem misst hafa börn sín skyndilega. Síðustu ár hefur fjölgað í hópnum vegna foreldra sem misst hafa barn sitt úr fíknisjúkdóm og leita í samtökin fyrir jafningjastuðning. „Þetta er ört stækkandi hópur og þetta eru virkilega brotnir einstaklingar sem eru að leita sér að súrefni, líflínu til að komast af og það er í rauninni lítið til staðar fyrir þennan hóp.“ Helena segir sorgina lýðheilsumál, að líta þurfi til Norðurlandanna þar sem sérhæf teymi séu til staðar og endurhæfing skipulögð. „Þegar maður verður foreldri, þegar maður verður móðir, þá verður ábyrgðin og tilgangurinn þar. En þegar maður hefur ekki lengur þennan skýrt tilgreinda tilgang þá fer svo margt í gegnum höfuðið á manni og mann langar kannski ekki til að lifa lengur. Það geta komið svoleiðis timabil og það þarf að vera vakandi fyrir því - og til teymi sem grípur fólk.“ Jafnvel þótt samtökin Birta veiti andlegan stuðning og það sé huggun fyrir foreldra að leita þangað bendir Helena á að ýmis praktísk mál þurfi að ramma betur inn, til dæmis veikindarétt, og stuðningurinn þurfi einnig að vera faglegur. „Það þyrfti að bæta lagaumhverfið. Það er lagarammi fyrir foreldra sem eignast börn, fæðingarorlof og annað, en það er ekkert sem tekur við þegar foreldrar missa barn,“ segir Helena. Fjölskyldumál Heilbrigðismál Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Það er lýðheilsumál að tekið sé utan um foreldra sem missa barn, segir móðir sem missti dóttur sína fyrir fimm árum. Það komi henni ekki á óvart að mæður sem misst hafi barn séu mun líklegri til að deyja fyrir aldur fram enda komi sú tilfinning upp að vilja ekki lifa lengur. Í frétt Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að mæður sem missa börn sín séu 30-60% til líklegri til að deyja fyrir fimmtugt en aðrar konur. Helena Rós Sigmarsdóttir missti dóttur sína fyrir fimm árum og þessar niðurstöður koma henni ekki á óvart. „Þegar þetta áfall dynur yfir þá verður maður óstarfhæfur. Ég hef heyrt í gegnum tíðina að ekki eigi að sjúkdómavæða sorgina. Upplifun mín er sú að þeir sem lenda í þessu verða hreinlega veikir, þurfa umönnun og það þarf að passa þá eins og þá sem verða fyrir lest.“ Helena er formaður Birtu sem eru samtök foreldra sem misst hafa börn sín skyndilega. Síðustu ár hefur fjölgað í hópnum vegna foreldra sem misst hafa barn sitt úr fíknisjúkdóm og leita í samtökin fyrir jafningjastuðning. „Þetta er ört stækkandi hópur og þetta eru virkilega brotnir einstaklingar sem eru að leita sér að súrefni, líflínu til að komast af og það er í rauninni lítið til staðar fyrir þennan hóp.“ Helena segir sorgina lýðheilsumál, að líta þurfi til Norðurlandanna þar sem sérhæf teymi séu til staðar og endurhæfing skipulögð. „Þegar maður verður foreldri, þegar maður verður móðir, þá verður ábyrgðin og tilgangurinn þar. En þegar maður hefur ekki lengur þennan skýrt tilgreinda tilgang þá fer svo margt í gegnum höfuðið á manni og mann langar kannski ekki til að lifa lengur. Það geta komið svoleiðis timabil og það þarf að vera vakandi fyrir því - og til teymi sem grípur fólk.“ Jafnvel þótt samtökin Birta veiti andlegan stuðning og það sé huggun fyrir foreldra að leita þangað bendir Helena á að ýmis praktísk mál þurfi að ramma betur inn, til dæmis veikindarétt, og stuðningurinn þurfi einnig að vera faglegur. „Það þyrfti að bæta lagaumhverfið. Það er lagarammi fyrir foreldra sem eignast börn, fæðingarorlof og annað, en það er ekkert sem tekur við þegar foreldrar missa barn,“ segir Helena.
Fjölskyldumál Heilbrigðismál Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira