Samgönguráðherra segir nauðsynlegt að byggja upp varaflugvelli í takti við Keflavíkurflugvöll Heimir Már Pétursson skrifar 2. nóvember 2019 19:00 Samgönguráðherra segir að fjármunir sem komi inn vegna rekstrar Keflavíkurflugvallar hljóti einnig að nýtast við uppbyggingu varaflugvalla. Breyttar áherslur muni sjást í samgönguáætlun eftir nokkrar vikur. Öryggisnefnd Félags atvinnuflugmanna, flugrekstraraðilar og fleiri hafa gagnrýnt að ekki skuli vera gert ráð fyrir fjármunum til uppbyggingar alþjóðlegu varaflugvallanna á Akureyri og Egilsstöðum í gildandi samgönguáætlun til næstu fimm ára. En stærstur hluti tekna flugvalla í rekstri ISAVIA koma frá Keflavíkurflugvelli en þeim hefur ekki verið deilt út til varaflugvallanna. „Við erum eyja og þess vegna þurfum við þegar við erum að byggja svona mikla starfsemi á fluginu í Keflavík að byggja upp varaflugvellina á sama tíma. Það ætti að hafa verið augljóst allan tímann. Frá þeirri leið var horfið árið 2009 þegar varaflugvallagjaldið var lagt af,“ segir Sigurður Ingi. Reyndar hafi gjaldið eingöngu verið fært inn í lendingargjöldin á Keflavíkurflugvelli. Því hefur verið haldið fram að EES reglur hindri að tekjur Keflavíkurflugvallar séu nýttir til annarra flugvalla en ráðherra segir svo ekki vera. Tryggja verði að varaflugvellirnir fylgi taktinum í uppbyggingunni á Keflavíkurflugvelli. Það hlýtur að vera forsenda fyrir uppbyggingu á öruggu flugi á Íslandi. Að því erum við að vinna,“ segir samgönguráðherra. Með núverandi stuðningi stjórnvalda við innanlandsflugvelli megi segja að verið sé að niðurgreiða millilandaflugið. „Við þurfum auðvitað líka að gæta þess mjög vel að uppbyggingin í Keflavík truflist ekki. Hún er líka mjög mikilvæg. En það þarf að vera jafnvægi þarna á milli,“ segir Sigurður Ingi. Ríkisstjórnir hafi stutt að opna fleiri gáttir inn í landið sem hafi gengið hvað best á Akureyri. Það sé því sérkennilegt að við alla stefnumótun meðal flugfólks og í athugasemdum við samgönguáætlanir hafi menn lagt ofuráherslu á að Egilsstaðir væru í forgangi. „Vegna þess að það er öruggara og auðveldara að fljúga þangað en til Akureyrar. Þess vegna verður það áfram pólitísk áskorun fyrir okkur í landsmálunum með fólkinu fyrir norðan að halda áfram þeirri uppbyggingu. Því hún er líka mjög mikilvæg,“ segir Sigurður Ingi. Þá sé einnig unnið að tillögum á útfærslu á svokallaðri skoskri leið til að styðja við innanlandsflugið. Akureyri Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Tengdar fréttir Jón segir uppbyggingu varaflugvalla ekki þola bið Varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra segir uppbyggingu varaflugvalla á Akureyri og Egilsstöðum ekki þola bið. Breyta þurfi fyrirliggjandi samgönguáætlun og þar með fjárlögum næsta árs til að framkvæmdir geti hafist. 29. október 2019 12:14 Alvarlegir brestir í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla Formaður öryggisnefndar Félags atvinnuflugmanna segir alvarlega bresti vera í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla landsins sem stjórnvöld hafi verið sinnulaus gagnvart 30. október 2019 18:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Samgönguráðherra segir að fjármunir sem komi inn vegna rekstrar Keflavíkurflugvallar hljóti einnig að nýtast við uppbyggingu varaflugvalla. Breyttar áherslur muni sjást í samgönguáætlun eftir nokkrar vikur. Öryggisnefnd Félags atvinnuflugmanna, flugrekstraraðilar og fleiri hafa gagnrýnt að ekki skuli vera gert ráð fyrir fjármunum til uppbyggingar alþjóðlegu varaflugvallanna á Akureyri og Egilsstöðum í gildandi samgönguáætlun til næstu fimm ára. En stærstur hluti tekna flugvalla í rekstri ISAVIA koma frá Keflavíkurflugvelli en þeim hefur ekki verið deilt út til varaflugvallanna. „Við erum eyja og þess vegna þurfum við þegar við erum að byggja svona mikla starfsemi á fluginu í Keflavík að byggja upp varaflugvellina á sama tíma. Það ætti að hafa verið augljóst allan tímann. Frá þeirri leið var horfið árið 2009 þegar varaflugvallagjaldið var lagt af,“ segir Sigurður Ingi. Reyndar hafi gjaldið eingöngu verið fært inn í lendingargjöldin á Keflavíkurflugvelli. Því hefur verið haldið fram að EES reglur hindri að tekjur Keflavíkurflugvallar séu nýttir til annarra flugvalla en ráðherra segir svo ekki vera. Tryggja verði að varaflugvellirnir fylgi taktinum í uppbyggingunni á Keflavíkurflugvelli. Það hlýtur að vera forsenda fyrir uppbyggingu á öruggu flugi á Íslandi. Að því erum við að vinna,“ segir samgönguráðherra. Með núverandi stuðningi stjórnvalda við innanlandsflugvelli megi segja að verið sé að niðurgreiða millilandaflugið. „Við þurfum auðvitað líka að gæta þess mjög vel að uppbyggingin í Keflavík truflist ekki. Hún er líka mjög mikilvæg. En það þarf að vera jafnvægi þarna á milli,“ segir Sigurður Ingi. Ríkisstjórnir hafi stutt að opna fleiri gáttir inn í landið sem hafi gengið hvað best á Akureyri. Það sé því sérkennilegt að við alla stefnumótun meðal flugfólks og í athugasemdum við samgönguáætlanir hafi menn lagt ofuráherslu á að Egilsstaðir væru í forgangi. „Vegna þess að það er öruggara og auðveldara að fljúga þangað en til Akureyrar. Þess vegna verður það áfram pólitísk áskorun fyrir okkur í landsmálunum með fólkinu fyrir norðan að halda áfram þeirri uppbyggingu. Því hún er líka mjög mikilvæg,“ segir Sigurður Ingi. Þá sé einnig unnið að tillögum á útfærslu á svokallaðri skoskri leið til að styðja við innanlandsflugið.
Akureyri Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Tengdar fréttir Jón segir uppbyggingu varaflugvalla ekki þola bið Varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra segir uppbyggingu varaflugvalla á Akureyri og Egilsstöðum ekki þola bið. Breyta þurfi fyrirliggjandi samgönguáætlun og þar með fjárlögum næsta árs til að framkvæmdir geti hafist. 29. október 2019 12:14 Alvarlegir brestir í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla Formaður öryggisnefndar Félags atvinnuflugmanna segir alvarlega bresti vera í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla landsins sem stjórnvöld hafi verið sinnulaus gagnvart 30. október 2019 18:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Jón segir uppbyggingu varaflugvalla ekki þola bið Varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra segir uppbyggingu varaflugvalla á Akureyri og Egilsstöðum ekki þola bið. Breyta þurfi fyrirliggjandi samgönguáætlun og þar með fjárlögum næsta árs til að framkvæmdir geti hafist. 29. október 2019 12:14
Alvarlegir brestir í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla Formaður öryggisnefndar Félags atvinnuflugmanna segir alvarlega bresti vera í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla landsins sem stjórnvöld hafi verið sinnulaus gagnvart 30. október 2019 18:30