Stýrivextir halda áfram að lækka Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. nóvember 2019 08:56 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. vísir/vilhelm Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3%. Lækkunin er í samræmi við það sem greining Íslandsbanka spáði í liðinni viku en hagdeild Landsbankans hafði spáð því að vaxtalækkun yrði ekki aftur fyrr en í desember. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar bankans er vísað í nýja þjóðhagsspá Seðlabankans sem birt er í nóvemberhefti Peningamála. Samkvæmt þjóðhagsspánni hafa horfur um hagvöxt á seinni hluta ársins versnað frá því sem spáð var í ágúst. Hagvöxtur á fyrri hluta ársins var hins vegar meiri en spáð hafði verið og er því áfram gert ráð fyrir 0,2% samdrætti á árinu öllu, líkt og gert var í ágúst. Horfur fyrir næsta ár hafa hins vegar versnað og er nú spáð 1,6% hagvexti. Ásgeir Jónsson tók við stöðu seðlabankastjóra í sumar. Vaxtalækkunin nú er sú þriðja í röðinni síðan hann tók við því embætti en í lok ágúst var tilkynnt að stýrivextir myndu lækka úr 3,75% í 3,5%. Áður hafði Seðlabankinn lækkað stýrivexti í maí og júní en í mars héldust vextirnir óbreyttir, eða 4,5%. Vextirnir hafa því lækkað um 1,5% síðan þá.Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3%. https://t.co/uVLWyjPy0qpic.twitter.com/ZmtQiGZs2w — Seðlabanki Íslands (@sedlabanki_is) November 6, 2019Í yfirlýsingu peningastefnunefndar nú er einnig fjallað um verðbólguna og þróunina í þeim efnum:Verðbólga hefur verið um eða yfir 3% frá því í vor en í október mældist hún 2,8%. Undirliggjandi verðbólga hefur hins vegar verið þrálátari. Horfur eru á að verðbólga hjaðni hraðar en spáð var í ágúst og að hún verði komin í markmið undir lok þessa árs. Verðbólguvæntingar hafa haldið áfram að lækka og eru við markmið miðað við flesta mælikvarða. Taumhald peningastefnunnar hefur því aukist lítillega milli funda.Vextir bankans hafa verið lækkaðir um 1,5 prósentur frá því í vor og eiga áhrif þess enn eftir að koma fram að fullu. Lækkun vaxta hefur stutt við eftirspurn og miðað við spá bankans ætti núverandi vaxtastig að duga til að tryggja verðstöðugleika til meðallangs tíma og fulla nýtingu framleiðsluþátta.Þá mun boðuð slökun í aðhaldi ríkisfjármála leggjast á sömu sveif. Efnahagshorfur gætu hins vegar verið of bjartsýnar, einkum vegna óvissu í alþjóðlegum efnahagsmálum.Peningastefnan mun á næstunni ráðast af samspili þróunar efnahagsumsvifa annars vegar og verðbólgu og verðbólguvæntinga hins vegar.Vextir verða því sem hér segir:1. Daglán 4,75%2. Lán gegn veði til 7 daga 3,75%3. Innlán bundin í 7 daga 3,00%4. Viðskiptareikningar 2,75%5. Bindiskyldar innstæður, meðaltalsuppfyllt 2,75%6. Bindiskyldar innstæður, föst bindiskylda 0,00%Fréttin hefur verið uppfærð. Efnahagsmál Íslenska krónan Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankastjóri segir stýrivaxtalækkun eiga að skila sér til heimilanna Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentustig í morgun. 2. október 2019 19:00 Íslandsbanki lækkar vexti Íslandsbanki hefur fyrstur stóru bankanna þriggja tilkynnt um lækkun á vöxtum húsnæðis-, bíla- og innlána. 9. október 2019 10:51 Áætla rúmlega 2 prósenta hagvöxt til 2025 Útlit er fyrir að landsframleiðsla dragist saman um 0,2 prósent í ár, samanborið við 4,8 prósent hagvöxt í fyrra. 1. nóvember 2019 09:25 Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Stefna á milljarð í veltu innan tveggja til þriggja ára Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3%. Lækkunin er í samræmi við það sem greining Íslandsbanka spáði í liðinni viku en hagdeild Landsbankans hafði spáð því að vaxtalækkun yrði ekki aftur fyrr en í desember. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar bankans er vísað í nýja þjóðhagsspá Seðlabankans sem birt er í nóvemberhefti Peningamála. Samkvæmt þjóðhagsspánni hafa horfur um hagvöxt á seinni hluta ársins versnað frá því sem spáð var í ágúst. Hagvöxtur á fyrri hluta ársins var hins vegar meiri en spáð hafði verið og er því áfram gert ráð fyrir 0,2% samdrætti á árinu öllu, líkt og gert var í ágúst. Horfur fyrir næsta ár hafa hins vegar versnað og er nú spáð 1,6% hagvexti. Ásgeir Jónsson tók við stöðu seðlabankastjóra í sumar. Vaxtalækkunin nú er sú þriðja í röðinni síðan hann tók við því embætti en í lok ágúst var tilkynnt að stýrivextir myndu lækka úr 3,75% í 3,5%. Áður hafði Seðlabankinn lækkað stýrivexti í maí og júní en í mars héldust vextirnir óbreyttir, eða 4,5%. Vextirnir hafa því lækkað um 1,5% síðan þá.Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3%. https://t.co/uVLWyjPy0qpic.twitter.com/ZmtQiGZs2w — Seðlabanki Íslands (@sedlabanki_is) November 6, 2019Í yfirlýsingu peningastefnunefndar nú er einnig fjallað um verðbólguna og þróunina í þeim efnum:Verðbólga hefur verið um eða yfir 3% frá því í vor en í október mældist hún 2,8%. Undirliggjandi verðbólga hefur hins vegar verið þrálátari. Horfur eru á að verðbólga hjaðni hraðar en spáð var í ágúst og að hún verði komin í markmið undir lok þessa árs. Verðbólguvæntingar hafa haldið áfram að lækka og eru við markmið miðað við flesta mælikvarða. Taumhald peningastefnunnar hefur því aukist lítillega milli funda.Vextir bankans hafa verið lækkaðir um 1,5 prósentur frá því í vor og eiga áhrif þess enn eftir að koma fram að fullu. Lækkun vaxta hefur stutt við eftirspurn og miðað við spá bankans ætti núverandi vaxtastig að duga til að tryggja verðstöðugleika til meðallangs tíma og fulla nýtingu framleiðsluþátta.Þá mun boðuð slökun í aðhaldi ríkisfjármála leggjast á sömu sveif. Efnahagshorfur gætu hins vegar verið of bjartsýnar, einkum vegna óvissu í alþjóðlegum efnahagsmálum.Peningastefnan mun á næstunni ráðast af samspili þróunar efnahagsumsvifa annars vegar og verðbólgu og verðbólguvæntinga hins vegar.Vextir verða því sem hér segir:1. Daglán 4,75%2. Lán gegn veði til 7 daga 3,75%3. Innlán bundin í 7 daga 3,00%4. Viðskiptareikningar 2,75%5. Bindiskyldar innstæður, meðaltalsuppfyllt 2,75%6. Bindiskyldar innstæður, föst bindiskylda 0,00%Fréttin hefur verið uppfærð.
Efnahagsmál Íslenska krónan Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankastjóri segir stýrivaxtalækkun eiga að skila sér til heimilanna Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentustig í morgun. 2. október 2019 19:00 Íslandsbanki lækkar vexti Íslandsbanki hefur fyrstur stóru bankanna þriggja tilkynnt um lækkun á vöxtum húsnæðis-, bíla- og innlána. 9. október 2019 10:51 Áætla rúmlega 2 prósenta hagvöxt til 2025 Útlit er fyrir að landsframleiðsla dragist saman um 0,2 prósent í ár, samanborið við 4,8 prósent hagvöxt í fyrra. 1. nóvember 2019 09:25 Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Stefna á milljarð í veltu innan tveggja til þriggja ára Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Seðlabankastjóri segir stýrivaxtalækkun eiga að skila sér til heimilanna Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentustig í morgun. 2. október 2019 19:00
Íslandsbanki lækkar vexti Íslandsbanki hefur fyrstur stóru bankanna þriggja tilkynnt um lækkun á vöxtum húsnæðis-, bíla- og innlána. 9. október 2019 10:51
Áætla rúmlega 2 prósenta hagvöxt til 2025 Útlit er fyrir að landsframleiðsla dragist saman um 0,2 prósent í ár, samanborið við 4,8 prósent hagvöxt í fyrra. 1. nóvember 2019 09:25