Íslensk börn hafa aldrei verið jafn þung Erla Björg Gunnarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 3. nóvember 2019 19:00 Íslensk börn hafa aldrei verið jafn þung. Offita hefur aukist verulega síðustu fimm ár og sýna nýjustu mælingar að sex prósent grunnskólabarna séu með sjúkdóminn offitu. Börn í fyrsta, fjórða, sjöunda og níunda bekk eru vigtuð hjá skólahjúkrunarfræðingi á hverju ári og samkvæmt nýjustu mælingum er tæplega fjórðungur barna sem var vigtaður síðasta vetur í ofþyngd og þar af eru sex prósent með offitu. Offita barna hér á landi hefur aukist verulega síðustu fimm ár eða frá fyrstu samræmdu mælingum árið 2014. Farið verður ítarlega yfir þróunina í fyrsta þætti af Kompás sem frumsýndur er á Vísi í fyrramálið.Tryggvi Helgason, læknir í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsinsvísir/nadine„Þetta er frekar stórt vandamál. Samanborið við Norðurlöndin þá erum við með frekar hátt hlutfall af börnum sem eru með offitu. Þau eru núna í kring um sex prósent, sem er mjög hátt hlutfall í rauninni, þetta eru yfir þrjú þúsund börn á landsvísu,“ segir Tryggvi Helgason, barnalæknir í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins. „Börn sem verða of feit í æsku eru miklu líklegri til að halda áfram að þróa það vandamál með sér þegar þau eldast og líklegri til að þróa með sér sjúkdóma í framtíðinni,“ segir Ása Lórensdóttir, fagstjóri heilsuverndar skólabarna hjá Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu. „Við höfum greint börn með fitulifur sem tengist væntanlega þeirra orkubirgðastöðu, við sjáum mjög reglulega börn með vandamál í sykurkerfinu hjá sér og það eru margir sem hafa álag á liðakerfi,“ segir Tryggvi. Ása Lórensdóttir, fagstjóri heilsuverndar skólabarnaÍ dag er staðan þannig að 4% sex ára barna eru með offitu eða tæplega tvö hundruð börn. Offita eykst eftir því sem börnin eldast og eru 5-6% níu ára barna með offitu, hátt í þrjú hundruð börn - að minnsta kosti eitt barn í hverjum skólabekk. Drengirnir taka fram úr stúlkunum við tólf ára aldurinn, þá eru 174 drengir með offitu. Tölurnar eru hæstar þegar kemur að fjórtán ára drengjum. Tíundi hver drengur í 9. bekk er með offitu eða 210 strákar. Viðmælendurnir í Kompás benda öll á að samfélagið beri ábyrgð á stöðunni. Nánar er rætt við fagaðila sem vinna með börnunum í þættinum. „Þá er ekki rétt stilling á samfélagi að svona hátt hlutfall barna sé með óþarflega miklar birgðir. Börn eiga ekki að vera með svona hátt hlutfall af orkubirgðum,“ segir Tryggvi. Arna Vilhjálmsdóttir, hefur verið of þung frá barnæsku.Í Kompás kynnumst við einnig konum sem voru of þungar í æsku sem segja frá því hvaða áhrif það hefur haft á líf þeirra. Arna Vilhjálmsdóttir, hefur verið of þung frá barnæsku. Hún segist eiga erfitt með að heyra hve mörg börn á grunnskólaaldri eru of feit. „Þessar tölur er sláandi, þær slá mann algjörlega niður. Það fyrsta sem maður hugsar er að enginnætti að ganga í gegn um það sem ég gekk í gegn um," segir Arna sem hefur áhyggjur af stöðunni. „Hvernig í ósköpunum er hægt að stoppa þetta á meðan við erum ennþá svona mikið að fela þetta,“ segir Arna.Ítarlega verður fjallað um offitu barna á Íslandi í fréttaskýringaþættinum Kompás sem frumsýndur verður á Vísi í fyrramálið og á Stöð 2 Maraþoni. Farið verður yfir nýjustu tölur um offitu barna og talað við sérfræðinga sem margir hverjir hafa þungar áhyggjur af stöðunni. Kompás er í umsjón Nadine Guðrúnar Yaghi, Erlu Bjargar Gunnarsdóttur og Jóhanns K. Jóhannssonar. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Kompás Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Íslensk börn hafa aldrei verið jafn þung. Offita hefur aukist verulega síðustu fimm ár og sýna nýjustu mælingar að sex prósent grunnskólabarna séu með sjúkdóminn offitu. Börn í fyrsta, fjórða, sjöunda og níunda bekk eru vigtuð hjá skólahjúkrunarfræðingi á hverju ári og samkvæmt nýjustu mælingum er tæplega fjórðungur barna sem var vigtaður síðasta vetur í ofþyngd og þar af eru sex prósent með offitu. Offita barna hér á landi hefur aukist verulega síðustu fimm ár eða frá fyrstu samræmdu mælingum árið 2014. Farið verður ítarlega yfir þróunina í fyrsta þætti af Kompás sem frumsýndur er á Vísi í fyrramálið.Tryggvi Helgason, læknir í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsinsvísir/nadine„Þetta er frekar stórt vandamál. Samanborið við Norðurlöndin þá erum við með frekar hátt hlutfall af börnum sem eru með offitu. Þau eru núna í kring um sex prósent, sem er mjög hátt hlutfall í rauninni, þetta eru yfir þrjú þúsund börn á landsvísu,“ segir Tryggvi Helgason, barnalæknir í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins. „Börn sem verða of feit í æsku eru miklu líklegri til að halda áfram að þróa það vandamál með sér þegar þau eldast og líklegri til að þróa með sér sjúkdóma í framtíðinni,“ segir Ása Lórensdóttir, fagstjóri heilsuverndar skólabarna hjá Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu. „Við höfum greint börn með fitulifur sem tengist væntanlega þeirra orkubirgðastöðu, við sjáum mjög reglulega börn með vandamál í sykurkerfinu hjá sér og það eru margir sem hafa álag á liðakerfi,“ segir Tryggvi. Ása Lórensdóttir, fagstjóri heilsuverndar skólabarnaÍ dag er staðan þannig að 4% sex ára barna eru með offitu eða tæplega tvö hundruð börn. Offita eykst eftir því sem börnin eldast og eru 5-6% níu ára barna með offitu, hátt í þrjú hundruð börn - að minnsta kosti eitt barn í hverjum skólabekk. Drengirnir taka fram úr stúlkunum við tólf ára aldurinn, þá eru 174 drengir með offitu. Tölurnar eru hæstar þegar kemur að fjórtán ára drengjum. Tíundi hver drengur í 9. bekk er með offitu eða 210 strákar. Viðmælendurnir í Kompás benda öll á að samfélagið beri ábyrgð á stöðunni. Nánar er rætt við fagaðila sem vinna með börnunum í þættinum. „Þá er ekki rétt stilling á samfélagi að svona hátt hlutfall barna sé með óþarflega miklar birgðir. Börn eiga ekki að vera með svona hátt hlutfall af orkubirgðum,“ segir Tryggvi. Arna Vilhjálmsdóttir, hefur verið of þung frá barnæsku.Í Kompás kynnumst við einnig konum sem voru of þungar í æsku sem segja frá því hvaða áhrif það hefur haft á líf þeirra. Arna Vilhjálmsdóttir, hefur verið of þung frá barnæsku. Hún segist eiga erfitt með að heyra hve mörg börn á grunnskólaaldri eru of feit. „Þessar tölur er sláandi, þær slá mann algjörlega niður. Það fyrsta sem maður hugsar er að enginnætti að ganga í gegn um það sem ég gekk í gegn um," segir Arna sem hefur áhyggjur af stöðunni. „Hvernig í ósköpunum er hægt að stoppa þetta á meðan við erum ennþá svona mikið að fela þetta,“ segir Arna.Ítarlega verður fjallað um offitu barna á Íslandi í fréttaskýringaþættinum Kompás sem frumsýndur verður á Vísi í fyrramálið og á Stöð 2 Maraþoni. Farið verður yfir nýjustu tölur um offitu barna og talað við sérfræðinga sem margir hverjir hafa þungar áhyggjur af stöðunni. Kompás er í umsjón Nadine Guðrúnar Yaghi, Erlu Bjargar Gunnarsdóttur og Jóhanns K. Jóhannssonar.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Kompás Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira